Vinir Sjonna í nærmynd: Vignir

Síðastur í yfirferð okkar á Vinum Sjonna er Vignir Snær eða Viggi eins og hann er stundum kallaður. Eurovision.tv segir hann vera þessa þöglu og dularfullu týpu 🙂

Vignir er fæddur árið 1979 og er úr Reykjavík en segist upprunalega vera frá Kirkjubæjarklaustri. Hann lærði á blokkflautu á sínum yngri árum og er að eigin sögn sterkur flautuleikari en spilar annars á flest þau hljóðfæri sem hann tekur sér í hönd.

Vigni þekkja flestir sem gítarleikarann úr Írafári og helsta talsmann þeirrar sveitar ásamt Birgittu Haukdal en Vignir var einn af stofnendum hljómsveitarinnar árið 1998. Hann á einnig heiðurinn að flestum lögum sveitarinnar sem mörg sátu í toppsætunum á íslenskum vinsældalistum og voru kyrjuð á ófáum sveitaböllunum fyrir um áratug síðan, t.a.m. Fingur, Ég sjálf, Stórir hringir og Eldur í mér!

Í seinni tíð hefur Vignir snúið sér meira að lagasmíðum og samið ófá lögin, t.d. fyrir Söngvakeppni Sjónvarpsins. Hann samdi ásamt Jógvani Hansen lag sem sá síðarnefndi flutti einmitt í keppninni í ár, Ég lofa. Hann starfaði einnig með Sjonna, Benna og Pálma í hljómsveitinni Rokk.

Í spjalli við Allt um Júróvisjón segir Vignir það eftirminnilegasta á ferlinum vera þegar hann fékk sína fyrstu platínum-plötu en bætir svo við í gamni að það að kynnast Benna hafi verið mjög eftirminnilegt!

Vignir hefur einna mesta reynslu Vina Sjonna af Eurovision-keppninni en hann fór út með Birgittu árið 2003 og með Selmu 2005 þar sem hann samdi lagið If I had your love með Þorvaldi Bjarna en hann hefur alls farið 5 sinnum út. Uppáhaldsjúróvisjónlagið hans Vignis er In my dreams með norsku glysrokkurunum í Wig Wam. Í þremur orðum segir Vignir að Júróvisjón 2011 sé ást, grátur og hlátur!

Vignir segist hlakka mikið til að standa á sviðinu með strákunum á morgun, sérstaklega með Hreimi, og segir þá ætla að reyna að hafa brjálað gaman!

Við erum vissar um að strákarnir eiga eftir að skemmta sér konunglega á sviðinu og við hlökkum til að fylgjast með þeim annað kvöld! Óskum þeim góðs gengis – og góðrar skemmtunar! 🙂

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s