Takk fyrir okkur!

Allt um Júróvísjon þakkar fyrir alveg hreint frábærar viðtökur við blogginu meðan á nýyfirstaðinni Júróvísjon-keppni stóð. Heimsóknarfjöldi á síðuna og á facebook-síðuna okkar slógu öll met! 

Við erum hvergi nærri hættar og munum halda áfram að flytja ykkur fréttir um allt mögulegt og ómögulegt sem tengist Júróvísjon og hlökkum til heimsókna ykkar hingað og á Facebook!

Hildur og Eyrún

Azerbaídjan sigurvegari Eurovision 2011!!

Þá liggja úrslitin fyrir úr 56. Eurovsision-keppninni í Þýskalandi 2011:

 1. Azerbaídjan 221 stig
 2. Ítalía 189 stig
 3. Svíþjóð 185 stig
 4. Úkraína 159 stig
 5. Danmörk 134 stig
 6. Bosnía Hersegóvína
 7. Grikkland
 8. Írland
 9. Georgía
 10. Þýskaland
 11. Bretland
 12. Moldóva
 13. Slóvenía
 14. Serbía
 15. Frakkland
 16. Rússland
 17. Rúmenía
 18. Austurríki
 19. Litháen
 20. ÍSLAND
 21. Finnland
 22. Ungverjaland
 23. Spánn
 24. Eistland
 25. Sviss

Vinir Sjonna voru svo 4. landið upp úr fyrri undanriðlinum en úrslit undanriðlanna eru:

Fyrsti Semi-Final

 1. Grikkland
 2. Azerbaídjan
 3. Finnland
 4. Ísland
 5. Litháen
 6. Georgía
 7. Ungverjaland
 8. Serbía
 9. Rússland
 10. Sviss
 11. Malta
 12. Armenía
 13. Tyrkland
 14. Albanía
 15. Króatía
 16. San Marino
 17. Noregur
 18. Portúgal
 19. Pólland

Annar Semi-Final

 1. Svíþjóð
 2. Danmörk
 3. Slóvenía
 4. Rúmenía
 5. Bosnía Hersegóvína
 6. Úkraína
 7. Austurríki
 8. Írland
 9. Eistland
 10. Moldóva
 11. Belgía
 12. Búlgaria
 13. Slóvakia
 14. Hvíta-Rússland
 15. Ísrael
 16. Makedónia
 17. Lettland
 18. Kýpur
 19. Holland

Glæsilegur árangur hjá strákunum okkar og úrslit sem koma e.t.v. nokkuð á óvart! Að minnsta kosti vorum við ekki mjög sannspáar með topp fimm, þar eru aðeins Svíþjóð og Azerbaídjan! Hvað segið þið lesendur góðir??

Júró-nörd dagsins: Friðrik Ómar

Síðasti Júró-Nördinn að sinni er enginn annar en Friðrik Ómar Hjörleifsson, júróvísjonkeppandi og aðdáandi með meiru! Friðrik tók þátt fyrir Íslands hönd ásamt Regínu Ósk í Serbíu árið 2008 en sama fluttu þau lagið This is my life með góðum árangri. Friðrik tók einnig þátt árið 2009 en þá var hann í bakröddum hjá Jóhönnu Guðrúnu.

1.Hvert telur þú vera besta Júróvísjonlag allra tíma? – Úff! Hræðileg spurning! Monaco frá 1971 er gríðarlega flott og ekta gamaldags eurovision lag. Svíþjóð á mörg mjög flott lög að mínu mati eins og Se på mej 1995. Molitva frá 2007 er ofboðslega flott lag og eftirminnilegt. Svo á ég mörg uppáhalds lög sem enginn man eftir nema kannski helstu nördin.

2. Hvert er uppáhalds lagið þitt í keppninni í ár? – Einhverra hluta vegna finnst mér keppnin skrýtin í ár. Ég á ekkert eitt uppáhalds!. Mér finnst samt Ungverjaland mjög flott europopplag. Noregur er svona stuð bomba eins og Frakkland í fyrra. Ég held að Danir eða Bretar vinni samt og ég yrði mjög sáttur við það. Ef keppnin verður í London á næsta ári þá væri ég vís með að freista gæfunnar 2012 haha!!

