Yfirferð laga 2011 VI

Áfram heldur yfirferðin okkar yfir lögin á síðara undankvöldinu. Nú eru það Úkraína, Moldóva, Svíþjóð, Kýpur og Búlgaría.

Úkraína – Angel í flutningi Miku Newton

Eyrún segir: Undanfarið hefur Úkraína átt í mesta basli með að velja sér framlag. Í fyrra voru raddirnar háværar um svindl og svínarí og var laginu skipt út á síðustu stundu. Í ár var haldin undankeppni þar sem nokkrum lögum var vísað úr keppninni. Á endanum var Mika Newton valin með lagið Angel með hjálp dómnefndar, SMS-kosningar og netkosningar. Upp komst sá kvittur að fiktað hefði verið við SMS-kosninguna af ríkissjónvarpinu sem varð til þess að atkvæðin í SMS-kosningunni voru talin aftur í beinni útsendingu. En Mika komst þó til Dusseldorf á endanum og syngur um engla á stóra sviðinu. Hvort hún syngur til sigurs er ekki gott að segja en ég held að það sé nokkuð öruggt að hún fer áfram upp úr undankeppninni.

Hildur segir: Úkraína hefur átt afskaplega góðu gengi að fagna í júróvísjon síðan hún hóf keppni. Lengi vel mátti bóka að frá Úkraínu kæmi smelli júrópopplag sungið af mikilli kvennbombu með tilheyrandi sjói. Það breyttist þó í fyrra en það hafði enginn áhrif á gott gengi þeirra. Í ár bjóða þeir upp á frekar flatt popplag sem maður verður bara frekar þreyttur á að hlusta á. Það breytir þó engu um það að Úkraína kemst örugglega áfram í úrslitin.

Moldóva – So Lucky í flutningi Zdob si Zdub

Eyrún segir: Moldavarnir sem voru með ömmuna með trumbuna árið 2005, mæta nú aftur til leiks með afskaplega svipað lag, svona næntís-amerískt popprokk. Núna hafa þeir reyndar enga ömmu en í viðlaginu er spilað á etníska austur-evrópska/balkanflautu sem gerir merkilega mikið fyrir annars flatt lag. Það kæmi mér á óvart að þetta lag færi áfram en þeir koma reyndar á eftir rólegu lagi og það gæti hjálpað.

Hildur segir: Ég var ekki sérlega mikill áðdáandi Zdob si Zdub þegar þeir tóku þátt árið 2005 og skortur minn áhuga á sveitinni var staðfestur þegar ég heyrði framlag þeirra í ár, So Lucky. Lagið er frekar flatt bara með frekar pirrandi trommutakti. Þrátt fyrir að lagið sé ekki upp á marga fiska þá má bóka að sviðsframkoman verðir lífleg enda Zdob si Zdub liðar þaulvalnir í þeim efnum. Í ljósi þess að í þessum riðli er ekki mikið um frábær lög þá spái ég því að Moldavar fari áfram í úrslitin.

Svíþjóð – Popular í flutningi Eric Saade

Eyrún segir: Sem stendur er þetta eitt af fimm sigurstranglegustu lögunum samkvæmt veðbönkum og aðdáendum. Eric Saade náði næstum í Eurovision í fyrra með lagið sitt Manboy en varð að sitja eftir heima þegar Svíar sendu Önnu Bergendahl sem floppaði stórkostlega. Í ár ætla þeir því ekki að gera sömu mistök og Eric fer til Dusseldorf til að verða vinsæll/popular. Páll Óskar benti á í Alla leið-þættinum að í upphafi er notast við sampl úr Boney M-laginu Nightflight to Venus – sem verður að teljast frekar á gráu svæði, því að fari þetta lag alla leið í 1. sæti gæti opnast fyrir flóðgáttir framlaga sem byggjast upp á þekktum stefjum úr tónlistarsögunni – jafnvel klassískum lögum! Eric er ekki sterkasti söngvarinn og ef hann lætur taugarnar fara með sig 12. maí er nokkuð víst að Svíar sigra ekki í ár. Ég held þó að þetta lag fljúgi áfram í úrslitin.

