Yfirferð laga 2011 IV

Við höldum áfram að birta okkar yfirferð yfir lögin í fyrri undanriðlinum. Restina á fyrra kvöldinu reka Portúgal, Litháen, Azerbaídjan og Grikkland.

Portúgal – Luta É Alegria í flutningi Homens Da Luta.

Eyrún segir: Portúgal hefur löngum verið undarlegur keppandi í Eurovision og ekki alltaf með á nótunum. Í ár senda þeir hljóm- eða söngsveitina Homens da Luta eða „Baráttulýðinn“ eins og hún gæti útlagst á íslensku með lagið Baráttugleðin. Þetta er sannarlega baráttusöngur og alþýðubragurinn svífur yfir vötnum. Texti lagsins er sagður vera skot á ríkisstjórn og auðmenn en er á portúgölsku og því skilar gagnrýnin sér tæplega til Evrópu. Þó að þetta líti e.t.v. út sem grínatriði held ég að þeim sé dauðans alvara – og fyrir það tel ég nokkuð víst að þau komist ekki áfram. Ef þau hins vegar nýta sér fjölmiðlana þegar til Þýskalands kemur og vekja athygli á sér og málstaðnum gætu þau skapað sér grundvöll. En lagið eitt og sér skilar þeim tæpast áfram.

Hildur segir: Æji, ég bara veit ekki hvað skal segja, er eiginlega bara orðlaus yfir þessu því mér finnst þetta hvorki sniðugt ef þetta á að vera fyndið, né finnst mér þetta skila neinu ef þetta á að vera alvara.  Þótt ég geti ágætlega raulað viðlagið (á minni eigin útgáfu af portúgölsku!) þá finnst mér þetta lítið spennandi og finnst ólíklegt að Portúgalir komist áfram í ár.

Litháen – C’est Ma Vie  í flutningi Evelina Sasensko

Eyrún segir: Við fyrstu hlustun fannst mér þetta falleg ballaða, nánast of falleg. Jú, eiginlega bara klisja… eða Disney-lag! Gæti vissulega verið úr söngleik enda söngkonan Evelina þar á heimavelli, vel sjóuð í heimalandinu í söngleikjum og klassískum söng. Hún gæti vissulega komist upp úr undankeppninni eins og sú portúgalska gerði í fyrra með svipaða ballöðu, en ég á reyndar ekkert sérstaklega von á því í þessari sterku undankeppni því að Litháen hefur ekki riðið feitum hesti frá keppninni hingað til.

Hildur segir: Litháar hafa hingað til ekki gert góða hluti í Júróvísjon og ég er hrædd um að þeir geri heldur ekki góða hluti í ár. Það leikur enginn vafi á því að Evelina er góð söngkona og mun án efa flytja lagið óaðfinnanlega á sviðinu í Düsseldorf. Lagið sjálft er hins vegar hvorki fugl né fiskur og nær aldrei neinu flugi, það er einhvern veginn eins og það sé alltaf bara að byrja. Ég er því hrædd um að Litháar sitji eftir með sárt ennið eftir undankeppnina.


AzerbaijanRunning scared í flutningi Ell/Nikki

Eyrún segir: Azerum hefur ávallt gengið vel í keppninni og frá byrjun 2008 hafa þeir alltaf verið í topp 10. Í ár senda þeir dúóið Ell og Nikki eða Eldar og Nigar, sem samkvæmt textanum eru hlaupandi um allt í hræðslukasti. Hvað það kemur laginu við sem er melódramatískt popp veit ekki nokkur maður en viðlagið „I’m running and I’m scared tonight“ er endurtekið ca. 1700 sinnum og ætti að vera vel innprentað í heila þeirra sem heima sitja. Azerar léku sama leikinn með góðum árangri árið 2009 en þá lenti lagið Always í 2. sæti og línan „Always in my mind, always in my heart“ kirfilega fest í minni Evrópu. Ég er viss um að þú fórst að söngla lagið í huganum, lesandi góður! Azerbaídjan fer nokkuð örugglega áfram í úrslitin!

Hildur segir: ,,Af hverju að breyta því sem vel gengur?“ gæti verið mottó Azera í þessari keppni því að núna, í fjórða skipti sem þeir taka þátt, senda þeir lag eftir sömu höfunda í annað sinn og þetta er í þriðja sinn sem höfundar laganna hafa tengingu við Svíþjóð! Lagið er eins og önnur lög sem Azerar hafa sent algjört heilalím og ég hef haft það reglulega á heilanum. Eins og Eyrún bendir á þá er textinn undarlegur og þau hlaupa og hlaupa hrædd um í nóttinni og það er eini hluti textans sem festist í heilanum svo að heilinn á manni hleypur álíka mikið um og er eiginlega líka hræddur um að þetta lag fari aldrei úr hausnum á manni! Lagið er sænskur Volvo, traustur en ekki sigurvegari og Azerar munu því fljúga áfram í úrslitin og enda ofarlega þar en ekki vinna!


Grikkland  – Wacht me dance í flutningi Loucas Yiorkas feat. Stereo Mike

Eyrún segir: Ég varð fyrir nokkrum vonbrigðum með Grikkjana í ár. Þeir eru vanir að senda pottþéttar poppmelódíur sem sigla örugglega í úrslitin (halló, þeir eiga Sakis!). En í ár klikkuðu þeir algjörlega á melódíunni með því að skella rappkafla inn í – en hey, Georgía gerir sömu mistök! Ég get engan veginn gúdderað dramatískan söng Loucasar þegar ég veit af þessu kjánalega rappara sem skýtur upp kollinum inn á milli. Sorglegt að segja það, en það eru engar líkur á því að Grikkland komist ekki upp úr undankeppninni. Kannski eru þeir líka bara að testa Evrópu með þessu, ögra henni: „Við getum sent hvaða fífl sem er, jafnvel rapparann Stereo Mike og þið kjósið okkur samt áfram!“

Hildur segir: Eitthvað hafa Grikkir klikkað í ár því þeir lenda í sömu gryfju og Georgíumenn og halda að rapp og rokk/popp eigi vel saman í sama laginu. Lagið sjálft hefði getað orðið alveg ágætt ef rapparinn Stereo Mike hefði haldið sig heima og þá hefðu Grikkir komist áfram þrátt fyrir að vera ekki með neitt sérstakt lag. En ég held að hr. Mike eyðileggi þetta alveg. Kannski hefði þessu verið viðbjargandi ef það væru einhver smá tengsl á milli Loucasar og hr. Mike en það er bara eins og þeir viti ekki af hvorum öðrum á sviðinu!

Auglýsingar

Ein athugasemd við “Yfirferð laga 2011 IV

 1. Þröstur skrifar:

  Ef ég man rétt var nú alveg örugglega eitthvað annað lag sem varð í öðru sæti 2009 og við ættum að kannast nokkuð hressilega við það 🙂 Azerar lentu svo í þriðja sæti.

  Annars gaman að lesa þessar pælingar ykkar og ég er nokkuð sammála ykkur að mestu:
  Portúgal: Hörmung
  Litháen: Gleymist
  Azerar: Öryggir í úrslit með safe sænskt formúlulag en vinna ekki
  Grikkir: Mér finnst viðlagið alveg þrælflott en þessi rappkafli er fáránlegur. Að detta það í hug að blanda saman grísku þjóðlagapoppi og rappi… ég er bara ekki að fatta það.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s