3. Hver er uppáhalds Júróvísjon flytjandinn þinn? – Carola að sjálfsögðu! Hún er einn flottasti artisti sem stigið hefur á eurovision sviðið að mínu mati. Rosalega örugg og flottur flytjandi. Hún hefur þrisvar tekið þátt og alltaf gert góða hluti.

4. Áttu þér einhverjar Júróvísjon hefðir? – Engar sérstakar nema þær að ég vill helst horfa á keppnina einn eða með fólki sem hefur jafn mikinn áhuga á keppninni og ég. Ég þoli ekki grenjandi börn eða fólk sem er sí gjammandi ofan í lögin..haha. Ég forðast slíkt umhverfi eins og heitan eldinn þegar kemur að eurovision. Fór einu sinni í stórt eurovision partý og hét því að gera það aldrei aftur!!! Mestur partur af fólki er nokk saman um lögin, vill bara komast í gott partý – sem er líka fínt sko! Þess vegna er mjög mikilvægt fyrir okkur að vera á úrslitunum svo við getum haldið tvö partý!

5. Hvernær horfðiru í fyrsta skipti á Júróvísjon? – Ég man fyrst eftir Bobbysocks…þá var ég 4 ára.

6. Hver er uppáhalds júróvísjon minning þín? – Óneitanlega þegar ég stóð á sviðinu sjálfur bæði með Regínu og síðan með Jóhönnu. Við áttum svo mikið fylgi í salnum þessi ár að það fer um mig unaðshrollur að hugsa um þessi móment þegar við stigum á við og allir görguðu úr sér lungun. Þegar Ísland kom upp úr umslaginu 2008 þá fannst okkur við hafa sigrað keppnina því einhverra hluta vegna var það markmið okkar. Við þorðum ekki að hugsa stærra á þeim tíma eftir slakt gengi árin á undan. Svo var mjög gaman að vera í salnum í fyrra í Noregi og horfa á keppnina. Við Regína vorum svo heppin að fá VIP sæti hjá öllum norsku flytjendunum fyrr og síðar nálægt sviðinu. Maður fékk keppnina beint í æð!

7. Lýstu Júróvísjon í þremur orðum!  – Gefandi – Vorboði – Skemmtun.

Euro-Nerd of the day is Friðrik Ómar Hjörleifsson, participant in the ESC in 2008. He performed This is my life along with Regína Ósk. Together they form the Euroband!

1. What is your all time favorite Eurovision song?  – Puhff! Terrible question! Monaco from 1971 is really good song and real old fashion Eurovision song. Sweden has had many good songs like Se på mej in 1995. Molitva fro m2007 is really great song and memorable. Then I have many favorites that no one can remember except maybe the biggest nerds.    

2. What is your favorite song this year?  –  I don’t know way but I feel that the competition this year is kind of weird. I don’t have one favorite! I like the Hungarian song, that is really good europopsong. The Norwegian song is fun like the song from France last year. I though think that Danmark or France will win this year and I would be happy with that result. If ESC will be held in London next year, I would think about testing my luck in 2012 hahaha!

3. Who is your all time favorite performer? – Carola of course! In my opinion she is one of the best artists that has performed on the Eurovision stages. She is confident on stages and a great performer. She has participated three times and always done well.

4. Do you have any special Eurovision traditions?  – I do not have any special traditions exept that I want to watch alone or with people that have the same interests as me in the ESC. I can’t stand crying babies or people that talk during the songs hahaha! I avoid these surcumstances when it comes to Eurovision. Once I went to a big Eurovision party and decided never to do that again!! Most of people didn’t care about the songs, they just want to go to a great party – which is good!! But because of that it is very important for us to be in the Final so we can have to parties!

5. When did you watch ESC for the first time?  – I remember Bobbysocks, I was four at that time.

6. What is your favorite ESC memory? – With out a doubt, when I performed with Regína in 2008 and then in 2009 with Yohanna. We got so much feedback from the audience in the arena these years that I get goose bumps just thinking about the moment we went on stages and the audience screamed their lungs out! When Iceland came out of one of the envelopes in 2008 we felt like we have won because that was our goal. We didn’t dare to think bigger at that time after bad results the years before. Then it was really fun to be in the audience in Oslo last year and watch the show. Me and Regína were so lucky to get VIP seats with all the old Norwegian performers near the stages. The competition was just right in your face!

