„The big 5“ æfa

Stóru þjóðirnar í Eurovision, Bretland, Frakkland, Þýskaland, Ítalía og Spánn, hafa nú slegist í hópinn í Düssedorf og á laugardaginn var stigu þær í fyrsta skipti á sviðið í Esprit höllinni til að æfa.

Mikið hefur verið fjallað um framlag Frakka í ár og hefur Frökkum verið spáð sigri eða amk mjög ofarlega hjá flestum veðbönkum. Auk þess virðast aðdáendur keppninar mjög áhugasamir um þetta framlag Frakka sem er í óperustíl. Amaury virtist öruggur á sviðinu á æfingunni en virtist eiga í erfiðleikum með dýpstu nóturnar í lagi og söngurinn var alls ekki jafn sterkur og hann var þegar Amaury söng lagið í undankeppninni heima fyrir. Lítið fer fyrir glis og glimmer hjá Frökkum og svo virðist sem Amaury muni bara standa einn á sviðinu með sjálfum sér og laginu.

Ítalir  æfðu næstir og mæta með jazz band á sviðið þar sem Raphael Gualazzi situr við flygil. Uppsetning er því frekar látlaus og hæfir laginu ágætlega. Æfingin var alveg ágæt og Raphael söng vel.

Kallabandið Blue  frá Bretlandi er þaulvant sviðsframkomu og kom því svolítið á óvart að þeir virtust svolítið ósamtaka á sviðinu og öðru hverju leit út eins og þeir væru ekki alveg vissir hvað þeir ættu að gera næst. Tvær bakraddir fylgja Bluedrengunum á sviðið og á bakvið þá eru myndir af þeim sjálfum!! Á þessari fyrstu æfingu virtust Blueliðarnir heldur ekki alveg í sínu besta söngformi og oft á tíðum var eins og röddunin í laginu væri fölsk eða í það minnsta eitthvað skökk! Hvort það voru bakraddirnar eða Blueliðar sjálfir verður ósagt látið.

Hin einlæga og hressa sviðsframkoma hinna þýsku  Lenu  frá því í fyrra er horfin. Í ár stígur hún á svið í allt of háum hælum og virtist örlítið vandræðaleg á sviðinu umkringd dönsurum í spandex göllum. Raddlega var þó æfingin alls ekki slæm hjá Lenu en dansaranir þyrftu að fá aðeins betri leiðsögn í að láta dans flæða því það var svolítið eins og að horfa á sýningu hjá dansskóla að horfa á þá dansa….

Spánverjar áttu líklega bestu æfinguna af stóru þjóðunum fimm þar sem allt virtist ganga upp. Sönglega var æfing sú allra besta af þessum fimm þrátt fyrir að dansaranri fimm sem fylgja Luciu sýni helst til hallærisleg tilþrif og ættu líklega frekar heima í Freestyle keppni í Tónabæ en á sviði fyrir framan milljónir. Það verður þó ekki alveg jafnvandræðalegt og í atirði Lenu og maður fyrirgefur þeim frekar!

Auglýsingar

2 athugasemdir við “„The big 5“ æfa

 1. Heiða Lind skrifar:

  Að mínu mati var Spánn með langbestu 1.æfinguna af öllum löndunum (fyrir utan okkur). Ég verð hrifnari af laginu eftir því sem ég hlusta á það meira, en samt eru Bretland og Frakkland mín uppáhalds af þessum 5. Þýska lagið finnst mér bara svo hrikalega leiðinlegt þó að Lena sé mjög skemmtileg, og ítalska lagið er svona blabla lag, veit ekki hvað mér finnst um það.

 2. Þröstur skrifar:

  Frakkar eru svo að fara að vinna þessa keppni. Frábært lag með flotta sviðsetningu og góðan söngvara. Bakgrunnurinn minnir svolítið á bakgrunn Jóhönnu Guðrúnar mínus höfrunginn. Það var mjög flott og þetta er sennilega næst flottasti bakgrunnurinn í ár á eftir Úkraínu: http://www.youtube.com/user/escdaily#p/search/1/m6gfdXVUAj0

  Ítalía finnst mér mjög skemmtilegt en ég er hræddur um að þetta eigi ekki eftir að höfða til fjöldans og enda fyrir neðan miðju. Vona bara að þeir fari ekki aftur í fýlu 🙂

  Bretarnir eru ekki að gera neitt fyrir mig. Ég þarf nánast að pína mig ef ég ætla að reyna að hlusta á allt lagið. Því miður held ég samt að þetta eigi eftir að lenda frekar ofarlega en ég sé þetta lag ekki vinna.

  Þýska lagið er svolítið töff. Það sem vinnur hins vegar gegn því að það grípur mann kannski ekki alveg við fyrstu hlustun en það venst mjög vel. Ég er hins vegar svolítið hræddur um að Lena (sem er þrátt fyrir allt ekki góð söngkona) eigi eftir að lenda í basli á sviðinu. Mér hefur ekki fundist hún góð á þessum æfingum en það getur batnað. Einnig fatta ég ekki alveg þessa skautahlaupara þarna með henni en þetta á örugglega eftir að enda á topp 10 ef hún syngur þetta skammlaust.

  Spánn finnst mér með alveg ömurlega leiðinlegt lag. Það er alveg sama hversu æfingar ganga vel. Leiðinlegt lag verður enn þá leiðinlegt. Ég spái því í botn 5.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s