Yfirferð laga 2011 VIII

Við ljúkum yfirferðinni á lögunum af seinna undankvöldinu með Hvíta-Rússlandi, Lettlandi, Danmörku og Írlandi.

Hvíta-Rússland – I love Belarus í flutningi Anastasiyu Vinnikovu

Eyrún segir: Í gleðikeppninni Eurovision gleymir maður stundum að bakgrunnur þeirra sem syngja og dansa getur verið ærið ólíkur. Jafnvel einræðislegur eins og í tilfelli Hvíta-Rússlands sem er síðasta einræðisríkið sem eftir er í Evrópu (Rúmenar gætu e.t.v. verið ósammála þessari fullyrðingu en látum það liggja á milli hluta). Hvít-Rússar undirstrika einræðistilburði sína í ár með þjóðernisrembingslaginu Ég elska Hvíta-Rússland sem virðist vera sungið á ensku með þykkum hreim. Fyrst var lagið Born in Byelorussia sent inn en það var dæmt ógilt þar sem það hafði verið gefið út áður. Ég hvet ykkur til að kíkja á það lag – það er snilld á hrikalega kaldhæðinn og hallærislegan hátt!! Það var alveg uppáhalds „slæma“ lagið mitt í keppninni! Lagið sem kom í staðinn er ekki eins frábærlega hallærislegt og verður eiginlega bara sorglegur minnisvarði um pólitískan áróður – sem að mínu mati á sér engan stað í Eurovision! En engar áhyggjur, ég held ekki að það komist neitt nálægt úrslitunum!

Besta línan í laginu er klárlega: „The sky is blue and I’m writing a new song/saying that I’m free, friendly and young“ (!!!)

Hildur segir: Ég veit eiginlega ekki hvað skal segja um þennan ástaróð til heimalandsins. Ég er hjartanlega sammála Eyrúnu um að lagið, Born in Byelorussia, sem upphaflega var sent inn,  er snilld á kaldhæðinn og hallræislegan hátt og náði að fara yfir strikið í hallræisleika og verða frábært! I love Belrus er hins vegar langt frá því að ná sömu hæðum og er eiginlega bara sorglegt. Algjörlega gegn vilja mínum fæ ég þó þetta lag reglulega á heilann svo það er eitthvað minnistætt við það. Þrátt fyrir það held ég og vona að Hvít-Rússar komist ekki áfram!

Lettland – Angel in Disguise í flutningi Musiqq

Eyrún segir: Lettar senda ljúft hip/hop/popp-lag með tveimur ungum mönnum, Marats og Emilssem verður að segjast að er sláandi líkur Matta Matt 🙂 Stuttur rappkafli er reyndar í laginu en er ekki nærri eins slæmur og úr karakter og rappið í gríska eða georgíska laginu. Hins vegar er þetta alls ekkert vinningslag heldur það sem ég kýs að kalla ungmennafélagslag, sem er meira með til að taka þátt! Efast um að þeir fari áfram þrátt fyrir að þeir verði ábyggilega stílíseraðir og fínir á sviðinu.

Hildur segir:  Þetta er voða útvarpsvænt og huggulegt lag sem Lettar bjóða upp á í ár  og þeir félagar verða örugglega voða huggulegir á sviðinu. Fyrst þegar ég heyrði það fannst mér það svo sem ekkert en við lagið hefur vaxið nokkuð við frekar hlustun og ég hleyp ekki yfir það á mp3 spilaranum mínum eins og mörg önnur lög í þessari keppni. Eins og skýrt hefur komið fram í yfirferð okkar um Georgíu og Grikkland þá er ég lítill aðdáandi þess að planda saman rappi og poppi/rokki. Í þessu lagi virðist það þó passa einhvern vegin betur en í hinum tveimur lögunum og ég sætti mig fullkomlega við það! Ég held barasta að  Ungmennafélagsandinn já eða Vinnuskólaandinn (aðalmálið að vera með ekki vinna!) í laginu eigi eftir koma þeim áfram eða að minnsta kosti að þeir verði í samkeppni við Danmörku um að komast áfram.

Danmörk – New Tomorrow í flutningi A friend in London

Eyrún segir: Þá eru það Danirnir. Bandið A friend in London spilar indie-rokk/popp og lagið er mjög „danskt“, norrænt schlager-popp. Á án efa eftir að höfða vel til Íslendinga eins og flest dönsk lög í Eurovision. Mér finnst lagið ágætt og sviðsframkoma strákanna stórskemmtileg og á von á því að þeir líti nýjan dag í úrslitunum!

