Þýskaland í Júróvísjon!

Í ljósi þess að júróvísjon í ár er í Þýskalandi finnst okkur ekki úr vegi að fjalla aðeins um sögu Þýskalands í Júróvísjon!

Þýskaland er eitt af þeim löndum sem tóku þátt í fyrstu júróvísjon keppninni árið 1956 í Lugano í Sviss. Í þeirri keppni tóku sjö lönd þátt og hvert land átti tvö lög í keppninni. Fulltrúar Þýskalands þetta árið voru Walter Anderas Schwarz með lagið Im Wartesaal Zum Grossen Glück og Freddy Quinn með lagið So geth das jede Nacht. Ekki er vitað mikið um hvernig kosning fór í þessari fyrstu keppni en upplýsingar um stig er ekki að finna og einungis var gefið upp fyrsta sætið en það hlaut Sviss eins og flestir júróvísjon aðdáendur vita!

Allt frá því 1956 hefur Þýskaland tekið þátt í öllum keppnum nema einni, árið 1996, sem veitir Þýskalandi þann titil að hafa keppt oftast allra landa í Júróvísjon. Þrátt fyrir það hefur Þýskaland einungis tvisvar unnið keppnina ólíkt bæði Frökkum og Bretum sem hafa unnið nokkuð oftar þrátt fyrir að hafa tekið þátt í færri skipti. Þýskaland vann fyrst árið 1982 með laginu Ein bisschen Frieden í flutningi Nicole. Í hugum margra júróvísjon aðdáenda er lagið eitt af þeim betri sem komið hefur fram í Júróvísjon og flutningurinn hjá Nicole þótti líka eftirtektaverður. Og svo eins og kunnugt er sigraði hin unga Lena keppnina í Osló í fyrra heldur örugglega með laginu Satellite. Þjóðverjar hafa þó nokkuð oft lent ofarlega í keppninn en samtals 9 sinnum hafa þeir lent í 2. eða 3. sæti og samtals 30. sinnum í topp 10 og verður það að teljast ágætur árangur. Þjóðverjar hefur þó alls ekki alltaf gengið vel og hafa þeir hlotið þann vafasama heiður að hafa 9 sinnum hlotið 5 stig eða færri í keppninni og þar af tvisvar sinnum núll stig!!

Þó að Þjóðverjar hafi ekki verið með árið 1996 var það ekki að þeirra eigin frumkvæði og hafa þeir því ætlað sér að taka þátt öll 56 skiptin sem Júróvísjon hefur verið haldin. Þetta ár tók EBU (Evrópska sjónvarpsbandalagið) upp forval í keppnina til að taka á þeim mikla fjölda sem nú sóttist eftir þátttöku. Einungis Norðmenn, gestgjafar og sigurvegarar ársins 1995, fengu sjálfkrafa þátttökurétt og þurftu því hin löndin 29 sem vildu vera með að fara í forval. Niðurstaða forvalsins var sú að Þýskaland komst ekki áfram og sat því eftir heima.  Þetta olli nokkrum taugatitringi hjá þýska ríkissjónvarpinu sem og EBU sökum þess að Þýskaland greiddi mest til keppninar á þessum tíma. Þessu fyrirkomulagi var því hætt og árið eftir var Þýskaland með að nýju. Þjóðverjar teljast nú til hinnar fimm stóru þjóða í Júróvísjon sem eiga alltaf öruggt sæti í úrslitakeppninni en ásamt þeim eru Bretar, Frakkar, Spánverjar og Ítalir í þeim hópi.

Þjóðverjar eiga talsvert af eftirminnilegum lögum í Júróvísjon. Vinningslögin þeirra tvö eru að sjálfsögðu eftirminnileg auk lagsins Für alle með hljómsveitinni Wind sem þegar hefur verið fjallað um hér á síðunni. Einnig höfum við fjallað um lagið Dschinghis Kahn sem lenti í 4. sæti árið 1979 og var heldur betur líflegt sem og lagið Reise nach Jerusalem frá árinu 1999 sem við höfum nýlega fjallað um hér á síðunni. Framlag Þjóverja árið 2006 vakti líka athygli en þá telfdu þeir fram kántrí hjómsveit og söngkonu í afar bleikum kjól og saman fluttu þau lagið No no never. Í örvæntingu sinni til að ná góðum árangri í keppninni árið 2009 telfdu Þjóðverjar fram hinni vafasömu burlesque dömu, Ditu von Teese sem dansar í laginu Miss kiss kiss bang með dúetnum Alex Swings Oscar Sings en báru ekki  árangur sem erfiði. Þjóðverjar hafa einnig sent minna eftirminnileg lög í keppnina og má sjá nokkur þeirra hér að neðan!

Þjóðverjar hafa verið nokkuð iðnir við að senda sömu flytjendur aftur í keppnina og er Lena alls ekki sú eina sem stígur aftur á svið fyrir hönd Þjóðverja! Við höfum áður fjallað um hljómsveitina Wind sem tók þrisvar sinnum átt fyrir hönd Þjóðverja. Katja Ebstein tók einnig þátt þrisvar sinnum fyrir hönd Þjóðverja árin 1970, 1971 og 1980 og gekk nokkuð vel, lenti í tvisvar í 3.sæti og einu sinni í 2.sæti. Leik- og söngkonan Margot Hielscher tók þátt tvisvar, árin 1957 og 1958 og lenti í 4. og 7. sæti.

Saga Þjóðverjar er því nokkuð skrautleg í Júróvísjon eins og vænta má af þjóð sem hefur tekið 55. sinnum þátt! Í lokin má lítla nokkur af framlögum Þjóðverja í 56 ára sögu þeirra í Júróvísjon.

Framlag Þjóðverja 1969 – Siw Malmkvist og lagið Primaballerina

Framlag Þjóðverja 1980 – Katja Ebstein og lagið Theater

Framlag Þjóðerja 1995 – Stone & Stone og lagið Verliebt in Dich

Framlag Þjóðverja 2003 – Lou með lagið Lets get happy

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s