Yfirferð laga 2011 IX

Síðasta yfirferðin okkar er um framlög Stórþjóðanna fimm, Frakklands, Ítalíu, Bretlands, Þýskalands og Spánar.

Frakkland – Sognu í flutningi Amaury Vassili

Eyrún segir: Frakkar eru svooo uppáhalds þjóðin mín í Eurovision! Þar rétt eins og annars staðar, gæti þeim varla staðið meira á sama hvað öðrum finnst en senda metnaðarfull framlög ár eftir ár. Þrátt fyrir það hafa þeir aldrei lent í neðsta sæti, ólíkt sumum öðrum stórþjóðum (hóst Bretland hóst). Í ár senda þeir óperuballöðu og ungan tenór, ekki ólíka Norðmanninum Didriki í fyrra. Honum er spáð svakalega góðu gengi, öðru sæti hjá aðdáendum og 1.-2. sæti í flestum veðbönkum. Ég held svei mér þá að þetta lag nái að heilla fólk heima í stofu (sérstaklega eftir að hafa séð hjá honum æfinguna og sviðsumgjörðina). Hann er nokkuð sterkur söngvari en auðvitað ungur og mikil reynsla ekki fyrir hendi. Ég gæti vel hugsað mér að kjósa Frakkland á laugardaginn!

Hildur segir:  Frakkar bjóða upp á popptenór í ár og hann flytur óperuskotiðlag sem gæti allt eins verið flutt af Garðari Thor eða Il Divo. Byrjuninni gæti svo hæglega verið stolið úr Bolero eftir Ravel. Myndbandið við lagið lítur út eins og ferðatöskuauglýsing og Amaury mætti í móthjólagalla þegar hann flutti lagið heima í Frakklandi. Hvort hann mætir í mótorhjólagalla með ferðatösku sér við hlið á sviðið í Düsseldorf er ekki vitað en eitt er víst að aðdáendasamfélagið og veðbankarnir eru að missa sig yfir þessu lagi. Óperuskotin lög eins og þetta hafa stundum skotið upp köllinum í keppninni eins t.d. framlag Svía frá 2009, framlag Slóvena frá 2007 og jafnvel framlag Norðmanna í fyrra. Ekkert þessra laga hefur gengið sérlega vel í úrslitakeppninni. Ég held þó að í ár verð örlítil breyting á og Frakkar lendi ofarlega en vinni þó tæplega ekki.

Ítalía – Madness of Love í flutningi Raphael Gualazzi

Eyrún segir: Ítalska lagið kom mér á óvart… og ég fíla það mjög vel! Ég held þó tæplega að það eigi erindi í keppnina eins og hún er orðin, kannski helst til gamaldags. Ég skil þó engan veginn tilganginn með því að hafa Robert De Niro í myndbandinu og orð og orð á ensku, en það er kannski þeirra leið til að tengja við restina af Evrópu. Við skulum sjá hvernig þeim gengur en ég er sammála Hildi um að þeir fái „velkomin aftur“-stig – og örugglega slatta af þeim!

Hildur segir: Ítalir hafa gefið okkur mörg af bestu júróvísjonlögum sögunnar og er nú loksins komnir aftur til keppni eftir allt of langt hlé. Lagið sem þeir bjóða okkur upp á í ár er jazzskotið popplag á ensku og gæti í mínum huga allt eins verið flutt af íslands vininum Jamie Collum. Þar sem ég er lítill jazz aðdáandi þá finnst mér lagið ekkert voða skemmtilegt en ef ég reyni að horfa fram hjá því þá er þetta hið fínasta lag en þó líklega ekki sigurvegari. Ítalir munu þó án efa komast í top 10 enda eiga þeir klárlega eftir að fá talsvert af ,,velkomnir til baka Ítalir“ stigum!

Bretland – I Can í flutningi Blue

Eyrún segir: Ég verð að viðurkenna að ég hef aldrei fílað Blue. Aldrei. En ef þeir ná að koma Bretlandi aftur á Eurovision-kortið þá fá þeir klapp á bakið frá mér! Lagið venst vel og ég hlakka til að sjá útkomuna á sviðinu (eins og minnst var á í færslu hér á undan var fyrsta æfing strákanna heldur slök). Vona það Breta vegna!

