Keppni bullorðanna?

Það hafa verið nokkðu skiptar skoðanir á gæði laganna sem keppa í júróvísjon í ár. Margir hafa sagt að keppni sé slök og fá góð lög muni verða flutt á sviðinu í Düsseldorf. Hverju sem líður gæði laganna þá virðist gæði sumra textanna ekki vera upp á marga fiska eða að minnsta kosti sum viðlögin! Heil fjögur lög í keppninni í ár heita bullorðum þó þau sé ekki alvarið á uppgerðu tungumáli eins og stundum hefur verið raunin í júróvísjon!

Fyrst á svið með bullorðaviðlag er hin norska Stella Mwangi en hún er önnur á svið í fyrri undankeppninn þann 10. maí n.k. Stella flytur lagið Haba haba sem er afar hress smellur!

Næsta bullorðaviðlag er í framlagi Armena. Emmy syngur lagið Boom Boom fyrir hönd þjóðar sinnar og er ekki nóg með að hún syngi Boom Boom heldur bætir hún við chaka chaka og lætur það við  like a like a! Algjör snilldar texti hér á ferð!!

Finnar eru næstir í röðinni í bullorðaviðlagakeppninni en Paradise Oscar stígur á svið ellefti í röðinni á fyrra undanúrslitakvöldið og syngur lagið Da da dam en viðlagið í því lagi heldur áfram darararmm og svo framvegis!

Síðasta bullorðaviðlagið í ár er flutt af engri annarri en Dönu International! Hún stígur á stokk númer 12 á seinna undanúrslitakvöldinu þann 12. maí og flytur þar lagið Ding dong. Nú er spruning hvort Ding dong fleytir henni jafnlangt og Diva!

Auglýsingar

4 athugasemdir við “Keppni bullorðanna?

  1. Heiða Lind skrifar:

    Mér finnst Haba Haba best af þeim 😀 Það er samt merkilegt hvað maður fær þessi bulllög á heilann… ég hef verið með þau öll á heilanum nema Ding Dong sem mér finnst bara frekar leiðinlegt lag. Armenía og Finnland eru skárri, en ég bara elska Stellu og Haba Haba!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s