7. Describe Eurovision in three words!Rewarding – hope of spring – fun.

TOPP 10 SPÁ FYRIR ÚRSLITIN!

Eftir miklar vangaveltur höfum við komið okkur saman um topp 10-lista fyrir úrslitakeppnina á morgun auk þess að spá fyrir um gengi Íslands!

Spá okkar er að eftirfarandi lönd komist í topp 10 en ekki í neinni sérstakri röð. Við teljum þó líklegt að Bretland, Eistland eða Svíþjóð muni berjast um vinningssætið þetta árið. Löndin á toppnum eru:

Bretland
Frakkland
Rússland
Azerbaídjan
Svíþjóð
Eistland
Finnland
Bosnía
Ungverjaland
Grikkland

Að lokum spáum við svo að Vinir Sjonna lendi í 9.-13. sæti og gæti því hæglega tekið sæti einhverra þessara landa á topp 10-listanum! Við heyrum auðvitað að hið landskunna bjartsýniskast hefur hafist hérna á Íslandi og fólk farið að reikna út kostnaðinn við að halda keppnina þegar við vinnum! En er ekki gott að vera pínu raunsær og stefna á ofarlega fyrir miðju – og vona svo bara undir niðri það besta?

Öskrandi partýstemning og golf!

Allt um Júróvísjon settist niður með Matta á miðvikudaginn, daginn eftir að hann ásamt Pálma, Gunna, Hreimi, Vigni og Benna komst áfram í úrslitin í júróvísjon. Við hittum Matta á hótelinu þar sem hann var ferskur nýkominn úr gufu og spjölluðum við hann um þátttökuna í júróvísjon, væntingarnar fyrir laugardaginn og sitthvað fleira skemmtilegt.

Fyrsta spurning okkar til Matta var að sjálfsögðu hvernig það tilfinningin hefði verið þegar Ísland var ekki komið áfram og bara eitt umslag var eftir óopnað. ,,Við þökkuðum bara hvort öðru fyrir“ svaraði Matti og bætti  við að þau hefðu engan veginn átt von á að koma upp úr umslaginu. ,,Þegar var búið að tilkynna sjö lög og Rússland, Tyrkland, Finnland, Noregur og fleiri voru eftir þá vorum við alveg búin að gefa upp vonina.“ AUJ: En hvernig leið þér þá þegar íslenski fáninn birtist á skjánum? ,,Veistu ég man það ekki!“

Aðspurður um hvernig framhaldið leggist í hópinn svaraði Matti að það legðist mjög vel í þá og í þeirra huga væru þeir búnir að vinna því stærsti sigurinn hafi verið að komast áfram. Hann bætir þó við að hópurinn stefni á að komast í topp 10 á laugardaginn. Við spurðum Matta hvort hann héldi að þeir hafi toppað á réttum tíma og hann svaraði að hann að það gæti verið og segir að þeir hafi  verið duglegir að æfa, syngja og koma fram.

Í rútinni á leiðinni í höllina á þriðjudaginn var mikil stemning og strákanir sungu lagið Hjálpum þeim við góðar undirtektir. AUJ lék forvitni á að vita hvort Hjálpum þeim væri stemningslag hópsins og hjálpaði þeim að komast í gírinn. ,,Þetta var í fyrsta skipti sem við sungum Hjálpum þeim en gerum það pottþétt aftur“  sagði Matti og bætti við að þeir undirbyggju sig með því að setja saman niður og spila á kassagítar og syngja nokkur lög.

mynd: eurovision.tv

mynd: eurovision.tv

Á þeim tveim vikum sem júróvísjon stendur yfir er jafnan mikið um partý og mörg lönd keppast við að halda sem skemmtilegustu partýin auk þess sem iðulega er góð stemmning á svokölluðum Euroclub.  Okkur lék því forvitni að vita hvort íslenski hópurinn hafi verið duglegur að þræða partýin! Matti segir þau hafa verið nokkuð dugleg að fara í partý og koma fram og bætir við að gríska partýið hafi verið best en þar komu þeir einmitt fram. ,,Það byrjaði  frekar rólega en endaði í öskrandi stemningu!“ segir Matti.

