Yfirferð laga 2011 VII

Áfram heldur yfirferðin á seinna undankvöldinu – næst eru Makedónía, Ísrael, Slóvenía, Rúmenía og Eistland.

Makedónía – Rusinka í flutningi Vlatko Ilievski

Eyrún segir: Úff úff úff. Eitt af slökustu lögunum í keppninni – lag sem ekki er hægt að setja undir neinn hatt tónlistarlega heldur er samsuða og merkilega leiðinleg. Söngvarinn er víst voðalegt hönk í heimalandinu og syngur með rifinni rokkrödd en nær sannarlega ekki að heilla mig. Býst fastlega við að Makedónía sitji eftir eins og undanfarin þrjú ár!

Hildur segir:  Ég held að það verði mikið poppað á seinna undanúrslita kvöldinu í ár því hvert leiðinlega lagið rekuð annað. Þetta er þó með allra leiðinlegustu lögunum í keppninni í ár og er allt of mikið allskonar til að maður nenni að hlusta. Spái því að Makedónar komist ekki áfram og lendi raunar frekar neðarlega á undanúrslitakvöldinu.

Ísrael – Ding Dong í flutningi Dönu International

Eyrún segir: Í fyrra sneri gamall sigurvegari, Niamh Kavanagh aftur en hafði ekki erindi sem erfiði. Í ár snýr engin önnur en Dana International aftur með nýtt lag úr smiðju sinni, Ding Dong (hvaðan það kemur hef ég ekki hugmynd en skil svo sem lítið í textanum því að hann er meira og minna á hebresku). Þegar ég heyrði lagið í live-flutningi fannst mér það nú ekki tilkomumikið en það hefur batnað mikið með nýrri hljóðblöndun. Þetta verður fínasta skemmtun á sviðinu og verandi gamall sigurvegari kemst hún Dana mín nú áfram en gerir engar gloríur í úrslitunum!

Hildur segir: Dana International er heimsfræg í Júróvísjon og er því mikill spenningur yfir því að fá hana aftur til þátttöku. Lagið sem hún flytur í ár er anski ólíkt sigurlagi hennar frá 1998 en hún hefur lítið breyst á þessum 13 árum. Fyrst þegar ég heyrði lagið fannst mér það afskaplega leiðinlegt en eftir að hafa hlustað á það nokkrum sinnum þá venst það ágætlega. Sökum þess hve gríðarlega vinsæla Dana er í aðdáendasamfélagi keppnina og áðdáendur virðast kjósa í meira mæli í á undanúrslitakvöldunum en almenningur þá er ég spái ég Dönu áfram í úrslitin.

Slóvenía – No One í flutningi Maju Keuc

Eyrún segir: Slóvenar senda ágætis söngkonu sem er tvífari hinnar nýju bresku hertogaynju, Kate Middleton. Hún syngur melódramatískt popp og kemst ágætlega frá því. Ég vona að hún skilji þessa dansara eftir heima því að þeir lærðu greinilega danssporin af Kornfleks-pakka! Ég held nú ekki að Slóvenía sé á leiðinni í úrslitin með þetta lag en það gæti þó komið á óvart á sviðinu.

Hildur segir:  Þegar hér er komið við sögu í keppninni er ég orðin hrikalega leið á litlausum ballöðum sem aldrei ná neinu almennilegu flugi. Þessi ballaða bíður ekki upp á neitt nýtt og er álíka litlaus og leiðinleg og flestar aðrar ballöður í keppninni. Það væri ekki nema að eitthvað frábært gerist á sviðinu að þetta lag fari áfram en ég held að þeir komist ekki í úrslitin.

Rúmenía – Change í flutningi Hotel FM

Eyrún segir: Það er norrænn blær yfir framlagi Rúmena í ár og einhver schlager-bragur á laginu. Kannski er það markmiðið að ná til okkar Norðanfólksins – og það tekst örugglega. Þetta er nokkuð ljúft lag og eftirminnilegt og ég held að það þurfi meiriháttar sviðs-flopp til að þetta komist ekki áfram í úrslitin. Rúmenar hafa oft náð að veðja á góðar melódíur og við skulum ekki gleyma eldinum og glæra flyglinum frá því í fyrra sem skilaði þeim 4. sæti!

Hildur segir:  Ég er sífellt að skipta um skoðun á þessu lagi. Einn daginn finnst mér það hundleiðinlegt og næsta dag finnst mér það allveg hreint fínt bara, það verður þó aldrei frábært. Söngstíll söngvarans minnir mig á Kristján Gíslason og ef ég vissi ekki betur þá héldi ég bara að þetta væri nýtt lag með honum! Af því að mér fannst lagið alveg fínt þegar ég hlustaði á það síðast og ég verð að spá einhverju áfram úr þessari undankeppni þá spái ég því að Rúmenar fari áfram í úrslitin en endi neðarlega þar.

Eistland – Rockefeller Street í flutningi Getter Jani

Eyrún segir: Lagið frá Eistlandi er í topp fimm í veðbönkum og hjá aðdáendum og það kom mér satt að segja á óvart! En lagið er nokkuð pottþétt júró-popp sem gengur vel í alla og söngkonan er fín og flott með sítt hár og í litríkum fötum. Er þetta formúlan að sigurlaginu í ár? Ég hef reyndar heyrt marga spá því að þetta lag verði floppið í ár, mestar væntingar til þess sem síðan skila sér engan veginn í kosningunni… Lagið er allavega nokkuð hresst og skemmtilegt og ég væri alveg til í að sjá Eista fara áfram í úrslitin!

