Staðan eftir tvo „Alla leið“-þætti … og staðan í OGAE-kosningu!

Það hefur vonandi ekki farið fram hjá neinum aðdáanda keppninnar að þættirnir hans Palla, Alla leið, eru byrjaðir á RÚV.

Þeir eru sýndir á laugardagskvöldum fram að keppni kl. 19:40 og eru því þrír þættir eftir.

EKKI MISSA AF HONUM Í KVÖLD! 🙂 Hina þættina má nálgast á vef RÚV hér.

Er þá ekki rétt að fara örlítið yfir stöðuna hjá þeim Palla, Reyni, Guðrúnu og dr. Gunna? Eins og þið vitið fara þau yfir lögin í þeirri röð sem þau stíga á svið og gefa þeim grænt ljós eða rautt eftir því hvort þau telja að þau haldi áfram í keppninni eður ei.

Í fyrsta þættinum voru þau frekar jákvæð en neikvæð í þeim næsta.

Svona lítur þetta þá út eftir 2 þætti:

Grænt

Rautt

Pólland Sviss
Noregur Georgía
Albanía Finnland
Armenía Malta
Tyrkland San Marínó
Serbía Króatía
Rússland
Ísland
Ungverjaland

Enn sem komið er hafa spekingarnir íslensku verið fremur jákvæðir og fljótt á litið getum við nú verið nokkuð sammála þeim. Þau voru reyndar ekkert svakalega sannspá í fyrra – Palli var þeirra hlutskarpastur þegar hann spáði Rúmeníu sigri (lentu í 3. sæti). Guðrún spáði Danmörku sigri (lenti í 4. sæti) en Reynir og dr. Gunni spáðu Frakklandi sigri (12. sæti) og Lettlandi (komst ekki upp úr undankeppninni).  En þetta skýrist þó þegar líður nær keppninni.

Það var reyndar dálítið sérstakt að þau skyldu taka það fram að í fyrra hafi „enginn klár sigurvegari verið“ því að spár veðbanka, aðdáenda og vinsældir þýska lagsins voru mjög áberandi frá upphafi…  og við spáðum Lenu sigri 🙂

Það er líka gaman að líta aðeins á hvernig aðdáendaklúbbarnir hafa verið að kjósa en á síðunni esctoday.com er á hverju ári kosning um uppáhaldslög aðdáenda. Þau lönd sem ekki eru á listanum hafa enn ekki fengið stig – takið eftir því að Ísland er þarna komið á blað! 🙂

Svona leit sá listi út í gær (22.04):

OGAE 2011 Complete Lineup (af http://www.esctoday.com)

1 Frakkland 118
2 Bretland 115
3 Svíþjóð 114
4 Ungverjaland 113
5 Eistland 79
6 Azerbaídjan 59
7 Bosnía Hersegóvína 55
8 Danmörk 28
9 Noregur 23
Rússland 23
11 Þýskaland 21
12 Pólland 20
13 Austurríki 17
14 Rúmenía 16
15 Ísrael 13
16 Grikkland 9
Írland 9
Ítalía 9
19 Búlgaría 4
Kýpur 4
Spánn 4
Sviss 4
Úkraína 4
24 Serbía 3
25 Ísland 2
Holland 2
25 Georgía 1
San Marinó 1
Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s