„Ekkert síðri „Strákarnir okkar“ en handboltalandsliðið!“ Viðtal við íslensku flytjendurna 2011

Við hér á síðunni Allt um Júróvisjón erum, eins og flestir aðrir Júrónördar, forvitnar um hvernig undirbúningurinn íslenska framlagsins gengur fyrir aðalkeppni Eurovision í Düsseldorf í maí.

Við hittum að máli tvo af forsvarsmönnum íslenska lagsins Coming Home, þau Þórunni Ernu Clausen ekkju Sigurjóns Brink og Benedikt Brynleifsson söngvara og trommuleikara, og spjölluðum við þau um það sem er framundan.

 

 

EEV: Nú hefur lagið fengið enskan texta en var flutt á íslensku fyrst. Stóð aldrei annað til en að syngja það á ensku í aðalkeppninni?

 

Þórunn: „Nei, það stóð alltaf til að hafa enskan texta og Sjonni var sjálfur búinn að semja demo-texta en ég gerði svo íslenskan texta áður en lagið var sent inn í Söngvakeppnina. Okkur fannst þessar reglur, um að lagið yrði að vera á íslensku, mjög skrítnar og frekar hallærislegar fyrst þar sem lagið mun á endanum vera flutt á ensku, en núna sé ég alveg kostina við það að hafa þessi lög á íslensku.“

Benni: „Ég held að fólk læri þau frekar á íslensku, sérstaklega krakkarnir. Fjögurra ára strákurinn minn kann t.d. allan textann við lagið.“

Þórunn: „Já, það er dásamlegt að heyra börn út um allt syngja lagið. Ég fæ alltaf tár í augun og veit að Sjonni yrði virkilega ánægður að vita hversu margir hafa tekið ástfóstri við lagið.“

EEV: Hvernig varð enski textinn til?

 

Þórunn: „Hann varð ekki til fyrr en eftir sigurinn í undankeppninni. Annað hefði verið undarlegt. Ég lagði mig fram um að skrifa nýjan texta með demo-textann hans Sjonna til hliðsjónar og byggði á íslenska textanum. Nýi enski textinn nær líka dálítið utan um söguna á bak við atriðið og flutninginn. Ég hélt eftir mörgum línum frá Sjonna, t.d. „Oh, oh, oh, it‘s time to go, I’ll see you I’ll see you soon…“, ótrúlegar línur að hlusta á eftir það sem gerst hefur. Svo var hitt fléttað saman við þar sem passaði.

Það eru sérstaklega tvær línur sem mér fannst mikilvægt að setja inn í og tengja persónu Sjonna enn frekar inn í lagið. Annars vegar setningin „Your smile will always lead my way“ sem hafði mjög mikla persónulega tengingu fyrir okkar Sjonna bæði og var heiti á lagi á sólóplötunni hans. Og hins vegar „My love is you“ en Love is you er líka heiti á lagi sem Pálmi samdi og þeir í hljómsveitinni Rokk með Sjonna gáfu út til minningar um John Lennon. En Pálmi syngur einmitt þessa línu í laginu!

Á heildina litið er textinn þannig fullur af tilvísunum og mjög persónulegur fyrir mig. Hann er djúpur á sinn hátt og hann inniheldur skilaboð sem mig langar virkilega til að koma á framfæri og ég veit að Sjonni vildi það líka.“

Benni: „Örugglega einn af fáum enskum textum í keppninni í ár sem jafnmikið er lagt í og segja sögu.“

EEV: Getið þið sagt mér ögn frá atriðinu, hvernig það þróaðist í flutning sex vina á laginu hans Sjonna?

 

Benni: „Það stóð til að ég yrði með Sjonna á sviðinu á trommunum, og jafnvel að við yrðum bara tveir. Undirbúningurinn miðaðist dálítið við það, alveg fram á síðasta dag. En svo bættust við raddir, Ólöf Jara Skagfjörð söng þær inn á demoið.“

Þórunn: „Brassið bættist líka við á síðustu metrunum og kvöldið áður en hann lést vorum við Sjonni búin að ráða þrjá nána vini okkar til að „spila“ brass í atriðinu, þrátt fyrir að þeir séu ekki brassleikarar. Ég fékk þá svo til að „spila“ brass í myndbandinu sem Arnór Pálmi, frændi Sjonna, gerði við lagið. Þar bregður Ólöfu Jöru Skagfjörð líka fyrir ásamt fjölskyldu okkar og vinum.