Hildur segir: Bretar hafa reynt lengi að ná góðum árangri í keppninni og hafa oftar en ekki sent unga og/eða óþekkta söngvara í keppnina en það hefur haft árangur sem erfiði. Árið 2009 sendur þeir lag eftir sjálfan Andrew Lloyd Weber og náðu loksins að komast í top 5. Í fyrra sendu þeir svo aftur ungstirni og endaði það með hörmungum eða síðasta sætinu! Í ár tefla þeir því aftur fram stórstjörnum en nú eru það strákarnir (kallarnir?!) í sönghópnum Blue í von um góðan árangur. Blueliðar áttu mjög góðu gengi að fagna í kringum aldarmótin og eru án efa stærstu stjörnurnar sem stíga á sviðið í Düsseldorf og ég er fullviss um að það eigi eftir að gefa Bretum slatta af stigum. Lagið þeirra er þokkalegasta júrópopp, samið eftir öllum kúnstarinnar reglum og útsetning klikkar ekki. Sem júrópoppsökker held ég mikið upp á þetta lag og held barast að Bretar komist langt í ár.

Þýskaland – Taken by a Stranger í flutningi Lenu

Eyrún segir: Lena hin þýska stendur á sviðinu og reynir sitt besta að tryggja Þjóðverjum sigurinn annað árið í röð. Lagið er vissulega ólíkt öllum öðrum í keppninni en það er að sama skapi flatt – og e.t.v. frekar hentugt til útvarpsspilunar. Að mínu mati hefðu mörg önnur lög sem Lena söng í undankeppninni (en þar söng hún 6 ólík lög) sómt sér betur í Eurovision-keppninni sjálfri. Ég leyfi mér að efast um gott gengi Þýskalands sem var í fyrstu spáð verulega góðu gengi af veðbönkum en það hefur heldur dregið af þeim þar…

Hildur segir: Þjóðverjar voru fljótir að ákveða að send Lenu aftur til keppni í ár eftir frækilegan sigur hennar í fyrra. Þjóðverjar fengu þó að velja lagið en Lena söng nokkur ansi ólík lög sem hægt var að velja úr. Fyrir valinu varð lagið Taken by a Stranger og ég held að Þjóðverjar séu langt frá því að hafa hitt naglann á höfuðið (líklega er naglinn bara í höfðinu á gólfinu við hliðina á þeim!) með vali sínu því líklega er þetta allra leiðinlegasta lagið í keppninni. Það er afskaplega óeftirminnilegt og passar Lenu hálf illa. Mig grunar að Þjóðverjar munu hljóta sömu örlög og Norðmenn í fyrra og floppa á heimavelli.

Spánn – Que Me Quiten Lo Bailao í flutningi Lucíu Pérez

Eyrún segir: Spánverjar tefla fram eins spænsku atriði og sangríu á sólarströnd! Stuð og stemming mun örugglega ríkja á sviðinu hjá Lucíu og dönsurunum hennar en jafnvel heilt erindi af „who-o-oo-ooo-o“ dugar ekki til að gera lagið eftirminnilegt! Ég býst því miður við að Spánn vermi neðstu sætin í ár…

Hildur segir: Það hefur lítið farið fyrir Spánverjum innan um Breta og Frakka og Lenu í stóru þjóða hópnum. Þetta er svona hresst og sætt popplag en alls ekki mjög eftir minnilegt enda gleymi ég því alltaf. En svo þegar ég hlusta þá man ég alltaf hvað mér finnst þetta sæt og gleðilegt! Ég spái því hins vegar að spánverjar muni ekki ná neinum stórkostlegum árangir í ár

Auglýsingar

2 athugasemdir við “Yfirferð laga 2011 IX

  1. Heiða Lind skrifar:

    Er sammála um að þýska lagið sé leiðinlegasta lagið í ár. Ég er engan veginn að fýla það, þó að Lena sé alltaf jafn skemmitleg. Spænska lagið finnst mér nokkuð skemmtilegt, en held það verði frekar neðarlega, eins með Ítalíu, en mér finnst það reyndar ekkert spes. Frakkland og Bretland finnst mér mjög góð, og hef trú á þeim báðum!

  2. Doddi Jónsson skrifar:

    Af „stóru þjóðunum“ þá held ég að Bretar og Frakkar verði einu þjóðirnar sem mögulega geti gert einhverja gloríu. Held að þetta gæti orðið barátta á milli fjögurra til fimm land: Bretland, Frakkland, Svíþjóð, Ungverjaland og Bosnía eða Eistar eða Danir mögulega??

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s