Gamalt uppáhalds: Video Video

Árið 1982, þegar Þjóðverjar sigruðu Júróvísjon í fyrsta skipti, sendu Danir grúbbuna Brixx í keppnina með lagið Video Video. Ekki er miklar upplýsingar að finna um þetta band í netheiminum en það skiptir ekki öllu máli því lagið er algjör gullmoli í júróvísjon sögunni! Gengi lagsins var þó afar slappt og rétt náði í 5 stig og endaði í næst síðasta sæti á eftir Finnlandi sem fékk ekkert stig þetta árið. Þrátt fyrir það hefur lagið lifað áfram og er eitt allra vinsælasta júróvísjonlagið í Danmörku og má heyra það amk einu sinni á hverju kvöldi á karíókí börum Kaupmannahafnar!

Atriði Brixx liða var ekki til að hrópa húrra fyrir en búningarnir voru dásamlegir. Forsöngvarinn í bandinu, Jens Brixtofte, klæddist gulum jakka og bleikum skóm við bleikt lakkrísbindi og allt of stóra skyrtu meðan bassaleikarinn klæddist allt of þröngum gullbuxum við þrönga glansandi bláa skyrtu! Allt þetta ásamt dásmlegum texta um mann sem hefur eignast hina frábæru nýju tækni, videotækið, og gerir ekkert annað allan liðlangan daginn en að horfa á video!

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s