Eftir á að hyggja er það mjög sérstakt að hugsa til þess að hugmyndin með brassinu hafi verið, eins og við töluðum um, svona í anda „New Orleans-jarðarfarar“… En eftir fráfall Sjonna hugsuðum við bara að svona hefði Sjonni viljað hafa þetta; vera umvafinn vinum sínum og félögum, þannig vorum við búin að leggja upp með þetta atriði frá byrjun. Hann naut þess svo í fyrra í Waterslide og við skemmtum okkur ekkert lítið við undirbúninginn og vildum ná þeirri stemmingu aftur – sem tókst held ég algjörlega og gott betur!“

 

EEV: Hvernig gengur undirbúningurinn fyrir keppnina í vor? Eruð þið farin að spá í sviðsetningu og búningum?

 

Þórunn: „Ljósahönnunin og allt svoleiðis er langt komið. Krafan frá EBU er að öll hönnun á ljósum og slíku sé tilbúin 3-4 vikum eftir undankeppnina heima.“

Benni: „Uppbygging atriðisins er líka langt komin. Ég sá einmitt að sviðið í ár verður frekar lítið með stórum hnetti með LED-skjáum fyrir aftan. Það hentar okkur eiginlega betur að vera á litlu sviði svo að það er gott.“

Þórunn: „Búningarnir verða svo svipaðir og í undankeppninni, en ekki í sama lit. Við ætlum að reyna að hafa línu í klæðnaði strákanna, að þeir verði alltaf svipað klæddir, það gerir þá áberandi. Svo að það sé nú hægt að sjá að þeir eru artistar en ekki t.d. tökumenn! En atriðið verður samt ekki bara „copy-paste“ frá heimakeppninni – eins og maður hefur verið að sjá sums staðar í öðrum löndum, bara sama atriðið í smáatriðum í aðalkeppninni! En atriðið mun ekki breytast mikið hjá okkur.“

EEV: Hvernig leggið þið upp með að kynna lagið, eru komnar hugmyndir um „markaðssetningu“?

 

Þórunn: „Sviðsetningin og konseptið verður í anda við myndbandið, það verður svona útgangspunktur. Viðtalið við Sjonna fyrir Söngvakeppnina var tekið í hesthúsi og mér fannst tengingin því vera alveg augljós; að tengja lagið beint við Sjonna sjálfan og hestamennskuna, mér fannst ég bara þurfa að tengja vísbendingarnar saman og reyna að gera það sem hann hefði viljað gera sjálfur.

Fyrir utan það að lagið hét í demo-útgáfunni hans Countryside og hvað er íslenskara en hesthúsið? Ég fékk meira að segja Gísla Örn til að vera í lopapeysunni hans Sjonna í myndbandinu en hann var einmitt í henni í síðasta viðtalinu sem var tekið við hann. Og Benni tók niður einn hnakk af veggnum þarna í hlöðunni og sat á honum í myndbandinu.“

Bæði: „Varðandi hópinn sem er að fara út þá erum við 13 manns frá okkur að fara út og mjög samheldinn og samstilltur hópur. Grínuðumst meira að segja með það að inntökuskilyrðin í hópinn væru að vera ótrúlega skemmtilegur og geta verið með í stemmingunni! Þetta er náttúrulega bara einn stór vinahópur. Og þess vegna held ég að við eigum t.d. eftir að hafa margt fram að færa á blaðamannafundunum þarna úti.

Við stofnuðum facebook-síðu og síðu á Eurovision.tv og erum að stofna heimasíðu með efninu hans Sjonna sem verður líklegast sjonnibrink.is og ætlum að vera virk á þessum síðum sem og fleiri stöðum. Við höfum sent út sögu lagsins á ýmsum tungumálum en við eigum líka alveg von á að fólk komi til okkar og spjalli til að fá að vita meira. Þetta er ákveðin sérstaða fyrir okkur.“

EEV: Hafið þið fengið viðbrögð erlendis frá, t.d. frá aðdáendum?