Hildur segir: Þegar ég heyrði lagið fyrst flutt í undankeppninni í Svíþjóð vissi ég að Eric yrði fulltrúi Svíja í Düssedorf. Popular er  eitt af mínum uppáhalds lögum í keppninn í ár enda er ég mikill sökker fyrir góðum og vel útsettum júrópopplögum. Lagið hefur allt sem vinningslag í júróvísjon þarf að hafa, sykursætana söngvara, frábæra dansara, hrikalega grípandi viðlag og góða útsetningu. Auk þess bjóða Svíjar upp á frábæra kóreógrafíu sem verður vonandi jafn vel dönsuð og á sviðinu í Globen en öllum dönsurnum nema einum hefur verið skipt út. Það er sannarlega satt að hinn stolni trommutaktur frá Bonny M gerir sérlega mikið fyrir lagið og verður áhugavert hvor Svíjar komast upp með hann. Það hefur verið bennt á að Eric sjálfur sér líklega veikasti hlekkurinn í þessu atriði og hann sé misjafn söngvari. Ég held að hér muni söngurinn ekki skipta eins miklu máli og  í mörgum öðrum tilvikum og Eric fljúga í úrsltin og slást þar um vinningssætið. 

Kýpur – San Aggelos S’Agapisa í flutningi Christos Mylordos

Eyrún segir: Algjörlega óeftirminnileg dramaballaða frá Kýpur sem er olnbogabarn Eurovision að nokkru leyti. Lögin frá Kýpur ná sjaldnast nokkru flugi en í fyrra rétt mörðu þeir það inn í úrslitin en höfnuðu í 21. sæti. Hef ekkert skemmtilegt um þetta lag að segja og ætla því að láta staðar numið.

Hildur segir:  Mér þykir þetta vera hugguleg og falleg ballaða frá Christos og ég nenni alveg að hlusta á hana aftur ólíkt mörgum öðrum ballöðum í þessari keppni. Lagið er lengi af stað en stígandin er góð og um miðbik lagsins fer að örla á balkönskum áhrifum sem líklega eru ástæaðn fyrir því að ég nenni að hlusta áfram. Þrátt fyrir það held ég að lagið eigi ekki mikla möguleika á að komast áfram í úrslit.

Búlgaría – Na Inat í flutningi Poli Genova

Eyrún segir: Búlgarar sem undanfarin ár hafa fremur stólað á house- og teknóskotna tónlist, senda í ár söngkonu sem hljómar eins og Pink og lítur út eins og Robyn. Útkoman er ekkert svakalega spennandi en lagið venst þó ágætlega. Ég held að þetta sé eitt af þeim lögum sem ræðst hvort komist áfram á stemmingunni það kvöldið… gæti floppað en gæti komist áfram. Er þó tæpast að fara að vinna keppnina.

Hildur segir:  PRP (Poli Robyn Pink eins og ég kýs að kalla hana) flytur okkur popplag í rokkaðari kantinum sem greip mig gersamlega við fyrstu hlustun. Hvað það er við lagið sem heillar mig svo hef ég ekki hugmynd um, mér finnst það bara skemmtilegt og ekki skemmir fyrir að það er flutt á búlgörsku en slavnesk mál hljóma í mín eyru afskaplega vel sungin. PRP er þekkti í heimalandi sínu og hefur gert það gott en það er þó enginn trygging fyrir góðu gengi í júróvísjon eins og Búlgarar komust að raunum að í fyrra þegar hinum geysivinsæla Miro tókst ekki að komast áfram í úrslitin. Ég held þó að PRP komist  áfram í úrslitin að þessu sinni og það byggi ég einkum á frekar slökum riðli annars vegar og þeirri staðreynd að hún er ekki að reyna vera neitt annað er hún er (þrátt fyrir að líkjast bæði Robyn og Pink!). 

5 athugasemdir við “Yfirferð laga 2011 VI

 1. Heiða Lind skrifar:

  Vá hvað það eru mörg lög í ár sem mér finnst bara ekkert varið í! Öll þessi, nema Svíþjóð, finnst mér frekar leiðinleg bara…. ÁFRAM SVÍÞJÓÐ er það eina sem ég hef að segja 🙂

 2. Þröstur skrifar:

  Úkraína: Þetta engla lag Úkraínu er ekki að gera neitt fyrir mig en eins og þið segið þá flýgur það alveg pottþétt áfram en endar svo örugglega einhvers staðar fyrir neðan miðju í aðalkeppninni.

