Þau sem snúa aftur í Eurovision 2011!

Þið hafið örugglega tekið eftir því að nokkrir flytjendur í ár hafa gert það gott áður í Eurovision. En vitið þið hversu margir það eru allt í allt? Það eru nefnilega 6 flytjendur sem snúa aftur á stóra sviðið í Eurovision og spreyta sig við að skila heim sigrinum. Misjafnt er þó hversu vel hefur gengið áður, sumir hafa sigrað – en aðrir þurft að snúa aftur heim með skottið á milli lappanna.

Árið 2011 virðist því vera ár bjartsýninnar – því að auðvitað ætla allir þessir flytjendur að vinna!!

Við skulum renna yfir þessa flytjendur:

Auðvitað er varla hægt annað en að minnast fyrst á hana Dönu International sem mætir galvösk á sviðið eftir frækilegan (og sögulegan) sigur í keppninni 1998 – allir muna eftir fjaðraermunum og Divu!! Hún stal sigrinum af hinni bresku Imaani og Chiöru frá Möltu. Í ár var haldin undankeppni í Ísrael og þar keppti Dana með frumsamið lag og texta, Ding Dong. Hún fékk atkvæði dómnefndar og varð önnur í símakosningu og með það varð hún valin sem framlag Ísraela í ár! Hér má sjá flutninginn á lokakeppninni en Dana keppir á undankvöldinu 12. maí. Dana var einnig meðhöfundur lagsins The Fire in Your Eyes sem Boaz söng árið 2008 og hafnaði í 9. sæti.

Eins og flestir vita tefla þýsku gestgjafarnir aftur fram sigurvegara síðasta árs, Lenu. Hún heillaði Evrópu með krúttlegheitunum í Satellite í fyrra og við erum bara nýhætt að fá það lag á heilann! Það var strax ákveðið þegar hún sneri aftur til Þýskalands með pálmann í höndunum í maí að hún myndi verja titilinn árið 2011. Eftir undankeppni heima fyrir var lagið Taken by a Stranger valið fyrir hana og flytur hún það á lokakvöldinu 14. maí!

Þriðju ber að nefna til sögunnar moldóvsku hljómsveitina Zdob şi Zdub. Ef nafnið klingir engum bjöllum duga sennilega þrjú orð: Amma með trumbu! Þeir kepptu fyrir hönd Moldóvu þegar landið tók fyrst þátt árið 2005 með lagið Boonike Bate Doba um ömmuna sem sló trumbu en sat þess á milli makindalega í ruggustól! Með því stórgóða lagi lentu þeir í 6. sæti sem er besti árangur Moldóvu hingað til. Þeir tóku þátt í undankeppninni heima fyrir 2007 en höfðu ekki erindi sem erfiði. Í ár kepptu þeir svo aftur með lagið So Lucky og þrátt fyrir að hafa hvorki sigrað í dómarakosningu né símakosningu voru þeir valdir sem framlag Moldóvu í ár. Hér er lagið í undankeppninni heima fyrir og þeir keppa á öðru undankvöldinu 12. maí!

Fjórði flytjandinn sem snýr aftur er Dino Merlin sem er hress náungi um fimmtugt og keppir fyrir Bosníu-Hersegóvínu í ár. Þetta er í annað skipti sem hann tekur þátt í aðalkeppninni en árið 1999 flutti hann lagið Putnici ásamt frönsku söngkonunni Béatrice Poulot. Þau lentu í 7 sæti af 23. Hann samdi einnig lagið – og hefur samið fleiri lög því að hann samdi lagið sem Bosnía tók þátt með í fyrsta sinn Sva Bol Svijeta, sem var flutt af Fazla. Hann stekkur á sviðið í ár á öðru undankvöldi 12. maí með lagið Love In Rewind og syngur í fyrsta sinn á ensku!