Hildur segir: Danir bjóða okkur upp á hugglegt rokkað popplag sem verður að teljast afskaplega norrænt og á án eftir að fá helling af stigum frá Norðulöndunum ef það kemst áfram í úrslitin. Lagið er kunnulegt og einhverjar sögusagnir hafa verið um að lagið sé stolið en svoleiðis sögur eru alltaf í Eurovision og oft um mörg lög en enn hefur ekkert lag síðustu árið verið dæmt úr keppni fyrir það að vera stolið. Mér finnst lagið ofsalega skemmtilegt (kannski af því það er kunnulegt!) en spái því að ef Danir komast áfram í úrsltin þá munu þeir ekki neinar gloríur það svona svipað og gerðist með hina sænsku sveit Ark árið 2007.

Írland – Lipstick í flutningi Jedward

Eyrún segir: Klárlega Skelfing eða snilld Eurovision-keppninnar 2011! Eineggja tvíburarnir nr. 2 í keppninni, John og Edwardeða Jedward eins og þeir kalla sig, tóku þátt í breska X-factor árið 2009. Þeir hafa verið stjörnur í heimalandinu eftir það og með markvissri kynningarherferð ætla þeir sannarlega að leggja Evrópu undir sig í Eurovision í ár. Lagið var mjög vandlega valið af írska ríkissjónvarpinu (eins og við höfum fjallað um hér áður) og hljómar eins og Britney/Lady GaGa/o.s.frv. … Þeir völdu sjálfir að fá að loka kvöldinu með því að stíga síðastir á svið og sviðsframkoman verður væntanlega lífleg… enda eru þeir þekktir fyrir fátt annað en hressileika og stuð! Sjáum svo til hvort þeir komast áfram í úrslitin – írska þjóðin bíður í ofvæni eftir því að ná aftur fornri frægð í Eurovision en það er spurning hvort Jedward nái því, frekar en kalkúnninn Dustin!

Hildur segir: Skelfin eða snilld? Það er sannarlega spurning! Þessir eineggja tvíburar hafa náð gríðarlegum vinsældum þrátt fyrir að virðast ekki geta haldið einum tón réttum þegar þeir syngja live! Lagið þeirra er nú engin gæðasmíð en er mjög mikið heilalím og það eru ófáir morgnar undanfarið sem ég hef ekki vaknað með þetta lag á heilanum! Sviðsframkoma þeirra bræðra verður þó án efa lífleg og skemmtileg og ég held barasta að hér munu hún vega meira en góður söngur eða gott lag og Jedward fari því í úrslitin!

Auglýsingar

Ein athugasemd við “Yfirferð laga 2011 VIII

  1. Þröstur skrifar:

    Hvíta Rússland: Lélegt lag, hallærislegur þjóðarrembingur. Ekki séns að þetta komist áfram.

    Lettland: Þetta er svolítið skrýtið lag. Mér finnst eiginlega hundleiðinlegt að hlusta á það í tölvunni en svo einhvern veginn þegar þetta er komið á sviðið þá bara fúnkerar þetta alveg. Auðvitað mættu þeir alveg sleppa þessum rappkafla hjá Elvis Costello jr. en ég er sammála því að hann er ekki jafnpirrandi og í öðrum lögum. Þetta verður svona á mörkunum en gæti alveg komist upp úr forkeppninni en gerir væntanlega ekki miklar rósir í lokakeppninni.

    Danmörk: Þrusuflott popp/rokk-lag. Klárlega besta lagið í keppninni sem er í þessum stíl og ég geri ráð fyrir að það eigi eftir að fá fullt af stigum og örugglega 12 frá Íslandi. Ég geri ráð fyrir Danmörku í topp 5.

    Írland: Ég veit ekki alveg hvað mér á að finnast um þetta lag. Ég er sammála því að þetta er eiginlega svona algert „love or hate“-lag en ég enda oft í því að skilja báðar fylkingar og skipa mér svona einhvers staðar á hlutlausa svæðið. Mér finnst tvíburarnir mjög skemmtilegir en þeir geta náttúrulega ekki sungið fyrir fimm aura en það skiptir svo sem ekki öllu máli í þessu lagi. Þetta meira svona um performansið og hressleika á sviðinu. Mér finnst bara vanta eitthvað aðeins upp á lagið og textann reyndar líka til að grípa mig alveg. Þetta á alveg pottþétt eftir að komast upp úr riðlinum en ég á ekki von á að þetta komist í toppbaráttu á lokakvöldinu. Gæti endað á bilinu 10.-15. sæti.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s