Júrónörd dagsins: Siggi Gunn

Júrónörd dagsins er Sigurður Þorri Gunnarsson, eða Siggi Gunn eins og hann er kallaður, útvarpsmaður á Kananum.

1. Hvert telur þú vera besta Júróvísjonlag allra tíma? Úff! Þetta er erfitt val og það koma mörg lög upp í hugann, maður á helst ekki að gera upp á milli barnanna sinna en ætli ég taki ekki framlag Svía árið 2000. Það var skemmtilega öðruvísi og ég var einmitt að finna keppnina 2000 á VHS hér heima og horfði á hana, keppnin 2000 er ein af mínum uppáhalds – Svíarnir kunna þetta! En að laginu, það heitir When Spirits are Calling My Name, það var Roger Pontare sem flutti lagið. Mér finnst eitthvað heillandi við lagið, kemur þarna gamall Sama-kall og tekur sóló og það er bara allt að gerast! Lagið lenti í 7. sæti með 88. stig Þetta lag er allavegna á Top 10 yfir mín uppáhalds! En þetta er erfitt val! Dana International, Gena G, Olsen Brothers, Ketil Stokkan o.fl. eru á listanum! Þyrfti helst að vera með fastan lið á þessari í síðu, „uppáhalds lagið hans Sigga!“ hahaha

2. Hvert er uppáhalds lagið þitt í keppninni í ár? Þar sem ég er mikill Breti í mér segi ég að strákarnir í Blue með lagið I Can séu með það besta! Ég vil a.m.k. að þeir taki þetta í ár, hver vill ekki fara til London 2012? 🙂 Annars er ég hrifinn af finnska laginu með Paradise Oskar og Da Dam Dam, svo er Dino Merlin frá Bosníu flottur. „Stolna“ trommu beatið í sænskalaginu er líka geðveikt, en söngvarinn er bara svo leiðinlegur!

3. Hver er uppáhalds Júróvísjon flytjandinn þinn? Það slær ENGINN út hinn þýska Guildo Horn sem tók þátt árið 1998 fyrir Þýskaland! Hann hljóp um allt sviðið organdi, hringdi bjöllum, klifarði upp sviðið og ég veit ekki hvað og hvað! Man alltaf eftir þessum flytjanda! En að öllu gríni slepptu þá eru t.d. Olsen Brothers ofarlega á lista ásamt Jóhönnu Guðrúnu, að sjálfsögðu!

4. Áttu þér einhverjar Júróvísjon hefðir? Þetta er fjölskyldu tími! Setjast niður með fjölskyldunni, borða eitthvað gott og fylgjast með! Mér er oft boðið í stór eurovision partý en ég er svo mikið nörd að ég verð að fá að horfa á þetta í friði! hahahaha (hljóma eins og leiðinlegasti maður á jarðríki, ég veit!!)

5. Hvenær horfðiru í fyrsta skipti á Júróvísjon? Fyrsta minningin er Víkingaskipið sem var uppistaðan í sviðsmyndinni í Malmö 1992 en fyrsta alvöru keppnin er 1997 í Dublin þegar Páll Óskar tók þátt fyrir okkar hönd! Milljón túbusjónvörp í sviðsmyndinni, Ronan Keating að kynna og Katarina and the waves sigruðu!

6. Hver er eftirminnlegasta júróvísjonminningin þín? Að missa það yfir stigagjöfinni árið 1999 (er ekki enn kominn yfir það að við unnum ekki). Hinsvegar mun væntanlega ekkert slá út að hafa farið út til Noregs í fyrra og missa það í höllinni þegar Hera komst áfram og rekast á Alexander Rybak í lobbýinu á SAS hótelinu (var ekki með neina lífverði eða neitt!).


7. Lýstu Júróvísjon í þremur orðum. Ofboðslega gríðarlega gaman!

Euro-nerd of day is Siggi Gunn, local radio spokesman for the radio station Kaninn in Reykjavík.

1. What is your all time favorite Eurovision song?– Phuff, a tough choice and many that come to mind. I would have to say Sweden in the year 2000, Roger Pontare with the song When the Spirits are calling my name. Very different and fun, I thought it was something charming about it but it placed at 7th and got 88 points. It’s at least at my top 10 but then there are Dana International, Gina G, Olsen brothers and Ketil Stokkan on that list!

2. What is your favorite song this year? – Since I’m really british in spirit I’m going to say that Blue takes the stand with I can, who wouldn’t like to go to London in 2012? I also like Finland, Bosnia and the drums in the Swedish song!

3. Who is your all time favorite performer? – No one can beat the German Guildo Horn from 1998 who ran across the stage and climb up a rail and everything. I will always remember it. The Olsen Brothers and Yohanna are memorable too!

4. Do you have any special Eurovision traditions?  – I think that Eurovision is family time, you sit down with the family and eat a good meal and watch television. I often get invited to big parties on Eurovision but I’m such a nerd that I would like to watch it in peace and quiet 🙂

5. When did you watch ESC for the first time? – I can remember the Viking ship that was the stage in Malmö 1992 but first real contest was in 1997 in Dublin when Paul Oscar compeeted for Iceland.

6. What is your favorite ESC memory? – Going crazy over the voting in 1999. But nothing will beat going to Norway last year and partying in the Arena when Hera Bjork qualified for the final! I also ran into Alexander Rybak at the lobby in the SAS hotel, without body guards and everything!

7. Describe Eurovision in three words! Hechtily ferouciously fun!

Auglýsingar

Ein athugasemd við “Júrónörd dagsins: Siggi Gunn

  1. Heiða Lind skrifar:

    Ég hef líka hitt Alexander Rybak, en það var hér á Íslandi, eftir Jólagesti Björgvins í Laugardalshöll 😉 Hann er alveg eins og ég ímyndaði mér, rosa nice og krúttlegur 😀

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s