 

Benni: „Við strákarnir höfum fengið nokkrar spurningar um hvernig megi nálgast viðtöl við okkur og svo er maður farinn að fá talsvert fleiri vinabeiðnir! Ég er aðeins að fylgjast með viðbrögðum á netinu og svona og flestir eru bara mjög jákvæðir.“

Þórunn: „Okkur berast svona 40-50 email á dag þar sem beðið er um kynningarefni og lagið. Kynning á strákunum hverjum fyrir sig skiptir líka máli upp á að fólk þekki þá og viti hverja á að tala við.“

EEV: Hvernig metið þið möguleika lagsins fyrir fram? Eru væntingar Íslendinga miklar?

Bæði: „Með þessa stóru sögu á bak við lagið erum við í ákveðinni sérstöðu og mjög ólík öllum öðrum framlögum. Við þurfum líka að vanda okkur við framsetninguna og allir eru mjög meðvitaðir um það – við erum náttúrulega líka öll svo tengd þessu persónulega sem er kannski öðruvísi en lög sem Ísland hefur sent áður.“

Benni: „Íslendingar eru strax farnir að flykkjast á bak við lagið, eins og gerist venjulega. Fyrst eftir undankeppnina eru tilfinningarnar kannski blendnar en svo verður þetta svona sameiningartákn, „lagið okkar allra.“

Þórunn: „Svo eru þessir strákar náttúrulega hverjum öðrum betri og myndarlegri – þeir eru sko ekkert síðri „Strákarnir okkar“ en handboltalandsliðið!

Ég vil nú ekkert segja um það hvernig okkur mun ganga en ég held samt að Íslendingum hafi tekist að hitta á að velja „rétta“ lagið, ekki það lag sem við höldum að hin löndin í Evrópu fíli! Við Íslendingar erum svolítið oft upptekin af því að halda að við vitum hvað aðrir vilja, en að velja lag frá hjartanu, lag sem snertir við fólki og fólki finnst gaman að hlusta á, það held að ég að sé miklu betri leið. Það er svo erfitt að giska á það hvað fólkið úti á eftir að fíla á hverju ári, það virkar sjaldnast.“

EEV: En hvernig var þetta eftir sigurinn?

 

Þórunn: „Jú, eitthvað var um skiptar skoðanir en það er þannig á hverju ári. Eitt árið er talað um að lögin séu stolin eða eitthvað reynt að tína til og það mun alltaf fylgja svona keppni í listum. Það er erfitt að keppa í listum og það verða aldrei allir sammála sem betur fer, það væri bara leiðinlegt.

Sigurinn var hins vegar algjörlega afgerandi og hef ég eitthvað heyrt af því að dómnefndin sem er til vara á kvöldinu hafi einnig dæmt okkur sigur.  Það er talað um þessi samúðaratkvæði en ég hef ekki trú á því að Íslendingar leggi á sig að hringja inn og kjósa „sitt framlag“ bara vegna samúðar! Lagið er bara rosalega gott og allt öðruvísi en hin lögin.“

EEV: Eruð þið sjálf Eurovision-aðdáendur? Hafið þið fylgst með keppninni í gegnum tíðina?

 

Benni: „Ég ólst upp á Akureyri og horfði alltaf á keppnina og allir mínir jafnaldrar. Kannski er þetta öðruvísi úti á landi, ég held að áhuginn fyrir keppninni sé miklu meiri þar en hér í höfuðborginni en þetta gæti verið breytt núna.“

Þórunn: „Ég hef verið aðdáandi frá því að ég var lítil stelpa og mig hefur alltaf dreymt um að keppa í þessari keppni.

Sjonni var líka mjög spenntur fyrir keppninni þó að hann hafi í grunninn verið rokkari og kannski verið meira í þeirri hlið tónlistarbransans. En hann var mikill keppnismaður, fannst allt skemmtilegt sem hann tók sér fyrir hendur og fannst þetta frábær vettvangur til að koma tónlistinni sinni á framfæri, fá að syngja fyrir fólk og gefa fólki af sér. Við fylgdumst t.d. með keppninni og síðunni ykkar í fyrra! Hinir strákarnir eru líka flestir miklir aðdáendur.“

EEV: Hafið þið skoðað framlög annarra landa í ár?

