Sumir koma aftur – Wind

Í ljósi þess að Eurovision verður í Þýskalandi í ár er ekki úr vegi að taka upp þráðinn í liðnum Sumir koma aftur og fjalla um þýska flytjendur!

Hljómsveitin Wind er í hópi þeirra flytjenda sem hafa oftar en einu sinni tekið þátt í Eurovision í gegnum tíðina. Wind hefur alls tekið þrisvar þátt í keppninni og þar af lent tvisvar í öðru sæti. Hljómsveitin var stofnuð árið 1985 af fimm vinum en fjögur af þeim höfðu á þessum tíma starfað saman í acapella-bandinu Voices in Touch. Fljótlega bættust forsöngvarinn Rainer  Hoeglmeier í hópinn og lagið Für alle (gæti útlagst á íslensku Fyrir alla eða Handa öllum) varð til.

Wind keppti með Für alle í Eurovisin í Gautaborg árið 1985 og náði þar gríðarlega góðum árangri og varð í 2. sæti á eftir norsku skvísunum í Bobbysocks. Líklega hefur einlægnin og fallegur boðskapur textans náð til Evrópubúa umfram annað því ekki var mikið fyrir hressilegri sviðsframkomu að fara þrátt fyrir að allir væru klæddir samkvæmt nýjustu tísku ársins 1985! Í kjölfar þessa góða árangurs í Eurovision var Für alle mikill smellur í Þýskalandi og Wind varð þekkt hljómsveit í kjölfarið.

Þrátt fyrir þennan góða árangur í Eurovision yfirgaf Rainer bandið ásamt einum af stofnendum þess, Willie, fljótlega eftir Eurovision. Inn í bandið kom nýr aðalsöngvari, Andreas Lebbing og árið 1987 var aftur kýlt á Eurovision og í þetta skiptið með lagið Lass die Sonne in dein Herz eða Hleyptu sólinni að hjarta þínu. Sviðsframkoma Wind-meðlima var í þetta skiptið öllu líflegri og áfram sýndu þau hátísku ársins á sviðinu. Það var heldur ekki að spyrja að árangrinum, Wind lenti aftur í 2. sæti, núna á eftir engum öðrum en Johnny Logan með lagið Hold me know. Líkt og Für alle varð Lass die Sonne in dein Herz gríðarlega vinsælt í kjölfar keppninnar og er enn þann dag í dag stærsti ,,hittari“ Wind.

Á næstu árum urðu talsverðar mannabreytingar í Wind, menn komu og fóru en árið 1992 sama stóð bandið af tveimur stofnendum þess auk þriggja nýrra meðlima. Enn og aftur var stefnan sett á Eurovision og árið 1992 steig Wind í þriðja skipti á Eurovision-sviðið, núna með lagið Träume sind für alle da sem má kannski útleggja á íslensku sem Draumar eru fyrir alla. Núna var kona forsöngvari en hvort það hafði áhrif á gengi lagsins skal ósagt látið en árangurinn var ekki upp á marga fiska, 16. sætið var staðreynd.

Þrátt fyrir að hafa komið þrisvar sinnum fram í Eurovision eru það ekki stærstu afrek hljómsveitarinnar Wind. Samkvæmt heimasíðu hljómsveitarinnar hefur hún gefið út samtals 29 plötur á þeim 25 árum sem hún hefur starfandi  og geri aðrir betur! Wind er enn starfandi, nú með þremur meðlimum. Enginn stofnmeðlimana er þó lengur í bandinu en Andreas Lebbing gekk aftur til liðs við Wind og er enn í bandinu en hin tvö koma inn í bandið eftir Eurovision-ævintýri Wind. Lengst af eftir þátttökuna í Eurovision 1992 voru þau þó fjögur í bandinu en svo virðist vera sem samstarfsörðugleikar hafi hrjáð bandið all lengi og yfirgaf því einn meðlimanna bandið árið 2008.   Wind reyndi nokkrum sinnum á 10. áratugnum að komast aftur í Eurovision en með litlum árangri.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s