Vinir Sjonna í nærmynd: Pálmi

Næstur í röðinni í yfirferð okkar á Vinum Sjonna er Pálmi. Hann er mikill reynslubolti í tónlistarheiminum og því ekki að ástæðulausu sem eurovision.tv kallar hann hinn elsta og vitrasta af þeim félögum 🙂

Pálmi er fæddur í Reykjavík árið 1965 og hóf ungur píanónám. Í menntaskóla var hann duglegur að troða upp og spila á árshátíðum og fleiri skemmtunum. Árið 1984 gekk Pálmi til liðs við blús- og rokksveitina Centaur sem lagði síðan upp laupana árið 1989 en þá stofnaði Pálmi ásamt tveimur félögum sínum úr þeirri sveit hljómsveitina Íslandsvini sem varð þó skammlíf og lognaðist út af árið 1991. Árin 1992 lék Pálmi með sveitinni Cuba Libra en hætti í henni þegar honum bauðst staða hljómborðsleikara í hinni rómuðu sveit Sniglabandinu sem hann hefur verið viðloðandi allar götur síðan.

Ferill Pálma sem hljóðfæraleikara, útsetjara, upptökustjóra, lagahöfundar og söngvara er orðinn ansi langur. Hann hefur einnig starfað sem hljómsveitar- og tónlistarstjóri í útvarpi, sjónvarpi og leikhúsi (hann lék t.d. undir í  vinsæla sjónvarpsþættinum „Það var lagið“), stundað tónlistarkennslu og þar sem hann er afar eftirsóttur undirleikara hefur hann leikið undir hjá ýmsum þekktum listamönnum. Að eigin sögn segir Pálmi þó að Eurovision 2011 sé hátindur ferilsins. Hann bætir þó við að það hafi verið mikilvægt stund fyrir hann þegar hann heyrði í fyrsta sinn lag eftir sjálfan sig spilað í útvarpi.

Pálmi vann mikið með Sjonna heitnum og viljum við hér sérstaklega minnast á tónleikinn Bítl þar sem Sjonni og Jói fluttu Bítlakvöldin sín á Hverfisbarnum í Loftkastalann undir styrkri stjórn Pálma en hann lék einnig með þeim félögum. Einnig var Pálmi með Sjonna í hljómsveitinni Rokki sem þekkt er fyrir lagið Love is You. Pálmi segir einmitt að Júróvisjón í ár fyrir sig kristallist í þessum þremur orðum: LOVE IS YOU!

Allt um Júróvisjón tók Pálma tali og spurði út í Dusseldorf-ævintýrið og Eurovision. Pálmi er Johnny Logan-maður og segir uppáhalds júróvisjónlagið sitt vera What’s another year  frá árinu 1980. Aðspurður um væntingar sínar til Eurovision segir hann að hann vonist eftir að ná sem lengst og bætir svo við að hann hlakki til að komast í gufuna á hótelinu eftir æfingu í dag (föstudag)! 🙂

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s