Gleðin alsráðandi í Düsseldorf!

Það ríkti heldur betur gleði á blaðamannafundinn sem haldinn var eftir að úrslitn voru ljós í gærkvöldi. Á fundunum sátu tveir fulltrúar frá hverju því framlagi sem komst áfram fyrir svörum.  Strangar reglur gilda um spurningar á þessum fundum og voru leyfðar tvær spurningar til hvers lands, sú fyrri frá fjölmiðli í heimalandinu og sú seinni frá aðlþjóðlegum fjölmiðli. Við lok spurninganna drógu svo löndin númerið hvað þau kæmu fram í úrslitunum á laugardaginn.

Fundurinn hófst með spurningum til Serbíu og endaði á Íslendingum en fyrir svörum sátu Vignir og Þórunn. Á fundinum voru þau spurð hvernig þau brugðust við  þegar úrslitin voru ljós og sögðu þau bæði að tár hefðu fallið. Spurningin frá alþjóðlegu pressunni var hreinskilinn en spurt var hvort þau hefðu búist við að komast áfram þegar aðeins eitt umslag var eftir og lönd eins og Tyrkland og Noregur voru ekki komin áfram. Við hreinskilinni spurningu kom hreinskilið svar, nei þau bjuggist ekki við þessu! Að lokum drógu þau Þórunn og Vignir númer úr stórri skál og ljóst var að Vinir Sjonna stíga á svið nr. 21 í röðinni á laugardaginn. Hin löndin drógu eftirfarandi númer:

Finland 1
Litháen 4
Ungverjaland 5
Grikkland 9
Rússland 10
Sviss 13
Azerbaijan 19
Serbía 24
Georgía 25

Eins og vaninn er á blaðamannafundum sem þessum þá koma engar nýjar upplýsingar fram frá keppendum og oftast eru spurningar blaðamann frekar fyrirsjánalegar og snúast um líðan keppanda. Eitt og eitt skemmtilegt dettur þó oft upp úr fólki og spurningar og svo passa ekki saman! Til dæmis var svissneska söngkona Anna Rossinelli spurð hvort hún væri næsta Celine Dion og hún svaraði pent með orðunum: ,,Takk!“ Fulltrúa Georgíu töluðu mikið um búningan sína sem eru georgísk hönnun og erum við hér á Öllu um Júróvísjon alls ekki viss um að þeir hafi verið hrós fyrir hönnun þar í landi! Rússinn Alexej Vorobjov er afar vinsæll hérna og  það hefur vakið mikla athylgi hér að Rússar hafa skipulagt pratý sem fram fer í kvöld, daginn eftir undanrúslitin, svo vissir voru þeir að komast áfram! Alexej var að sjálfsögðu spurður út í þetta en hann svarði ekki þeirri spurningu né nokkurri annarri og blaðraði bara um drauma sína. Að lokum vakti það mikla kátinu og Paradise Oscar hlaut klapp fyrir þegar hann sagði frá því að hann liti ekki á Eurovision sem keppni heldur fyrst og fremst tækifæri til að koma fram og spila. Að og komast áfram væri bara auka bónus.

Að loknum blaðamannafundi var að sjálfsögðu haldið á Euroklúbbin þar sem stóð yfir mikið partý. Vinir Sjonna voru að sjálfsögðu á staðnum og vöktu athygli þegar þeir gengu allir saman inn í fínu jökkunum sínum. Margir létu sjá sig í partýinu þar á meðal Alexej og gríski söngvarinn Loucas Yiorkas en Stereo Mic lét ekki sjá sig. Auk þess tróð hin króatíska Daria upp hin serbenska Nina lét sjá sig þó lítið færi fyrir henni. Einnig mátti sjá Blue liða á staðnum og okkar ástkæru norsku Stellu sem því miðu komst ekki áfram í úrslitin.

Það voru þó bara ekki ,,stórstjörnur“ viðstaddar í gær. Trommuleikarinn í dönsku sveitinni A friend from London sem stígur á svið á fimmtudaginn er mikill aðdáandi íslenska hópsins og skemmti sér konunglega með þeim á klúbbnum í gær. Þar var einnig einn af dönsurum gríska goðsins Giorgosar en í ár dansar hann með Makedónum. Hann vakti þó nokkra athygli í klúbbnum og varð mjög vandræðalegur þegar fólk kom að honum og vildi fá mynd af sér með honum! Að mati þeirrar sem hér skrifar ætti það nú frekar að vera öfugt; aðdáendur gætu orðið vandræðalegir yfir að þekkja meira að segja dansarana í sjón!

Gleðin var því alls ráðandi hér í Düsseldorf í gærkvöldi og hún mun án efa halda áfram alveg fram á sunnudagsmorgun!

Auglýsingar

2 athugasemdir við “Gleðin alsráðandi í Düsseldorf!

  1. Anna Ólafsd. skrifar:

    Hefði vilja sjá Noreg á laugardaginn. Ekki búinn að ná því að Armenía og Tyrkir sitja eftir.
    Ég mjög ánægð að sjá Finnland, Litháen og Sviss áfram og að sjálfsögðu Ísland.

  2. Heiða Lind skrifar:

    Ég er einmitt rosa leið yfir því að Noregur komst ekki áfram, það var uppáhaldið mitt! Ég var búin að afskrifa okkur þegar það var bara eitt eftir og Noregur var líka eftir! Ég var bara sjokki og er ennþá að reyna að ná þessu.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s