Og úrslit kvöldsin eru….

Þá eru úrslitin ljós! Til hamingju ÍSLAND! Þriðja árið í röð komum við síðust upp úr pottinum! Strákarnir eiga þetta svo sannarlega skilið!

En ásamt Íslandi komust eftirfarandi lönd áfram: Finnland, Sviss, Azerbaijan, Ungverjaland, Rússland, Serbía, Georgía, Litháen og Grikkland.

Samkvæmt þessu vorum við jafn sannspáar hér á Öllu um Júóvísjon og spáðum báðar sex löndum af tíu áfram. Þið lesendur góðir voruð líka nokkuð sannspáir því þið spáðuðu sjö löndum af tíu rétt áfram í úrslitin! Öll höfðum við spáð Tyrkjum, Armenum og Norðmönnum áfram auk þess spáðum við hér á Öllu um júróvísjon einnig Albaníu og Möltu áfram.

Það er mikil gleði á meðal Íslendinga hér í Düsseldorf eins og vænta má og við tekur blaðamannafundur!

Auglýsingar

Ein athugasemd við “Og úrslit kvöldsin eru….

  1. Þröstur skrifar:

    Mikil gleði, mikil gleði. Svakalega var þetta skemmtilega óvænt, sérstaklega að koma úr síðasta umslaginu og það að Noregur, Tyrkland, Armenía og Albanía hafi verið eftir þarna gerði þetta svo svakalega óvænt. Ég var búinn að gefa upp alla von, hélt að Tyrkland væri pottþétt í síðasta umslaginu og ef ekki Tyrkland þá eitthvað af þessum löndum sem ég taldi upp. Mikið var ég ánægður með að hafa ekki haft rétt fyrir mér í kvöld varðandi íslenska lagið 🙂 Það gerir laugardagskvöldið alltaf skemmtilegra að vera með og svo að fá dráttinn að við fáum 21. sætið til að performera fær mann til að vonast til að við eigum séns á topp 10. Ég á samt frekar von á að við verðum einhvers staðar á bilinu 13 til 19 í lokakeppninni en það er algerlega frábært að komast í úrslitin þriðja árið í röð.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s