Vinir Sjonna í nærmynd: Gunni

Næstur í röðinni í yfirferð okkar um Vini Sjonna er sjálfur Gunnar Ólason, betur þekktur sem Gunni Óla. Gunni mun munda gítarinn á sviðinu í Düsseldorf og er samkvæmt frétt eurovision.tv. slæmi strákurinn eða the bad boy, í hópnum.

Eins og margir vita þá kemur Gunni frá Selfossi og er líklega þekktastur fyrir að vera einn af stofnendum hinnar alræmdu sveitaballahljómsveitar Skítamórals. Gunni er ekki bara forsöngvari hljómsveitarinnar heldur hefur hann samið fjöldan allan af lögum fyrir sveitina. Skítamórall gerði einkum garðinn frægan á 10. áratugnum og var ein allra vinsælasta hljómsveit landsins og átti fjölda þekktra slagara en líklega er lagið Farinn þeirra allra þekktasta og vinsælasta. Hljómsveitin lagði upp laupana í upphafi 21. aldarinnar en kom aftur saman árið 2002 og hefur síðna þá spilað öðru hvoru við góðar undirtektir.

Gunni hefur tekið sér ýmislegt annað fyrir hendur á sínum tónlistarferli en koma fram með Skítamóral. Gunni á til að mynda eitt af vinsælli jólalögum landsins, Komdu um jólin. Gunni hefur einnig, eins allir júróvísjon aðdáendur vita, tekið þátt í Júróvísjon fyrir hönd Íslands. Það var árið 2001 þegar hann, ásamt Kristjáni Gíslasyni, kom fram sem bandið Two Tricky og fluttu lagið Angel eftir Einar Bárðarson. Lagið náði nú ekki góðum árangri í keppninni en lagið og Gunni og Kristján eru þrátt fyrir það þekktir í júróvísjonaáðdáendaheiminum. Gunni kom einnig fram með Sjonna í Söngvakeppni sjónvarpsins árið 2010 í laginu Waterslide. Gunni kom oft fram með Sjonna við ýmis tækifæri en saman spiluðu þeir lög úr öllum áttum á gítar og sungu m.a. á Hverfisbarnum á fimmtudagskvöldum.

Í stuttu spjalli við Allt um Júróvísjon sagði Gunni að hann gæti ekki gert upp við sig hvað væri eftirminnilegast á ferlinum því svo margt væri í uppáhaldi en nefndi þó að hann hefði haft mjög gaman að því að taka þátt í Júróvísjon árið 2001. Uppáhalds júróvísjonlag Gunna er þó ekki úr þeirri keppni heldur frá árinu 2005 en það er lagið In my dreams með norsku glysrokksveitinni Wig Wam. Það lag á vel við lýsingu Gunna á Júróvísjon en hann segir keppnina vera hressandi, skemmtilega og fagmannlega. Að lokum sagðist Gunni hlakka til að koma fram fyrir Íslands hönd í minningu góðs vinar ásamt því að komast aðeins í sumarið í Düsseldorf og eiga góðar stundir með vinum sínum.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s