Júró-nörd dagsins: Stefán Eiríksson

Júró-nörd dagsins er enginn annar en Stefán Eiríksson lögreglustjóri!

1. Hvert telur þú vera besta Júróvísjonlag allra tíma? – Hér er eðli málsins samkvæmt úr fjölmörgum lögum að velja. Ég hef oft verið hrifinn af dönsku lögunum í keppninni og í uppáhaldi hjá mér eru til dæmis Dansevise frá árinu 1963 með hjónunum Grethe og Jörgen Ingmann, Never ever let you go með Rollo & King árið 2001 og Talking to you með Jakob

Sveistrup frá 2005. Þá er ég afar hrifinn af írsku söngkonunni Dönu sem söng All kinds of everything árið 1970. Meðal bestu laganna eru einnig ítölsku lögin Non ho l’eta frá 1964 og Volare frá 1958 og loks Gente di Mare frá árinu 1987. Það ár voru reyndar mörg afar góð og eftirminnileg lög í keppninni. Eigum við ekki að segja að eitt af þessum lögum hér að framan sé besta Júróvisjónlagið.

2. Hvert er uppáhalds lagið þitt í keppninni í ár? – Ég hef því miður ekki haft tíma til aðkynna mér lögin í keppninni, einungis heyrt eitt og eitt á stangli. Úr því verður bætt á allra næstu dögum.

3. Hver er uppáhalds Júróvísjon flytjandinn þinn? Ég held mig við hina írsku Dönu sem söng All kinds of everything árið 1970.

4. Áttu þér einhverjar Júróvísjon hefðir? – Ég og konan mín Helga Snæbjörnsdóttir höfum bæði mikinn áhuga á Júróvisjón og fylgjumst spennt með keppninni á hverju ári. Við héldum í nokkur ár samkvæmi fyrir vini okkar í tengslum við úrslitakeppnina, með öllu tilheyrandi, en það eru nokkur ár síðan við héldum slíkt samkvæmi síðast.

5. Hvenær horfðirðu í fyrsta skipti á Júróvísjon? – Líklega eru það keppnirnar 1978 og 1979 sem ég man fyrst vel eftir og síðan þá hef ég fylgst með hverri keppni.

6. Hver er uppáhalds júróvísjonminningin þín? – Margar, nefni til dæmis afar skemmtilega uppákomu í 35 ára afmæli Hrafnhildar Harðardóttur, hárgreiðslumeistara með meiru. Þar var Júróvisjónþema og allir mættu í Júróvisjóngervi. Við hjónin mættum í gervi Eurobandsins, en helmingur bandsins mætti síðan óvænt í eigin persónu í afmælið eins og sjá má á myndinni sem hér fylgir.

7. Lýstu Júróvísjon í þremur orðum! – Fun, fun, fun eða eins og Stuðmenn orðuðu það: Fönn, fönn, fönn.

Euro-ned of the day is Stefán Eiriksson Chief of Policy in Reykjavík.

1. What is your all time favorite Eurovision song? – Obviously, there are from so many songs to choose. I often like the danish entries and my favorites are f.ex. Dansevise from 1963 performed by the married couple Grethe and Jörgen Ingmann, Never ever let you go performed by Rollo & King in 2001 and Talking to you performed by Jakob Sveistrup from 2005.  I also really like the Irish singer Dana, who sang All kinds of everything in 1970. Among the best ESC song are also the Italian songs, Non ho l’eta from 1964, Volare from 1958 and Gente di Mare from 1987. In fact, there were many good and memorable songs in that year.  Let say that one of  the above mention songs is the best one.

2. What is your favorite song this year? – Unfortunatly I haven’t had time to listen to all the songs yet, I have only heard one here and there. But that will be fixed during the next days.

3. Who is your all time favorite performer? –  I have to Dana from Ireland who sang All kinds of everything in 1970.

4. Do you have any special Eurovision traditions?–  My and me wife, Helga Snæbjörnsdóttir are both big fans of ESC and follow it with excitement every year. For few years we hosted parties, with all the trimmings, for our friends on the night of the final but we haven’t done that for the past years.

5. When did you watch ESC for the first time?  – Pobably the ESC in 1978 or 1979, but those are the ESC I first remember well. Since then I have watch every contest.

6. What is your favorite ESC memory?  – There are many. One is from a birthday party where the theme was Eurovision and all the  guests dressed up in Eurovision outfits. My and me wife we came dressed as Friðrik and Regína in The Euroband. Later that night half of that duo came to the birthday party as seen in the picture above.

7. Describe Eurovision in three words! – Fun fun fun!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s