 

Benni: „Já, aðeins. Ég fíla dönsku eitís-rokkarana með hárið og hollenska lagið líka.“

Þórunn: „Mér finnst svissneska lagið flott og líka norska. Skil hins vegar ekki að fólk sé hrifið af sænska atriðinu, mér finnst það aðeins of mikið!“

EEV: Einhverjir af strákunum eru að fara í fyrsta sinn, hvernig leggst það í ykkur að vera að fara í 2 vikna Eurovision-ferð með tilheyrandi látum?

 

Benni: „Já, Vignir hefur nú farið oftast – er að fara í fimmta sinn – og Gunni Óla fór auðvitað út með lagið Angel 2001. Ég er að fara í þriðja sinn,  fór með Eurobandinu 2008 og Eika 2007. Það verður samt öðruvísi núna – t.d. fæ ég að syngja en ekki bara þykjast spila á hljóðfæri! Ég veit alla vega hvernig þetta gengur fyrir sig, öll geðveikin í kringum þetta.  Þeir eru þrír sem eru að fara í fyrsta sinn; Matti, Hreimur og Pálmi. Það erfiðasta við þetta er að fara frá fjölskyldunum og börnunum. Við vorum að telja þetta saman um daginn og allt í allt eigum við 17 börn, við 7 í hópnum!“

Við þökkum Þórunni og Benna fyrir spjallið og höldum áfram að fylgjast með undirbúningnum hjá „strákunum okkar“ og hlökkum sannarlega til að sjá þá á sviðinu í Düsseldorf eftir nokkrar vikur!

Við hér á síðunni Allt um Júróvisjón erum, eins og flestir aðrir Júrónördar, forvitnar um hvernig undirbúningurinn íslenska framlagsins gengur fyrir aðalkeppni Eurovision í Düsseldorf í maí.

Við hittum að máli tvo af forsvarsmönnum íslenska lagsins Coming Home, þau Þórunni Ernu Clausen ekkju Sigurjóns Brink og Benedikt Brynleifsson söngvara og trommuleikara, og spjölluðum við þau um það sem er framundan.

EEV: Nú hefur lagið fengið enskan texta en var flutt á íslensku fyrst. Stóð aldrei annað til en að syngja það á ensku í aðalkeppninni?

Þórunn: „Nei, það stóð alltaf til að hafa enskan texta og Sjonni var sjálfur búinn að semja demo-texta en ég gerði svo íslenskan texta áður en lagið var sent inn í Söngvakeppnina. Okkur fannst þessar reglur, um að lagið yrði að vera á íslensku, mjög skrítnar og frekar hallærislegar fyrst þar sem lagið mun á endanum vera flutt á ensku en núna sé ég alveg kostina við það að hafa þessi lög á íslensku.“

Benni: „Ég held að fólk læri þau frekar á íslensku, sérstaklega krakkarnir. Fjögurra ára strákurinn minn kann t.d. allan textann við lagið.“

Þórunn: “Já það er dásamlegt að heyra börn út um allt syngja lagið. Ég fæ alltaf tár í augun og veit að Sjonni yrði virkilega ánægður að vita hversu margir hafa tekið ástfóstri við lagið.”

EEV: Hvernig varð enski textinn til?

