Æfingaferlið í Düsseldorf

Æfingar á sviðinu í Düsseldorf hófust á sunnudaginn. Pólverjar voru fyrstir á svið og voru mættir fyrir allar aldir í höllina, a.m.k. miðað við að það var sunnudagur! Æfingarnar fara fram í  þeirri röð sem löndin koma fram, þannig að fyrst æfa löndin sem keppa á fyrra undanúrslitakvöldinu og í kjölfarið þau sem keppa á seinna kvöldinu og loks stóru löndin fimm sem komast beint á úrslitakvöldið.  Við lok æfingar hjá hverju landi fyrir sig er svo haldinn blaðamannfundur.

Rennsli fyrstu æfinga lauk í gær og í dag hófst annað rennsli allra landanna sem keppa á undankvöldunum. Með því að fylgjast með æfingunum má sjá betur við hverju er að búast á keppniskvöldunum sjálfum. Eins og vera ber gengu æfingar mjög misjafnlega. Mesta athygli vekja oftast æfingar umtöluðustu atriðanna og því er ekki úr vegi að líta á æfingar nokkurra þjóða!

Byrjum strákunum okkar í Vinum Sjonna! Þeir æfðu á mánudaginn og að sögn tókst æfingin vel. Það var umtalað hvað strákarnir voru afslappaðir á sviðinu. Vefurinn ESCtoday velti því fyrir sér hvort lagið stæði ekki bara vel eitt og sér; einlægni þess og boðskapur gætu alveg náð heim í stofu til fólks þrátt fyrir að það hefði ekki hugmynd um sögu lagsins. Eins telja þrír írskir bloggarar það víst að strákarnir fari áfram eftir að þeir sáu æfinguna.  Blaðamannafundurinn sem var haldinn í kjölfarið gekk vel og sungu strákarnir og Þórunn Clausen bæði Coming home og Waterslide en Hreimur söng laglínuna. Þeir eiga svo aðra stóra æfingu á morgun, föstudag – sem við reynum að fylgjast með!

Hér má sjá myndband af fyrstu æfingunni hjá strákunum og einnig myndband af blaðamannafundinum.

(via esckaz.com)

Eric Saade og framlag hans Popular er meira en lítið umtalað. Fólk annaðhvort elskar það eða hatar. Sögusagnir hafa verið um að lagið sé stolið auk þess sem Páll Óskar benti á það í þætti sínum Alla leið á laugardaginn var að trommusólóið (innskot AUJ: sem gerir mjög mikið fyrir lagið!) sé hreinlega bara tekið úr þekktu Boney M-lagi. Auk þess hafa verið sögusagnir um að dansinn sé stolinn frá Rússum! Hvað sem öllu þessu líður þá er Eric kominn til Düssedorf og búinn að æfa einu sinni! Eric mun vera með þrjá dansara með sér á sviðinu og tvær bakraddir auk þess sem dansaranri syngja líka og glerbúrið fræga verður með í för á sviðinu. Sagt er að Eric þjáist af hálsbólgu og hafi það verið ástæðan fyrir umtalaðri slæmri fyrstu æfingu hjá honum. Það verður spennandi að sjá hvort Eric og félögum tekst að gera allt sem til er ætlast og gera Svía svo stolta á úrslitakvöldinu með að komast langt í keppninni.

Hér má sjá video af fyrstu æfingunni!

Írsku drengirnir Jedward hafa látið mikið á sér bera og sagan segir að einkalimmosína Lenu hafi sótt þá á flugvöllinn! Þeir hoppa og skoppa um sviðið en láta fjórar bakraddir um mesta sönginn:

Noregur býður upp á atriði svipað því sem við sáum í undankeppninni heima fyrir, Stella jafnvel í svipuðum kjól.

Dívan Dana International hefur ákveðið að æfa ekki í búningum og mætti á sviðið í gallabuxum með sólgleraugu. Mikið hæp er í kringum kjólinn hennar en annars er atriðið án tilþrifa, hún hreyfir mjaðmir og syngur.

Rússinn Alexej setur mikið í sitt atriði og fer meira að segja heljarstökk af lágum palli – sem á vonandi eftir að heppnast hjá honum á lokakvöldinu. Hann hefur líka stóra skjái á sviðinu, og hefur komið bakröddunum haganlega fyrir þar á bak við!

Á Youtube síðu Eurovision.tv. má svo sjá video af öllum æfingum og á http://www.eurovision.tv er fjallað um allar æfingarnar. Á vefsíðunni ESCtoday er einnig að finna video af öllum æfingum og allmörgum blaðamannafundum auk umfjallana um æfingarnar!

http://www.eurovision.tv/page/press/photo-downloads?gal=31443&type=Press

http://www.eurovision.tv/page/press

Auglýsingar

Ein athugasemd við “Æfingaferlið í Düsseldorf

  1. Þröstur skrifar:

    Önnur æfing virðist hafa gengið vel hjá strákunum núna í morgun http://www.youtube.com/user/escdaily#p/u/5/q5-Bbml7JLg og svo virðast þeir einnig hafa slegið rækilega í gegna á blaðamannafundinum í kjölfarið þar sem þeir syngja alveg magnaða júróvision-syrpu. Mæli eindregið með því að menn kíki á þetta http://www.youtube.com/user/escdaily#p/u/2/IiGWOzV5ZcY. Sérstaklega gaman að því að sjá hvernig blaðamennirnir lifna við þegar þeir taka Lass die Sonne in dein Herz.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s