Hildur segir: Það eru miklar væntingar til þessa framlags og það kemur mér lítið á óvart enda er þetta lag eilítið öðurvísi en önnur júrópopp lögin í ár, kannski á einhvern hátt nútímalegra en hinir poppslagarnir og með nettum leikhúsfíling í upphafi. Ef sviðsetning verður góð , búningarnir skemmtilegir og myndatakan ekki of hröð svo það rugli áhorfandann þá verður  Getter í harðir samkeppni við hinn sænska Eric Saade um toppsætið í þessri undankeppni og verður án efa í toppslagnum í úrslitunum. 

Auglýsingar

6 athugasemdir við “Yfirferð laga 2011 VII

 1. maggi skrifar:

  Fannst þetta Eistneska lag fínt…Er svona make it eða total flopp..held að það verði ekkert þar á milli..Þoli ekki sænska lagið..Svíar ná alltaf að fara í pirrurnar á mér..Ekki sterkur svöngvari..fer langt á því að brjóta rúðurnar…En hver sópar þetta af sviðinu???

 2. Doddi Jónsson skrifar:

  Kannski er ég svona skrítinn en mér finnst Slóvenía fá alveg ótrúlega „ósanngjarna“ umfjöllun. Burtséð frá þessum dönsurum í slóvensku sjónvarpi, þá hefur maður séð upptöku af fyrstu æfingu Slóvena og þar er röddin pottþétt hjá söngkonunni og mig minnir að bakraddirnar séu fjórar söngkonur. Einnig komið út flott myndband þar sem söngkonan gengur í gegnum skóg á dulúðlegan hátt með hina og þessa góðu dansara 🙂

  En það er galdurinn við Júró … uppáhaldið mitt í ár er engan veginn að ná til flestra heyrist mér. En ég mun … já, ég mun 🙂 hrópa húrra fyrir mér og Slóveníu þegar tilkynnt verður að það komist áfram 🙂 Eistland og Rúmenía gera það líka.

 3. Þröstur skrifar:

  Makedónía: Alveg glatað popplag. Makedóníu syndrome-ið mun væntanlega ekki ná í gegn í ár.

  Ísrael: Illa sungið klisjupopp er ekki að heilla mig og því er Dana International ekkert að gera fyrir mig í ár. Hún er samt stórstjarna og gæti því alveg komist áfram en ég vona ekki. Hún verður einhvers staðar á grensunni og gæti fallið hvorum megin við mörkin.

  Slóvenía: Það er ótrúlegt með Slóveníu, það er alveg sama þó þeir sendi þrusulag 2005: http://www.youtube.com/watch?v=_lYbxZvklJ8 þá sat það eftir. Þeir kjósa alltaf sínar vinaþjóðir (Serbíu, Króatíu, Bosníu & co.) en fá aldrei neitt til baka. Mér finnst þetta lag alveg ágætt, ekkert spes en alveg allt í lagi þó að þessar R&B slaufur í lokin pirri mig svolítið. Ég á þó ekki von á því að þetta komist áfram þó að eflaust eigi lagið það alveg skilið.

  Rúmenía: Þetta er alveg allt í lagi popplag. Ekkert að gera neinar rosa gloríur en það er margt verra í keppninni en þetta. Rúmenía á líka innflytjendur um alla Evrópu og fær því oft slatta af atkvæðum frá hinum ýmsu þjóðum út á það, fær til að mynda oft 12 stig frá Spáni. Ég á því von á að þetta fljúgi nokkuð örugglega inn í úrslitin og endi þar svona rétt fyrir ofan miðju.

  Eistland: Þetta er nú með betri popplögunum í keppninni í ár. Finnst það bara svolítið skemmtilegt þó það sé kannski frekar einfalt og kannski smá barnalegt. Textinn fer samt svolítið í mínar fínustu. Það hefur sjaldan gefið góða lukku að syngja um einhverjar staðsetningar fyrir utan Evrópu. Svíar hafa floppað með Las Vegas og Norðmenn með San Francisco. Ég á þó von á því að þetta fljúgi inn í úrslitin og ef hún getur sungið þetta vel kemur þetta örugglega til með að vera í toppbaráttunni. Mér finnst hún Getter sam vera svolítið sjeikí.

 4. Heiða Lind skrifar:

  Mér finnst Makedónía, Rúmenía og Ísrael bara leiðinleg lög, þau gera ekkert fyrir mig. Ég hef aldrei verið rosa hrifin af Dana International og hún syngur ekkert rosa vel live, og mér fannst Diva aldrei neitt spes en það er bara hátið miðað við Ding Dong! Eistland gerir ekkert rosa mikið fyrir mig heldur, en það er samt skárra en hin, þó mér finnist það alls ekki eiga skilið þessa rosa góðu dóma sem það er búið að fá. Mér finnst Slóvenía hins vegar alveg ágætt og best af þessum, það hjálpar líka að hún er þrusugóð söngkona. Fyrir utan að myndbandið við lagið heillar kannski Twilight aðdáendur, þar sem það var greinilega gert í anda Twilight 🙂 (Ef maður er ekki alveg viss þá fær maður staðfestingu í endanum!)

 5. Pálína skrifar:

  Er sammála Eyrúnu um að það kom mér á óvart hvað Eistland er að fá góða dóma…

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s