Þórunn: „Hann varð ekki til fyrr en eftir sigurinn í undankeppninni. Annað hefði verið undarlegt. Ég lagði mig fram um að skrifa nýjan texta með demo-textann hans Sjonna til hliðsjónar og byggði á íslenska textanum. Nýi enski textinn nær líka dálítið utan um söguna á bak við atriðið og flutninginn. Ég hélt eftir mörgum línum frá Sjonna, t.d. „Oh, oh, oh, it‘s time to go, I’ll see you I’ll see you soon…“, ótrúlegar línur að hlusta á eftir það sem gerst hefur en svo var hitt fléttað saman við þar sem passaði. Það eru sérstaklega tvær línur sem mér fannst mikilvægt að setja inn í og tengja persónu Sjonna enn frekar inn í lagið. Annars vegar setningin „Your smile will always lead my way“ sem hafði mjög mikla persónulega tengingu fyrir okkar Sjonna bæði og var heiti á lagi á sólóplötunni hans. Og hins vegar „My love is you“ en “Love is you” er líka heiti á lagi sem Pálmi samdi og þeir í hljómsveitinni Rokk með Sjonna gáfu út til minningar um John Lennon. En Pálmi syngur einmitt þessa línu í laginu!

Í heildina litið er textinn þannig fullur af tilvísunum og mjög persónulegur fyrir mig. Hann er djúpur á sinn hátt og hann inniheldur skilaboð sem mig langar virkilega til að koma á framfæri og ég veit að Sjonni vildi það líka.“

Benni: “Örugglega einn af fáum enskum textum í keppninni í ár sem jafnmikið er lagt í og segja sögu.”

EEV: Getið þið sagt mér ögn frá atriðinu, hvernig það þróaðist í flutning sex vina á laginu hans Sjonna?

Benni: „Það stóð til að ég yrði með Sjonna á sviðinu á trommunum, og jafnvel að við yrðum bara tveir. Undirbúningurinn miðaðist dálítið við það, alveg fram á síðasta dag. En svo bættust við raddir, Ólöf Jara Skagfjörð söng þær inn á demoið“

Þórunn: „Brassið bættist líka við á seinustu metrunum og vorum við Sjonni kvöldið áður en hann lést búin að ráða 3 nána vini hans og okkar í að “spila” á brass í atriðinu, þrátt fyrir að þeir séu ekki brassleikarar. Ég fékk þá svo til að “spila” á brass í myndbandinu sem Arnór Pálmi frændi Sjonna gerði við lagið. Þar bregður Ólöfu Jöru Skagfjörð líka fyrir ásamt fjölskyldu okkar og vinum. Eftir á að hyggja er það mjög sérstakt að hugsa til þess að hugmyndin með brassinu hafi verið, eins og við töluðum um, svona í anda „New Orleans-jarðarfarar“… En eftir fráfall Sjonna hugsuðum við bara að svona hefði Sjonni viljað hafa þetta; vera umvafinn vinum sínum og félögum, þannig vorum við búin að leggja upp með þetta atriði frá byrjun. Hann naut þess svo í fyrra í Waterslide og við skemmtum okkur ekkert lítið við undirbúninginn og vildum ná þeirri stemmingu aftur – sem tókst held ég algjörlega og gott betur!“

EEV: Hvernig gengur undirbúningurinn fyrir keppnina í vor? Eruð þið farin að spá í sviðsetningu og búningum?

Þórunn: „Ljósahönnunin og allt svoleiðis er langt komið. Krafan frá EBU er að öll hönnun á ljósum og slíku sé tilbúin 3-4 vikum eftir undankeppnina heima.“

Benni: „Uppbygging atriðisins er líka langt komin. Ég sá einmitt að sviðið í ár verður frekar lítið með stórum hnetti með LED-skjáum fyrir aftan. Það hentar okkur eiginlega betur að vera á litlu sviði svo að það er gott.“

Þórunn: „Búningarnir verða svo svipaðir og í undankeppninni, en ekki í sama lit. Við ætlum að reyna að hafa línu í klæðnaði strákanna, að þeir verði alltaf svipað klæddir, það gerir þá áberandi. Svo að það sé nú hægt að sjá að þeir eru artistar en ekki t.d. tökumenn! En atriðið verður samt ekki bara „copy-paste“ frá heimakeppninni – eins og maður hefur verið að sjá sums staðar í öðrum löndum, bara sama atriðið í smáatriðum í aðalkeppninni! En það mun ekki breytast mikið hjá okkur.

EEV: Hvernig leggið þið upp með að kynna lagið, eru komnar hugmyndir um „markaðssetningu“?