Aðrir tvíburarnir sem stíga á svið í Eurovision í ár, hinar slóvakísku TWIINS, eru einnig að koma aftur á Eurovision-sviðið – og nú sem flytjendur! Þær voru í bakröddum fyrir tékkneska flytjandann Terezu Kerndlová árið 2008 þegar hún flutti lagið Have Some Fun og lenti í 18. sæti en komst ekki í aðalkeppnina. Slóvakía ætlaði að draga sig út úr Eurovision í ár vegna fjárhagslegra örðugleika en að lokum voru tvíburarnir Veronika og Daniela valdar og flytja þær lagið I’m still Alive á öðru undankvöldinu 12. maí.

Síðastan en alls ekki sístan má svo nefna okkar eigin Gunna Óla! Hann tók eins og alkunna er þátt árið 2001 með Kristjáni Gíslasyni sem dúóið Two Tricky og söng Angel. Þá lentu þeir í neðsta sæti með þrjú stig. Í ár fer hann með fríðum flokki og flytur lagið Coming Home sem hluti af Vinum Sjonna. Eins og við höfum minnst á áður verða strákarnir 14. atriðið á svið þriðjudaginn 10. maí!

– Uppfærsla: Það má ekki gleyma því að tveir aðrir af strákunum í Vinum Sjonna hafa tekið þátt áður! Benni Brynleifs trommaði fyrir Birgittu árið 2003 og fyrir Eirík Hauksson 2007 og Vignir Snær fór einnig með Birgittu árið 2003! Auðvitað höldum við þessu öllu til haga 🙂

Auglýsingar

5 athugasemdir við “Þau sem snúa aftur í Eurovision 2011!

 1. Heiða Lind skrifar:

  Verð að viðurkenna að mér finnst frekar fáránlegt af Þjóðverjunum að láta Lenu taka aftur þátt strax. Ég meina, hún vann í fyrra svo hún getur ekkert gert neitt betur! Fyrir utan að mér finnst lagið frekar leiðinlegt, Saellite er svo miklu miklu betra!
  Svo er ég ekkert voða spennt fyrir Dönu og laginu hennar. Finnst Diva betra og var aldtrei neitt hrifin af því.

 2. jurovision skrifar:

  Nei, ég held að ég geti verið sammála þér, Heiða – þessi lög sem fyrrv. sigurvegararnir flytja í ár eru frekar þunnur þrettándi. Laginu hennar Lenu er reyndar spáð mjög góðu gengi í sumum veðbönkum en mér fannst Satellite muuun betra 🙂 /Eyrún

 3. Heiða Lind skrifar:

  Já einmitt. Finnst Lena mjög skemmtileg söngkona og Satellite er hrein snilld, en ég er ekki viss um að þetta lag virki núna. Ég held hún verði fyrir svolitlum vonbrigðum…

 4. Þröstur skrifar:

  Þetta er bara týpískt þýskt. Eftir að Þjóðverjar unnu 1982 með Ein bißchen Frieden eftir Ralph Siegel hafa þeir sent hann 9 sinnum út aftur. Þegar þeir finna formúlu sem virkar þá halda þeir sig bara við hana. Það versta við þett finnst mér að hún Lena er í raun alveg skelfileg söngkona. Ef menn horfðu á þessa þýsku forkeppni þar sem hún söng samtals 12 lög þá er kannski hægt að fullyrða að ca. 2 lög hafi verið sungin svona nokkurn veginn skammlaust, og sigurlagið var annað þeirra. Restin var alveg skelfilega falskt og illa sungið. Ég á nú ekki von á að Þjóðverjar verði í toppbaráttunni í ár og af þessum flytjandum sem eru að koma aftur þá held ég að eingöngu Dino frá Bosníu eigi eftir að enda einhvers staðar nálægt toppnum. Wildcard-ið er svo moldavíska bandið, lagið er svo sem ekkert sérstakt en þeir eru alveg ofurhressir á sviðinu og það gæti alveg hjálpað þeim eitthvað en ég á rosalega erfitt með að gera mér grein fyrir því hvernig Evrópa á eftir að taka þeim í ár.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s