Spennan magnast fyrir kvöldið!

(via ESCkaz.com)

Á keppnisdegi er spennan í hámarki og sá hluti síðunnar Allt um Júróvisjón sem staðsettur er í Þýskalandi mættur til Düsseldorf til að taka þátt í gleðinni. Kl. 19 í kvöld hefst svo veislan og við treystum því að þið verðið öll, lesendur góðir, límd við skjáinn!

Við ætlum aðeins að taka saman hvernig staðan er fyrir kvöldið:

Okkar spár og dómar

Eftir að hafa farið ítarlega yfir hvert og eitt lag hér á síðunni (sjá færslurnar Yfirferð laga 2011 I-IX) má sjá að við vinkonurnar erum að mestu leyti sammála um hvernig fari í kvöld (þ.e.a.s. með 7 af 10 lögum)
Okkar spá er að áfram í kvöld komist:

Azerbaídjan, Armenía, Noregur, Rússland, Tyrkland, Ísland, Ungverjaland

Að auki spáir Eyrún Albaníu, Georgíu og Serbíu/Grikklandi og Hildur Möltu Sviss og Finnlandi.

Könnunin hér á síðunni

Eins og sjá má hér til hliðar á síðunni settum við inn könnun þar sem lesendur geta kosið hvaða lönd komast áfram. Þið getið kosið fram á kvöldið en staðan núna (17:05) er eftirfarandi:

Noregur, Armenía, Tyrkland, Rússland, Ísland, Ungverjaland, Grikkland, Azerbaídjan, Finnland og Sviss

Veðbankar

Við athuguðum síðast stöðu veðbankanna fyrir 2 vikum. Núna er hún ögn breytt, aðallega vegna þess að írska framlagið tekur stökk uppá við:

Veðbankar

1. sæti

2. sæti

3. sæti

4. sæti

5. sæti

Oddschecker.com Frakkland Bretland Eistland Írland Ungverjaland
Online-betting guide.com Frakkland Bretland Eistland Írland Þýskaland
Paddypower.com Frakkland Írland Bretland Eistland Azerbaídjan
Eurovision-betting Frakkland Bretland Eistland Azerbaídjan Þýskaland
William Hill Frakkland Írland Bretland Eistland Azerbaídjan
ESC stats Ungverjaland Bretland Frakkland Eistland Svíþjóð
Esctoday.com Ungverjaland Frakkland Bretland Svíþjóð Eistland
Nicerodds Frakkland Svíþjóð Eistland Noregur Bretland

Það er þó ólíklegt að Írarnir geti haft varanleg áhrif með þessu… jah og þó? 🙂

Aðdáendur (ESCtoday)

Spá stærstu aðdáendasíðunnar segir að eftirfarandi lönd séu að fara áfram í kvöld:

Armenía, Azerbaídjan, Grikkland, Ungverjaland, Noregur, Pólland, Rússland, Serbía, Sviss og Tyrkland

Blaðamenn í Düsseldorf

Að lokum má segja frá því að blaðamenn hér í Düsseldorf spá Íslendingum áfram og telja Vinir Sjonna verði síðastir inn.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s