Þórunn: „Sviðsetningin og konseptið verður í anda við myndbandið, það verður svona útgangspunktur. Viðtalið við Sjonna fyrir Söngvakeppnina var tekið í hesthúsi og mér fannst tengingin því vera alveg augljós; að tengja lagið beint við Sjonna sjálfan og hestamennskuna, mér fannst ég bara þurfa að tengja vísbendingarnar saman og reyna að gera það sem hann hefði viljað gera sjálfur. Fyrir utan það að lagið hét í demo-útgáfunni hans Countryside og hvað er íslenskara en hesthúsið?“

Þórunn: „Ég fékk meira að segja Gísla Örn til að vera í lopapeysunni hans Sjonna í myndbandinu en hann var einmitt í henni í síðasta viðtalinu sem var tekið við hann. Og Benni tók niður einn hnakk af veggnum þarna í hlöðunni og sat á honum í myndbandinu.“

Bæði: „Varðandi hópinn sem er að fara út þá erum við 13 manns frá okkur og mjög samheldinn og samstilltur hópur. Grínuðumst meira að segja með það að inntökuskilyrðin í hópinn væru að vera ótrúlega skemmtilegur og geta verið með í stemmingunni! Þetta er náttúrulega bara einn stór vinahópur. Og þess vegna held ég að við eigum t.d. eftir að hafa margt fram að færa á blaðamannafundunum þarna úti. Við stofnuðum facebook-síðu og síðu á Eurovision.tv.og erum að stofna heimsíðu með efninu hans Sjonna sem verður líklegast sjonnibrink.is og ætlum að vera virk á þessum síðum sem og fleiri stöðum. Við höfum sent út sögu lagsins á ýmsum tungumálum en við eigum líka alveg von á að fólk komi til okkar og spjalli til að fá að vita meira. Þetta er ákveðin sérstaða fyrir okkur.“

EEV: Hafið þið fengið viðbrögð erlendis frá, t.d. frá aðdáendum?

Benni: „Við strákarnir höfum fengið nokkrar spurningar um hvernig megi nálgast viðtöl við okkur og svo er maður farinn að fá talsvert fleiri vinabeiðnir! Ég er aðeins að fylgjast með viðbrögðum á netinu og svona og flestir eru bara mjög jákvæðir.“

Þórunn: „Okkur berast svona 40-50 email á dag þar sem beðið er um kynningarefni og lagið. Kynning á strákunum hverjum fyrir sig skiptir líka máli upp á að fólk þekki þá og viti hverja á að tala við.“

EEV: Hvernig metið þið möguleika lagsins fyrir fram? Eru væntingar Íslendinga miklar?

Bæði: „Með þessa stóru sögu á bak við lagið erum við í ákveðinni sérstöðu og mjög ólík öllum öðrum framlögum. Við þurfum líka að vanda okkur við framsetninguna og allir eru mjög meðvitaðir um það – við erum náttúrulega líka öll svo tengd þessu persónulega sem er kannski öðruvísi en lög sem Ísland hefur sent áður.“

Benni: „Íslendingar eru strax farnir að flykkjast á bak við lagið, eins og gerist venjulega. Fyrst eftir undankeppnina eru tilfinningarnar kannski blendnar en svo verður þetta svona sameiningartákn, „lagið okkar allra“.

Þórunn: „Svo eru þessir strákar náttúrulega hverjum öðrum betri og myndarlegri – þeir eru sko ekkert síðri „Strákarnir okkar“ en handboltalandsliðið! Ég vil ekkert segja um það hvernig okkur mun ganga en ég held samt að Íslendingum hafi tekist að hitta á að velja “rétta” lagið, ekki það lag sem við höldum að hin löndin í Evrópu fíli! Við Íslendingar erum svolítið oft upptekin af því að halda að við vitum hvað aðrir vilja, en að velja lag frá hjartanu, lag sem að snertir við fólki og fólki finnst gaman að hlusta á, það held að ég að sé miklu betri leið. Það er svo erfitt að giska á það hvað fólkið úti á eftir að fíla á hverju ári, það virkar sjaldnast.

EEV: En hvernig var þetta eftir sigurinn?

