Að breyta fótboltavelli í sjónvarpstúdíó

(mynd: Sylvia Galaschek)

Eins og fram hefur komið þá mun Júróvísjon keppnin verða haldin í Esprit íþróttahöllinni í Düsseldorf en hún er staðsett við Rín í Stockum hverfinu. Þrátt fyrir að Esprit höllin sé fjölnota hús þarf mikill undirbúningur að fara fram áður en hægt er að halda Júróvísjon! Esprit-höllin, sem raunar hét LTU höllin allt til ársins 2009, var byggð á árunum 2002-2004 og var opnuð formlega í uppphafi árs 2005. Höllin er gríðarstór, rúmir 7000 fermetrar að flatarmáli og hefur leyfi til að hýsa 66.500 gesti. Höllin er í raun fótboltavöllur og er heimavöllur fótboltaliðsins Fortuna.

Leiðin frá því að breyta fótboltavelli í sjónvarpstúdíó er löng og hófst því vinna við að standsetja höllina fyrir júróvísjon í byrjun apríl. Það sem raunar verður gert er að fótboltavöllurinn (40 sentimetra þykkur grasflötur) verður fjarlægður og í staðinn settur sandur á völlinn og viðargólf lagt yfir. Þegar því er lokið getur vinnan við annað í höllinni hafist.

(mynd: eurovision.tv)

Sviðið, sem verður næstum því kringlótt, er hannað af Florian Wieder og munu áhorfendurnir 35.000 sitja næstum því hringinn í kringum það. Sviðið  er að mestu leyti búið til af sviðshönnuðum NDR í Hamborg. Sviðsbúnaðurinn er rúmlega 1500 tonn að þyngd og verður fluttur til Düsseldorf í 40 vöruflutningabílum.  Það er þó bara brot af þeim búnaði sem þarf að flytja í höllina en samtals verður fluttur í höllina búnaður (ljósa, hljóð, rafmagns og LED búnaður) sem vegur rúmlega 4500 tonn og mun koma þangað í 120 vöruflutningabílum. Í þessum búnaði er meðal annars að finna 35 kílómetra af rafmagnssnúrum og 90 hljóðnema og head sets.

Til viðbótar við höllina verða 80 kofar fyrir utan höllina sem munu hýsa tæknibúðnað og vera aðstaða fyrir tæknimenn og hópinn sem er ábyrgur fyrir símakosningunni. Auk þess verður gríðarstórt svæði við hliðina á höllinni fyrir blaðamenn en búist er við um 2500 blaðamönnum frá öllum 43 þátttökulöndunum meðan á keppninni stendur.

Ef þig langar að vita meira um höllina geturðu skoðað heima síðu hennar, http://www.espritarena.de, og hér er geturðu séð video af höllinni!

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s