  Moldavíu: Ef það er eitthvað sem þeir í Zdob si Zdub kunna er það að setja smá sjóv á svið. Amman var náttúrulega algerlega óborganleg en nú er engin amma með í för. Á æfingunni voru þeir mættir með einhverja risakeiluhatta og svo einhverja dömu á einhjóli sem þóttist blása í lúður. Kannski svolítið óver ðe topp en á alveg örugglega eftir að fljúga inn í úrslitin.

  Svíþjóð: Ég veit ekki hvað það er með þetta lag að þó ég elski sænska schlagera þá er eitthvað við þetta sem fer of mikið í taugarnar á mig, og það var áður en Páll Óskar sýndi okkur stolna trommu samplið. Veit samt ekki alveg með það, það má nú líka heyra þekktan trommutakt undir franska laginu, er hann stolinn? Ég veit ekki… en Popular hefur misst svolítið núna því að nú eru dansararnir bara þrír sem fylgja Eric og svo eru tvær bakraddir sem hreyfa sig minna. Fyrsta æfingin gekk alveg skelfilega, glerbrotsatriðið klikkaði og Eric var alveg off þannig að Svíar hafa fengið úthlutað aukaæfingatíma á föstudagskvöldið (eitthvað segir mér nú að Eric hefði alveg verið til í að gera eitthvað annað þá) til að fínpússa þetta eitthvað. Ég held nú að þetta fari áfram en það verður ekki svona öruggt eins og allir halda. Eins held ég að þetta lag eigi ekki eftir að blanda sér í toppbaráttuna, kannski er það meiri óskhyggja í mér en nokkuð annað en þetta sænska formúlupopp hefu bara ekki verið að ganga neitt sérlega vel undanfarið, hefur reyndar gengið betur hjá Azerum heldur en Svíum.

  Kýpur: Þetta lag finnst mér alveg flott svona framan af en svo þegar söngkonan fer að góla þarna þá missir þetta alveg marks. Finnst að þeir mættu skeyta þessu lagi saman við gríska lagið og þá værum við komin með eitt flott lag þar sem væri millikaflinn úr þessu lagi og viðlagið úr gríska laginu og svo væri komið annað lag þar sem væri rappkaflinn úr því gríska og svo kellingagólið úr þessu lagi. Þar væri komið lag sem væri svo vont að það yrði bara gott aftur 🙂

  Búlgaría: Ég var ekki að kaupa þetta fyrst en það venst ágætlega og virðist fúnkera alveg flott á sviði. Mér finnst bakdropinn þeirra á fyrstu æfingunni frekar flottur og svo blanda þeir því við töff eldsjóv og út kemur bara flott atriði. Ég gæti alveg séð þetta lag fara áfram en er nú samt ekkert að fara að blanda sér í neina toppbaráttu.

 3. Heiða Lind skrifar:

  Með Svíþjóð, það verður nú að tala til marks að þetta var 1.æfingin, svo maður getur ekki ætlast til að það sé alveg perfect. Fyrir utan að Eric sagði sjálfur að hann hefði verið meira að einblína á myndavélarnar núna OG hann var aumur í hálsinum. Og það var búið að ákveða að gleratriðið myndi ekki vera prófað á 1.æfingunni, svo það var ekkert sem klikkaði þar. Miðað við þetta allt saman fannst mér þetta bara flott hjá þeim 🙂

 4. Þröstur skrifar:

  Jamm, það er reyndar alveg rétt að fyrsta æfingin er oft svolítið misheppnuð en svo er allt í góðu á lokakvöldinu. En einhverra hluta þurftu þeir að fá aukaæfingu á föstudeginum til að prófa gleratriðið sitt. Af hverju var bara ekki hægt að prófa það á fyrstu æfingu? Maður spyr sig 🙂 Það er alla veganna ekki oft sem maður sér svona vonda dóma fyrir fyrstu æfingu: http://akoe07.livejournal.com/279075.html. Ég bara get ekki gert að því að ég fíla þetta sænska lag engan veginn, því miður, því það voru svo góð lög í sænsku forkeppninni sem ég hefði verið ánægður með að styðja alla leið.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s