Vinir Sjonna í nærmynd: Matti

Næstur af Vinum Sjonna er Matthías Matthíasson eða Matti eins og hann er betur þekktur sem. Matti er sá eini sem verður hljóðfærislaus á sviðinu í Düssedorf og samkvæmt frétt eurovision.tv er ávallt stutt í húmorinn hjá Matta.

Matti er fæddur á Akureyri en ólst upp á Dalvík fram að unglingsárum en þá flutti hann til Reykjavíkur. Aðspurður segist Matti þó vera frá Dalvík þrátt fyrir að hafa eytt meirihluta ævi sinnar í höfuðborginni og nágrenni.

Þrátt fyrir að Matti sé að fara í fyrsta skipti út að keppa í Júróvísjon þá er hann langt frá því að vera ókunnugur Söngvakeppni Sjónvarpsins. Matti hefur oft á síðustu árum tekið þátt í keppninni og söng til að mynda hið umdeilda lag, Eldgos, í keppninni í ár. Árið 2010 söng hann lagið Out of sight eftir félaga sinn og nafna Matthías Stefánsson og árin þar á undann steig hann nokkuð reglulega á svið í keppninni.  húsin hafa augu 2007, sést þa ðekki á mér 2006

Mynd: visir.is

Mynd: visir.is

Matti er þó líklega þekktastur fyrir að vera söngvar hljómsveitarinnar Paparnir en þeir hafa verið gríðarlega vinsælir síðastliðin ár. Paparnir eru þó alls ekki eina hljómsveitin sem Matti hefur verið viðloðin við. Hann hefur sungið með fjölda annarra hljómsveita þar á meðal Buffinu, Reggie on Ice og Dúndurfréttum. Síðastnefnda sveitin spilar einkum lög þekktar rokksveitir á borði við Led Zepplin, Deep Purple og Pink Floyd. Dúndurfréttir stóðu fyrir tónleikum með Sinfóníuhljómsveit Íslands þar sem The Wall með Pink Floyd var flutt fyrir troðfullri Laugardalshöll í tvígang. Matti segir þessa tónleika vera eitt af því allra eftirminnilegasta á ferli sínum og bætti við að þegar mest lét voru hátt í 100 manns á sviðinu að flytja þetta meistarverk.

Auk þess að syngja með þessum hljómsveitum hefur Matti sungið inn á fjölda hljómplatana og tekið þátt í söngleikjum. Matti hefur gefið út  eina sólóplötu og ber hún nafnið Ólýsanlegt. Þar er að finna lög eftir ýmsa höfunda, þar á meðal Hreim Heimisson.

Aðspurður um sitt uppáhalds Júróvísjonalag segir Matti það vera ítalska slagarann Gente de Mare frá árinu 1987 og bætir við að júróvísjon sé athyglisverð, spennandi og skrítin keppni. Matti segist hlakka mest til þess að eiga góðar stundir með góðum vinum í Düsseldorf og standa á hinu geggjaða sviði í höllinni fyrir framan milljónir áhorfenda. Hann gerir væntingar um að tíminn í Düsseldorf verði skemmtilegur og að hópurinn eigi eftir að gera alla Íslendinga stolta.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s