Yfirferð laga 2011 V

Við snúum okkur nú að yfirferð yfir lögin á síðara undankvöldinu. Fyrst eru það Bosnía Hersegóvína, Austurríki, Holland, Belgía og Slóvakía.

Bosnía Hersegóvína – Love in Rewind í flutningi Dino Merlin

Eyrún segir: Þetta er algjörlega feel-good lagið í þessum undanriðli (íslenska lagið er það á fyrra kvöldinu!). Æðislegt að byrja kvöldið á undarlegum bosnískum karli sem syngur á ensku með þykkum hreim og fær alla í hljómsveitinni til að dansa með sér sinn álappalega dans! Tölum nú ekki um hversu lítið fólkið spilar á þessi hljóðfæri sín (en þannig er það nú alltaf í Eurovision, sumir leika það bara betur en aðrir) … Mér finnst þetta lag frábært og trúi því að það komist í úrslitin á sjarmanum! Nú ef  ekki, þá á nágrannaatkvæðunum 🙂

Hildur segir: Bosníu menn bjóða upp á hugglegt popplag í ár með hinum geysivinsæla Dino Merlin. Hann tók einnig þátt árið 1999 og náði ágætis árangri. Lagið er afskaplega krúttlegt eitthvað og hressandi og fær mig til að brosa, svo ekki sé talaða um hvað það vill límast í heilann á mér. Sviðsframkoman í undankeppninni heima fyrir var afskaplega lífleg og skemmtileg og Dino er bara of krúttlegur til að komast ekki áfram!

Austurríki – The secret is love í flutningi Nadine Beiler

Eyrún segir: Austurríki snýr aftur til keppninnar eftir nokkurt hlé, síðast tók landið þátt árið 2007 með lagið Get Alive – get a life sem komst ekki upp úr undanriðlinum. Austurríki er þó ein af fyrstu þjóðum Evrópu til að keppa í Eurovision og á því langa en ekkert voðalega farsæla sögu. Þeir senda í ár stóra ballöðu í anda Whitneyjar Houston og Celine Dion og Nadine flytur hana nokkuð laglega. Lagið er þó ekkert ofsalega eftirminnilegt og ég efast um að það skili þeim úrslitasæti.

Hildur segir: Hér er á ferðinni enn ein stóra ballaðan í keppninni í ár. Satt best að segja finnst mér þær all flestar frekar slakar og á það til að rugla þeim saman. Austurríska ballaðan er í þeim hópi því miður. Lagið er afskaplega lengi að byrja og það er líður tæplega ein og hálf mínútar þar til að viðlagið hefst og þegar það loksins kemur er það ekki mjög eftirminnilegt. Lagið hefst án undirspils og Nadine þarf því að vera mjög örugg til að klúðra því ekki á sviðinu. Ég spái því að Austurríkismenn komist ekki áfram í ár.

Holland – Never Alone í flutningi 3JS

Eyrún segir: Frá því að undankeppnafyrirkomulagið var tekið upp hefur Holland aðeins einu sinni komist áfram, en þessi fyrrum sigursæla stofnþjóð Eurovision sendir í ár poppað rokkband sem flytur lagið Never Alone. E.t.v. græða þeir á því að Belgía og Austurríki eru með þeim í riðli og geta gefið stig en þetta lag á ekki eftir að skila þeim neitt áfram.

Hildur segir: Þetta er eitt af þeim lögum í keppninni í ár sem ég get bara aldrei munað. Þegar ég rifja það man ég það yfirleitt að mér finnst þetta lag ekki sérlega skemmtlegt. Það gæti mögulega átt von á útvarpsspilun í kjölfar keppninar en mun alls ekki gera neinar gloríur í keppninni og klárlega sitja heima á úrslitakvöldinu.

Belgía – With Love Baby í flutningi Witloof Bay

Eyrún segir: Síðast þegar a cappella-hópur keppti í Eurovision með beatbox (Lettland 2006) lenti hann í 16. sæti. Hópurinn Witloof Bay (flæmsk afbökun af nafni lagsins??) er nokkuð góður en á endanum veltur ALLT á flutningi þeirra á kvöldinu – og þá er nú eins gott að hljóðið virki, því að það verður ekkert annað að styðjast við en raddir sveitarmeðlima. Ég á ekki von á því að þetta geri neinar gloríur og komist í úrslit.

Hildur segir: Hér er á ferðinni a cappella hópur sem ætlar eingöngu að treysta á sjálfan sig á sviðinu. Ég hef hingað til ekki haft miklar skoðanir á svona a cappella grúbbum og er að hugsa um að byrja ekkert á því núna. Mér finnst lagið hvorki fugl né fiskur og er hræddum að ansi margir fari að poppa þegar þau stíga á svið. Belgar munu því ekki komast áfram í úrslitin.

Slóvakía – I’m Still Alive í flutningi TWIINS

Eyrún segir: Fyrra settið af eineggja tvíburum sem boðið er upp á í ár í Eurovision, þetta eru systurnar Daniela og Veronika sem hafa fetað í fótspor Nælon-stúlknanna íslensku og flutt til Los Angeles þar sem þær vinna í að koma sér á framfæri. Lagið sem þær flytja er voðalegt Létt 96,7-lag; áreynslulaust en um leið bitlaust og flýtur hjá án þess að nokkur maður taki eftir því. Til marks um það var frumflutningur þess á fegurðarsamkeppni í Slóvakíu þar sem stúlkurnar fluttu það um leið og krýning fegurðardrottningarinnar fór fram – það er sum sé ágætis bakgrunnstónlist. Slóvakía situr heima á úrslitakvöldinu að mínu mati!

Hildur segir: Ég er fegin að vera ennþá á lífi þegar þessu lagi líkur og ekki orð um það meir! Slóvakía kemst því ekki áfram í úrslitin.

Auglýsingar

2 athugasemdir við “Yfirferð laga 2011 V

 1. Þröstur skrifar:

  Er að mestu sammála:

  Bosnía: Finnst það mjög flott og verður örugglega í toppbaráttunni
  Austurríki: Fyrst hélt ég að það ætti ekki séns en Nadine stóð sig víst mjög vel á æfingunni og menn eru alveg að tala um að hún eigi séns.
  Holland: Leiðinlegt iðnaðarpopp, fer ekki áfram.
  Belgía: Svolítið töff en lagið er bara of leiðinlegt. Fer ekki áfram.
  Slóvakía: Pissupása.

 2. Hallur Guðmundsson skrifar:

  Ég vil bara segja að Belgíska lagið er algerlega frábært. Það er metnaðarfullt og vinnur á við hverja hlustun. Þetta eru afslappaðar raddir án rembings og ég ætla að kjósa Belgíu, ójá!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s