Lögin 43 tilbúin!

(mynd: eurovision.tv)

Dagana 14.-15 mars s.l. var árlegur fundur yfirmanna sendinnefnda (e. Head of delegation) keppenda í Eurovision haldinn. Fundurinn var að sjálfsögðu í Düsseldorf ! Á fundinum var sagt frá því hvers vegna Düsseldorf varð fyrir valinu auk þess sem aðstaðan í Athletics Sports Hall, þar sem keppnin verður haldin, var kynnt. Sviðið verður að þessu sinni frekar lítið en það var gert að ástæðu að sögn skipuleggjenda en hún er að halda athyglinni á því sem er að gerast á sviðinu. Græna herbergið verður staðsett beint fyrir aftan sviðið. 700 starfstöðvar fyrir blaðamenn verða á svæðinu en það verður í tjaldi við hliðina á höllinni sjálfri líkt og í Osló í fyrra.

Skilafrestur til að skila inn lögum í keppnina rann út á miðnætti þann 13. mars sem þýddi bara eitt; Á þessum fundi voru öll framlögin sem keppa í vor tilbúin og opinber! Á fundinum voru framlögin kynnt og var mikið klappað fyrir Ítalíu sem snýr nú aftur til keppni eftir 14 ára Eurovisionhlé! Skipuleggjendur keppninar hafa lagt sig fram við að gera aðgengi að lögunum sem best. Á vefsíðurnni, http://www.eurovision.tv, sem er opinber síða keppninnar er að finna allar upplýsingar um hvenær hver keppir. Linkar á hverja keppni fyrir sig eru hér:

Fyrra undaúrslitakvöld, 10. maí

Seinna undaúrslitakvöld, 12. maí

Úrslitakvöldið, 14. maí

Einnig hefur verið settur upp svokallaður preview player á síðunni en þar er hægt að hlusta á öll lögin og skoða myndböndin við þau. Spilarann er að finna hér. Að lokum er keppnin með síðu á Youtube en þar er hægt að skoða öll lögin auk allskonar annars aukaefnis sem er skemmtilegt að skða! Slóðina á Youtube síðuna er http://www.youtube.com/eurovision.

Svo nú er ekki eftir neinu að bíða og tími til komi að hella sér í að hlusta á öll framlögin og spá og spegúlera í gengi þeirra í vor!

Auglýsingar

5 athugasemdir við “Lögin 43 tilbúin!

  1. Anna Ólafsd. skrifar:

    Hvernig standa veðmálin fyrir keppnina? Hver sigrar og hver fær fæst stig? Getið þið séð það? Takk fyrir.

    • jurovision skrifar:

      Heyrðu Anna, við höfum ekki mikið lagst í veðbankana en Eyrúnu (hún sér sko um veðbankahlutann hér á AUJ!) sýndist í fljótubragði að Frakkland væri hæst í veðbönkunum þessa stundina. Hins vegar ætlum við ekki að fjalla alveg strax um hvernig veðbankar standa, það er miklu skemmtilegra að skoða það þegar nær dregur og fleiri veðja! – /Hildur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s