Vinir Sjonna í nærmynd: Hreimur

Til að kynnast Vinum Sjonna örlítið nánar ákváðum við hér á Öllu um Júróvísjon að grennslast aðeins fyrir um hverjir þessir menn væru og hvað þeir hefðu gert áður í tónlistabransanum og fórum því á stúfana um netið og settum saman smá upplýsingar um þá auk þess sem við áttum stutt spjall við hvern og einn þeirra. Fyrstur í röðinni í þessari yfirferð okkar er Hreimur Örn Heimisson.

Hreimur mun munda bassann á sviðinu í Düsseldorf í vor og er samkvæmt eurovision.tv sá einlægi og saklausi í hópnum.  Hreimur er fæddur 1. júlí 1978 og eyddi barnæsku sinnir í Rangárvallasýslunni.  Árið 1997 stofnaði hann ásamt félögum sínum hljómsveitina Land og Syni og varð upp frá því heimþekktur á Íslandi. Land og Synir nutu mikilla vinsælda við lok 10. áratugarins og fram á fyrstu ár 21. aldarinnar og seldu plötur og spiluðu á böllum eins og enginn væri morgundagurinn. Land og synir reyndu fyrir sér í Ameríku í kringum aldarmótin 2000. Þegar ekkert hafði gengið um tíma í Ameríku þreifingunum var Hreimur sendur út til að kippa í spotta. Hreimi tókst að heilla bransakallana í Ameríku upp úr skónum og eftir stóðu Land og synir með 6 plötu samning í Ameríku.

Hreimur hefur einnig spilað og skemmt sjálfur víða í gegnum tíðina. Hann hefur til dæmis sungið barnalög inn á plötur og söng eitt lag í kvikmyndinni Gemsar. Hreimur kom stundum fram með Sjonna, til dæmis á fimmtudögum á Hverfisbarnum þar sem Sjonni spilaði og skemmti lengi. Auk þess hefur Hreimur fjórum sinnum tekið þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Lögin Þú, Mig dreymdi lítin draum og Draumur söng hann einn og svo kom hann fram með Sjonna þegar hann flutti Waterslide í keppninn árið 2010.

Mynd: visir.is

Mynd: visir.is

Hreimur er einnig orðin óaðskiljanlegur hluti Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum en eitt allra vinsælasta þjóðhátíðarlag seinni tíma, Lífið er yndislegt frá árinu 2001,  er eftir hann. Hreimur samdi einnig þjóðhátíðarlag ársins 2002, Vinátta, ásamt hljómsveit sem kallaðist Lundakvartettinn. Síðan þá hefur Hreimur samið þjóðhátíðarlagið tvisvar, árin 2005 og 2008. Árið 2005 var hann sérstaklega beðin um að semja lag hátíðarinnar enda þótti ekkert lag sem send voru inn í keppnina um Þjóðhátíðarlagið nægilega gott. Árið 2008 samdi Hreimur svo þjóðhátíðarlagið Brim og boðaföll. Í stuttu samtali við Allt um Júróvísjon sagði Hreimur að eftirminnilegasta stundin á ferli sínum hafi einmitt verið þegar fyrsta þjóðhátíðarlagið hans, Lífið er yndislegt, var frumflutt á Þjóðhátið 2001.

Aðspurður um uppáhalds júróvísjonlag segir Hreimur það ekki vera neina spurningu, það sé lagið Wild dances sem Ruslana kom sá og sigraði með árið 2004. Það er mikið stemmnings lag og á vel við því þegar Hreimur var beðin um að lýsa Júróvísjon í þremur orðum sagði hann: ,,stuð og stemmning“. Allt um Júróvísjon spurði Hreim um hvaða væntingar hann hefði til Düsseldorf ævintýrisins og sagðist hann gera sér væntingar um að komast upp úr undankeppninni og lenda vonandi í efrihluta tölfunar. Að lokum sagðist Hreimur hlakka mest til þess að vera með hluta af sínum nánustu vinum í Düsseldorf og flytja lag Sjonna og Þórunnar og bætti við að  hann vonaðist líka til að komast aðeins golf :o).

 

Ein athugasemd við “Vinir Sjonna í nærmynd: Hreimur

  1. Heiða Lind skrifar:

    Mér hefur alltaf þótt Hreimur svo krúttlegur og indæll. Hann er líka frábær söngvari 😀

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s