Eins og flestir vita er Matti að taka þátt í júróvísjon í fyrsta skipti. Við spurðum hann því hvað hefði komið honum mest á óvart. ,,Kannski er það vinnan á bakvið þetta sem kom mér mest á óvart og allt umstangið í kringum þetta. En í raun er þetta ekkert öðurvísi en allt annað sem ég hef verið að gera síðan ég var 17 ára. Hér eru ljósamenn, hljóðmenn, svið og tónlistarfólk, þetta er bara allt stærra! En númer eitt, tvö og þrjú er þetta upplifun“.  Það hefur svo oft verið talað um að Júróvísjon-heimurinn sér svolítið sérstakur og þar sé mikið af skrítinu fólki. Við spurðum því Matta hvort þeir hefðu lent í einhverjum sérstaklega skrítnum aðstæðum. Matti hugsaði sig nokkuð um og sagði svo að í raun hefðu þeir ekki lent í neinu sérstaklega skrítinu og að þetta sé aðallega búið að vera mjög skemmtilegt og áhugavert.

Það hefur ekki farið framhjá mörgum að Vinir Sjonna eru golfáhugamenn og okkur lék því fovitni á að vita hvort þeir hefðu fundið tíma í öllum undirbúningum til að skella sér einn hring á golfvellinum. ,,Já ég, Pálmi, Benni og Hreimur tókum 18 holur um daginn á fallegum golfvelli hér í Düsseldorf. Það var yndislegt veður og við skaðbrunnum í sólinni, sminkunum til lítillar ánægju!“ segir Matti og bætti við að hann hefði unnið þennan hring!

mynd: hugi.is

mynd: hugi.is

Aðspurður um uppáhaldsflytjandann sinn í keppninni í ár segist Matti halda svolítið upp á dönsku strákanna í hljómsveitinni A friend from London og Stellu frá Noregi en segist fíla makedóníska lagið hvað mest. Matti sagði einnig frá því að hin finnski Paradise Oscar hefði spilað og sungið með þeim Coming home inn í búningsherbergi um daginn og að hópurinn væri orðinn miklir vinir portúgölsku flytjendanna. ,,Þeir eru algjörir snillingar og dásamlegt fólk“  sagði Matti um Portúgalana og hélt áfram: ,,Þetta eru tveir bræður sem hafa lengi verið að gera grín, einkum með pólitískum undirtóni, svona Halli og Laddi Portúgala. Það er bara nýlega sem þeir fengu til liðs við sig hljóðfæraleikara og fóru að spila músík. Stelpan sem spilar á þverflautu kom inn í búningsherbergi til okkar í gær [innskot AUJ: á þriðjudaginn] og spilaði með okkur.“

Að lokum spurðum við Matta hvað væri framundan hjá honum þegar heim kæmi. Hann sagði að við tæki  að halda áfram með söngleikinn Hárið á Akureyri en Vinir Sjonna væru svo að byrja að huga að því að gera plötu í haust sem væri ekki eingöngu hugsuð fyrir Íslandsmarkað. Þeir ætla hins vegar ekkert að flýta sér í þeim efnum og vinna hana í rólegheitunum.

Við þökkuðum Matta kærlega fyrir spjallið og hleyptum honum að fara að hafa sig til enda stóð til kvöldverður með hópnum þar sem halda átti upp á afmæli eiginkonu Matta og 10 ára brúðkaupsafmæli þeirra hjóna!

Júrónörd dagsins: Flosi Jón Ófeigsson

Júrónörd dagsins er Flosi Jón Ófeigsson, leikari.
1. Hvert telur þú vera besta Júróvísjonlag allra tíma? Mín uppáhaldslög er mjög erfitt að velja þar sem ég er búinn að vera í ástarsambandi við Eurovision svo lengi. En ef ég þarf að nefna þá dettur mig í hug: 1991-Israel, 1990-Júgóslavía, 1996-Eistland og 1998-Króatía. Úff, ég gæti lengi talið…..en þetta eru svona mín klassísku.
2. Hvert er uppáhalds lagið þitt í keppninni í ár? Ég held með Noregi, Eistlandi,Ungverjalandi og Svíþjóð 😉 Bretland er líka fínt 😉
3. Hver er uppáhalds Júróvísjon-flytjandinn þinn? Þeir eru of margir til að nefna bara einn 🙂 Ég flutti til Danmörku og vann þar og fór í söngskóla, þar kynntist ég m.a. Heru Björk og söngvaranum sem söng fyrir Danmörk 1986, Lisu Haavik 😉

4. Hvenær horfðiru í fyrsta skipti á Júróvísjon? Hef horft frá því ég var smákrakki! Ég var mikið fyrir að læra bakraddadansana (how gay is that!) og kunni sum lögin á hebresku 7 ára gamall.

