Viltu veðja?? Veðbankar Eurovision hafa verið opnaðir!

(mynd: esckaz.com)

Um leið og lögin 43 hafa verið fest á blað er komið að næsta lið í Eurovision-undirbúningnum, a.m.k. fyrir suma. Og það eru veðbankarnir.

Við vitum nú öll sömul að það hefur verið voðalega lítið að marka þá, sérstaklega í mars þegar enn eru um tveir mánuðir til stefnu fram að keppni. Sumir aðdáendur taka þessu þó mjög alvarlega og spá heilmikið og spekúlera í vinsældum laga út frá veðbankagengi.

Það verður líka að segjast eins og er að veðbankarnir hafa spáð fyrir um sigurvegarann undanfarin tvö ár, þ.e. velgengni Fairytale og Satellite. En auðvitað byggja þessar tölur á smekk þeirra sem veðja fyrst og fremst 🙂

Hérna fyrir neðan höfum við tekið saman nokkrar veðbankaspár fyrir fimm efstu sætin – eins og staðan er í dag! (það þarf enginn að minnast á það sérstaklega að staðan getur og mun breytast þegar á líður, við gerum okkur fullkomlega grein fyrir því. Og þetta er bara til gamans gert!)

Veðbanki 1. 2. 3. 4. 5.
Oddschecker.com Frakkland (6) Eistland (13/2) Bretland (10) Svíþjóð (12) Þýskaland (12)
Online Betting Guide.co.uk Eistland (7,5) Frakkland (7,5) Bretland (8) Noregur (11) Svíþjóð (11)
Paddypower.com Eistland  (5/1) Frakkland (11/2) Bretland (6/1) Bosnía-Hersegóvína (8/1) Noregur (8/1)
Eurovision-betting.com Eistland Frakkland Bretland Svíþjóð Bosnía-Hersegóvína
William Hill Frakkland (5/1) Bretland (5/1) Eistland (5/1) Noregur (10/1) Azerbaídjan (10/1)
ESC stats.com Ungverjaland Frakkland Eistland Bretland Svíþjóð
Nicerodds.co.uk Eistland Frakkland Bretland Svíþjóð Noregur

Það er líka áhugavert svona í upphafi kynningarherferðarinnar hjá íslenska hópnum að sjá hver staða íslenska framlagsins er. Eins og stendur er Ísland nokkuð aftarlega og getur því spyrnt vel í botninn á leiðinni upp listann! 🙂

Veðbanki Sæti Íslands
Oddschecker.com 33. sæti
Online Betting Guide.co.uk 38. sæti
Paddypower.com 24. sæti
Eurovision-betting.com 38. sæti
William Hill 33. sæti
ESC stats.com 35. sæti
Nicerodds.co.uk 29. sæti

Nú væri gaman að heyra hvað ykkur finnst! Kemur þetta á óvart – eða eru þessi topp 5 lög líka ykkar uppáhalds? Eru raunverulegar líkur á því að svona verði úrslitin í maí nk.?

7 athugasemdir við “Viltu veðja?? Veðbankar Eurovision hafa verið opnaðir!

 1. Sunna skrifar:

  Ég er mikill sökker fyrir veðbönkunum og held að það sé hæfilega mikið að marka þá. Undanfarið hafa þeir t.d. sýnt sigurvegarann í 1.-2. sæti en svo er iðulega eitt lag sem kemur á óvart miðað við veðbankaspárnar. Azerbaídjan átti t.d. að berjast um sigurinn við Þýskaland í fyrra en svo lenti það bara í 5. sæti alveg 100 stigum á eftir Þýskalandi. Eins voru Olsen bræður á botninum á öllum veðbönkum á sínum tíma. Ég spái því að baráttan verði milli Frakklands og Bretlands í ár og ég er farin að hallast að því að Bretarnir taki þetta á endanum. En svo getur alltaf eitthvað gerst live á sviðinu sem veðbankarnir geta ekki séð fyrir, eins og t.d. sjarmi Olsen bræðranna. Hver veit nema krúttlegheit vina Sjonna geri eitthvað svipað.

 2. MR.A skrifar:

  Eistneska lagið er allveg ágætis lag en það er allveg ótrúlega ofmetið, að mínu mati.

 3. Heiða Lind skrifar:

  Mér finnst bara eistneska lagið ekkert merkilegt, skil ekki af hverju því er spáð sigri sums staðar. En franska og breska lagið er frábært að mínu mati! Samt eru mín uppáhalds Noregur og Svíþjóð 🙂

 4. MR.A skrifar:

  jamm… Held að það fari eins fyrir „Eistum“;P eins og fór fyrir Svíum hér fyrir nokkrum árum þegar þeir sendu bótox-geimveru, sem söng um hetjur

 5. Heiða Lind skrifar:

  Haha já Charlotte með Hero. Fannst það ekki gott lag, Take Me To Your Heaven er skemmtilegra lag (þó við hefðum átt að vinna).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s