Önnur æfing Vina Sjonna og fleira slúður!

Önnur æfing strákanna var nú í morgun og gekk prýðisvel. Hérna má sjá video frá henni:

Eftir velheppnaða æfingu var haldinn blaðamannafundur. Þar sló íslenski hópurinn aldeilis í gegn með stórkostlegri (og vel æfðri) Júró-syrpu, þar sem þau sungu m.a. Wild Dances, In My Dreams, Save your Kisses for me, Gente di mare (með íslenskum texta Gunna Óla) og Never Let you go  með Rollo & King þar sem Þórunn ekkja Sjonna söng með eins og fagmaður! Bestur rómur var þó gerður að þýsku lögunum í syrpunni Satellite og Lass Die Sonne in Dein Hertz sem þýsku blaðamennirnir og aðrir kunnu greinilega að meta!

Hérna er linkur á þennan fína flutning hópsins!

(via OGAE Rest of the World)

Eitthvað hefur stóra LED-skjáferlíkið við sviðið borist í tal hjá fólki úti í Þýskalandi og ekki allir á eitt sáttir með mótívin sem spiluð eru fyrir aftan Vini Sjonna þegar þeir eru að spila. Sumum finnst þetta helst líkjast laufabrauðsútskurði – en er það ekki bara viðeigandi og íslenskt??

Annað fréttnæmt úr Júró-landi er að kynningarpartíin eru í fullum gangi. Eins og í fyrra virðast þessi nýjustu lönd í keppninni vera duglegust að bjóða upp á frítt áfengi og skemmtun á kvöldin og það hefur borist okkur til eyrna að georgíska sem og moldóvska partíið hafi verið stórskemmtileg! Margar af Eurovision-stjörnunum mæta í þessi partí og fá að stíga á stokk og syngja sín framlög – sem kemur þeim auðvitað líka á framfæri, og kostar mun minna 😉

Sumir leggja meira á sig en aðrir og útbúa meira að segja kynningarvideo af sér að mæta í partíið!

Auglýsingar

Ein athugasemd við “Önnur æfing Vina Sjonna og fleira slúður!

  1. Þröstur skrifar:

    Ég skil þessar áhyggjur af bakgrunninum, finnst hann ekki alveg nógu góður. Kannski af því að maður er að reyna að bera hann saman við bakgrunninn sem var fyrir aftan Jóhönnu Guðrúnu 2009 sem var alveg hrikalega flottur.

    Þetta prómó vídeó frá Azerbaijan er alger snilld. Að detta þetta í hug 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s