5. Hver er uppáhalds júróvísjon minning þín? Það hefur verið draumur alla mína tíð að taka þátt í Eurovision síðan ég vann söngkeppni Stjórnarinnar með Eitt Lag Enn á Höfn 1990. Ég kunni öll lögin og spilaði spóluna þar til hún slitnaði 🙂  En svo fór ég auðvitað til Oslóar í fyrra og var í transi allan tímann 🙂

6. Lýstu Júróvísjon í þremur orðum! Can’t beat (the) feeling!

Euronerd of the day is Flosi Jón Ófeigsson actor.

1. What is your all time favorite Eurovision song? It’s really hard to choose since I have been in love with Eurovision for such a long time. I would have to say Israel in 1991, Yugoslavia in 1990, Estonia in 1996 and Croatia in 1998 are the classics.

2. What is your favorite song this year?  I’m rooting for Norway, Estonia, Hungary and Sweden. The UK is also great 🙂

3. Who is your all time favorite performer? Too many to mention only one! But I was in Danmark and studied singing, where I met Hera Bjork and the singer for Denmark in 1986, Lisa Haavik.

4. When did you watch ESC for the first time? I have been watching since I was a kid. I studied the backing vocals’ dances carefully (how gay is that?!) and knew some of the songs in Hebrew when I was 7 years old.

5. What is your favorite ESC memory? I have always had the dream of singing in Eurovision since I won a local singing contest with Stjórnin in 1990. But also, I went to Oslo last year and was in a trance the whole time!

6. Describe Eurovision in three words! Can’t beat (the) feeling!

Úrslit seinna undankvölds og röð laga á laugardaginn

Nú er ljóst hvaða 10 lönd bætast í hópinn í lokakeppninni á laugardaginn. Það kom fátt á óvart þegar umslögin voru opnuð nema þá helst að þau opnuðust stundum áður en þulurinn tók eftir því! Tæknin var því enn að stríða Þjóðverjunum.

En löndin sem komust áfram voru:

Eistland
Rúmenía
Moldavía
Írland
Bosnía
Danmörk
Austurríki
Úkraína
Slóvenía
Svíþjóð

Við hér á AUJ voru nokkuð sannspárri í kvöld en á þriðjudaginn og átta lönd sem við báðar spáðum áfram komust áfram.  Auk þess höfðum við spá Búlgaríu, Ísrael og Lettlandi áfram. Lesendur síðunnar sem tóku þátt í könnuninni okkar voru einnig sannspáir og spáðu átta af tíu löndum rétt áfram rétt eins og við. Löndin tvö sem lesendur höfðu einnig spáð áfram en komstu ekki vorur einmitt Lettland og Ísrael.

Löndin tíu sem komust áfram hafa nú dregið númeri hvað þau munu koma fram á laugardaginn og voru niðurstöðurnar eftirfarandi:

Eistland nr. 8
Rúmenía nr. 17
Moldavía nr. 15
Írland nr. 6
Bosnía nr. 2
Danmörk nr. 3
Austurríki nr. 18
Úkraína nr. 23
Slóvenía nr. 20
Svíþjóð nr. 7

Lokaniðurröðun á laugardagin verður því eftirfarandi:

 1. Finland
 2. Bosnia & Herzegovina
 3. Denmark
 4. Lithuania
 5. Hungary
 6. Ireland
 7. Sweden
 8. Estonia
 9. Greece
 10. Russia
 11. France
 12. Italy
 13. Switzerland
 14. United Kingdom
 15. Moldova
 16. Germany
 17. Romania
 18. Austria
 19. Azerbaijan
 20. Slovenia
 21. Iceland
 22. Spain
 23. Ukraine
 24. Serbia
 25. Georgia

Spá fyrir seinni undankeppnina í kvöld!