Þórunn: „Jú, eitthvað var um skiptar skoðanir en það er þannig á hverju ári. Eitt árið er talað um að lögin séu stolin eða eitthvað reynt að tína til og það mun alltaf fylgja svona keppni í listum.  Það er erfitt að keppa í listum og það verða aldrei allir sammála sem betur fer, það væri bara leiðinlegt. Sigurinn var hins vegar algjörlega afgerandi og hef ég eitthvað heyrt af því að dómnefndin sem er til vara á kvöldinu hafi einnig dæmt okkur sigur.  Það er talað um þessi samúðaratkvæði en ég hef ekki trú á því að Íslendingar leggi á sig að hringja inn og kjósa „sitt framlag“ bara vegna samúðar! Lagið er bara rosalega gott og allt öðruvísi en hin lögin.“

EEV: Eruð þið sjálf Eurovision-aðdáendur? Hafið þið fylgst með keppninni í gegnum tíðina?

Benni: „Ég ólst upp á Akureyri og horfði alltaf á keppnina og allir mínir jafnaldrar. Kannski er þetta öðruvísi úti á landi, ég held að áhuginn fyrir keppninni sé miklu meiri þar en hér í höfuðborginni en kannski er þetta breytt núna.“

Þórunn: „Ég hef verið aðdáandi frá því að ég var lítil stelpa og mig hefur alltaf dreymt um að keppa í þessari keppni.  Sjonni var líka mjög spenntur fyrir keppninni þó að hann hafi í grunninn verið rokkari og kannski verið meira í þeirri hlið tónlistarbransans. En hann var mikill keppnismaður, fannst allt skemmtilegt sem hann tók sér fyrir hendur og fannst þetta frábær vettvangur til að koma tónlistinni sinni á framfæri og fá að syngja fyrir fólk og gefa fólki af sér. Við fylgdumst t.d. með keppninni og síðunni ykkar í fyrra! Hinir strákarnir eru líka flestir miklir aðdáendur.“

EEV: Hafið þið skoðað framlög annarra landa í ár?

Benni: „Já, aðeins. Ég fíla dönsku eitís-rokkarana með hárið og hollenska lagið líka.“

Þórunn: „Mér finnst svissneska lagið flott og líka norska. Skil hins vegar ekki að fólk sé hrifið af sænska atriðinu, mér finnst það aðeins of mikið!“

EEV: Einhverjir af strákunum eru að fara í fyrsta sinn, hvernig leggst það í ykkur að vera að fara í 2 vikna Eurovision-ferð með tilheyrandi látum?

Benni: „Já, Vignir hefur nú farið oftast, er að fara í fimmta sinn en ég fór með Eurobandinu 2008 og Eika 2007. Það verður samt öðruvísi núna – t.d. fæ ég að syngja en ekki bara þykjast spila á hljóðfæri! Ég veit alla vega hvernig þetta gengur fyrir sig, öll geðveikin í kringum þetta. Gunni Óla fór auðvitað út með langið Angel 2001. Þeir eru þrír sem eru að fara í fyrsta sinn; Matti, Hreimur og Pálmi. Það erfiðasta við þetta er að fara frá fjölskyldunum og börnunum. Við vorum að telja þetta saman um daginn og allt í allt eigum við 17 börn, við 7 í hópnum!“

Við þökkum Þórunni og Benna fyrir spjallið og höldum áfram að fylgjast með undirbúningnum hjá „strákunum okkar“ og hlökkum sannarlega til að sjá þá á sviðinu í Düsseldorf eftir nokkrar vikur!

Auglýsingar

4 athugasemdir við “„Ekkert síðri „Strákarnir okkar“ en handboltalandsliðið!“ Viðtal við íslensku flytjendurna 2011

  1. Ýrr skrifar:

    Flott og skemmtilegt viðtal!! Hlakka mikið til undanúrslitanna, verður skemmtilegt að sjá hvernig Evrópa fílar „strákana okkar“! 😀

  2. Heiða Lind skrifar:

    En indælt viðtal, þau eru svo indæl 🙂 Óska þeim góðs gengis! Er sammála Þórunni með svissneska og norska lagið, en ég elska samt sænska lagið líka.

    ÁFRAM ÍSLAND! 😀

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s