Gamalt uppáhalds: Reise nach Jerusalem

Júróvísjonkeppnin árið 1999 er sannarlega eftirminnileg íslenskum júróvísjon aðdáendum. Selma Björnsdóttir var þá í harðri samkeppni við hina sænsku Charlotte (þá) Nilson um vinnigssætið í keppninni sem endaði með því að Charlotte vann og skildi Selmu eftir með annað sætið, besta árangur Íslendinga í keppninni til þessa. Það sem ábyggilega færri muna eftir er framlag Þjóðverja í þessari keppni.

Lagið Reise nach Jerusalem eða Ferðin til Jerúsalem var flutt af þýsk-tryknesku grúbbunni Sürpriz sem var stofnuð eingöngu til að flytja lag í undankeppninni heima í Þýskalandi. Keppnin var þetta ár haldin í Jerúsalem og það má sem sanni segja að leið Þjóðverja til Jerúsalem það ár hafi ekki verið auðveld. Í undankeppninni heima fyrir, sem var haldin í Bremen, lenti Sürpriz í öðru sæti en sigurlagið, Hör den Kindern einfach zu (Hlustið einfaldlega á börnin), var dæmt óhæft til þátttöku þar sem það hafði komið út tveim árum áður með öðrum flytjanda. Sürpriz var því boðið að fara sem framlag Þjóðverja í keppnina. Sú ákvörðun olli hins vegar líka umtali í Þýskalandi og sögðu margir að lagið líktist of mikið öðru lagi eftir sama höfund (Ralph Siegler) sem kallast ,,Wo geht die Reise hin? (Hvert er ferðinni heitið?) sem kom út með hljómsveitinni Harmony Four árið 1984. Málið var tekið upp hjá Evrópska sjónvarspbandalaginu (EBU) og var niðurstaðan sú að Reise nach Jerusalem væri hæft til keppni.

Það voru fáir sem bjuggust við því að þau sex tyrkneskættuðu Þjóðverjar sem skipuðu bandið Sürpriz myndu ná langt í Jerúsalem. Eitthvað snertu þau þó við Evrópubúum þegar þau stigu á sviðið í náttfötunum til að flytja lagið því þau enduðu í 3. sæti einungis 6 stigum á eftir Selmu. Þetta var í 11. skipti sem Þjóðverjar lentu í 3. sæti eða ofar en síðan þá hafa þeir einungis einu sinn lent í efstu þremur sætunum en það var einmitt í fyrra þegar þeir sigruðu með laginu Setillte í flutningi hinnar umtöluðu Lenu.

Þrátt fyrir ágætan árangur í keppninni áttu Sürpriz ekki góðu gengi að fagna í kjölfarið. Lagið komst ekki á vinsældalista í Þýskalandi og lítill áhugi  var fyrir bandinu þar. Þau gáfu þó út eina plötu í Tyrklandi en salan og undirtekirnar voru dræmar. Bandið var því leyst upp árið 2002.

Hér má sjá lagið en það var flutt á ensku, þýsku, tryknesku og hebresku.

Auglýsingar

3 athugasemdir við “Gamalt uppáhalds: Reise nach Jerusalem

  1. Anna Ólafsd. skrifar:

    Ég fíla þetta lag. Mamma hlustaði á það og henni fannst það líkt hinni útgáfunni af „Ríðum rekum yfir sandinn“

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s