Nú þegar bara rétt klukkustund er þar til seinna undanúrslitin hefjast þá er ekki úr vegi að skella fram lokspá fyrir kvöldið! Spár okkar hér á Öllu um júróvísjon eru mjög svipaðar en samtals spáum við báðar sömu níu löndunum áfram. Þau eru:

Bosnía
Eistland
Úkraína
Moldavía
Svíþjóð
Búlgaría
Danmörk
Írland
Rúmenía

Auk þess spáir Eyrún Ísrael áfram og Hidur Lettalandi.

Könnin hér til hliðar á síðunni sem þið, lesendur góðir, hafið kostið hvaða lög fara áfram verður áfram opin en kl. 17:55 var staðan í henn sú að

Bosnía
Svíþjóð
Danmörk
Írland
Eistland
Rúmenía
Úkraína
Ísrael
Lettland
Slóvenía

fari áfram og keppi á laugardaginn í úrslitunum. Eins og sjá má er þessi kosning einnig nokkuð lík þeirri spá okkar hér á Öllu um Júróvísjon en Slóvenía er eina landið sem bætist við listann yfir möguleg lönd áfram og Moldavía og Búlgaría komast ekki á blað.

Fyrsta búningaæfing fyrir seinna undanúrslitakvöldið

Fulltrúi AUJ var á fyrstu búningaæfingu fyrir semi final 2 í gæ. Hún gekk að mestu vel af hendi flytjenda en henn seinkaði talsvert vegna tæknilegra vandamála en þau virðast elta þýsku skipuleggjendur á röndum.

En lítum nánar á hvernig æfinginn gekk hjá nokkrum keppendum.

Úkraína – Mun minna hefur farið fyrir framlagi Úkraínumanna í ár en oft áður. Það var einmitt þegar Mika Newton ætlaði að hefja söng sinn á sviðinu sem tækni brást. Þegar hún loksins gat haldið áfram að æfa átti hún fínustu æfingu og uppskar talsvert klapp í lok hennar.

Moldavía – Hressa hljómsveitin Zdob și Zdub átti fínustu æfingu og voru extra hressir!

Svíþjóð – Eric var raddlega nokkuð stekur en sleppti þó einstaka sinnum úr orðum og lét bakraddirnar um að syngja og virkaði það svolítið kjánalegt. Dansinn gekk vel og var flottur og mikil stemmning fyrir Eric í salnum því mikil fangaðarlæti brutust út við lok lagsins.

Kýpur – Það kom AUJ nokkuð á óvart að mikil stemning var fyrir framlagi Kýpverja í salnum. Æfingin gekk ljómandi vel hjá Kýpverjum, sönglega var hún frábær og atriði þeirra er vel út fært og flott.

Ísrael – Dana var ekki alveg tilbúin þegar æfing hófst og hún þurfti að láta eina bakröddina sína laga sig eitthvað og hljóp því á réttan stað rétt áður en hún átti að byrja að syngja! Dana var raddlega ekki strek frekar en fyrri daginn og AUJ hafði haldið að það yrði nokkuð meiri stemning fyrir henni í salnum.

Rúmenía – Hljómsveitin Hotel FM átti mjög góða æfingu og koma virkilega vel út á sviðinu. Mikil stemning var fyrir þeim í höllinni og líklega var þetta besta æfingin sönglega.

Eistland – Getter átti alls ekki nægilega góða æfingu sönglega séð og það er eins og hún eigi í nokkrum erfiðleikum með að syngja og hreyfa sig svona mikið á sama tíma.

Danmörk – AUJ hefur heyrt söngvar hljómsveitarinnar A friend from London syngja mun betur en hann gerði á þessari æfingu. Hann var andstuttur á hlaupunum um sviðið og AUJ velti fyrir sér hvort hann og félagar hans væru kannski þunnir bara! Það má amk gera ráð fyrir að trommarinn hafi verið þunnur enda var hann enn í fullu fjöri í eftirpartýi Semi Final 1 snemma á miðvikudagsmorguninn!

Írland – Sönglega séð kom æfingin verulega á óvart því þeir voru bara nokkuð góðir. Æfingin gekk því alla staði vel upp og þeir bræður skoppuðu um sviðið eins og glitrandi jólasveinar.