Lagastuldur 2011 – framhald!

Við höfum alveg sérstaklega gaman af öllu slúðri og sögusögnum um að þetta lag og hitt sé stolið eða ekki! 🙂

Svoleiðis raddir heyrast ALLTAF fyrir hverja Eurovision-keppni, og eru sjálfsagður hlutur í að byggja upp spennu í undirbúningsferlinu!

Við höfum áður fjallað um líkindi danska lagsins og sænsks lags frá 2006 en nú heyrast raddir um að sænska lagið í ár, Popular, sé í raun stolið líka!

Minnugir Svíar hafa nefnilega grafið upp lagið Oh, mama með sænska dúóinu Lili & Susie frá árinu 1987 – og fullyrða að líkindin séu yfirgengileg. Reyndar er einnig minnst á Boney M-lagið Rasputin í þessu samhengi…

Við leyfum ykkur að dæma, eru þessi tvö lög Popular og Oh, mama svona svakalega lík??

Auglýsingar

6 athugasemdir við “Lagastuldur 2011 – framhald!

 1. Þröstur skrifar:

  Sæl verið þið. Ég ætla að byrja á að kynna mig smá því það er aldrei að vita nema ég komi til með að koma til með að kommentera hérna aðeins meira, nú þegar spennan fyrir keppnina fer að magnast. Þröstur heiti ég og er forfallinn eurovision nörd og hef fylgst með keppninni síðan ég var 7 ara, 1985. Undanfarin ár hef ég haldið úti smá eurovision bloggi, mjög misaktívu þó, á slóðinni http://throstur.askja.org. Ég hef reyndar ekkert bloggað fyrir árið í ár en það er aldrei að vita nema maður skelli inn smá færslum þar fyrir keppnina.

  En að þessari færslu þá eru Svíar algerir snillingar í því að nota og endurnýta búta úr öðrum lögum án þess þó að hægt sé að saka þá um að stela þeim. Til þess að lagið flokkist undir það að vera stolið verða nefnilega 4 heilir taktar að vera eins og í fyrirmyndinni og það nær því nú aldrei í þessum lögum. Prívat og persónulega er hann Eric ekki að gera neitt fyrir mig, allt of mikil klassísk formúla sem bíður ekki upp á neitt frumlegt. Ef Svíar vildu fara þá leiðina þá fannst mér Sanna Nielsen með miklu betra lag (plús það að hún er miklu sætari 🙂 ) en það eru víst ekki allir sammála mér um það. Svo fannst mér The Moniker með þrælskemmtilegt lag en ætli það séu ekki álika miklar líkur á því að Svíar sendi út djókatriði og að Spánverjar vinni eurovision í ár, sem sagt engar 🙂

 2. jurovision skrifar:

  Hahaha, góður punktur – Þröstur og takk fyrir kommentið. Já, þetta er kúnst að „stela“ töktum og Svíarnir virðast vera meistarar í því, auk þess að hafa fundið upp „schlager“-hljóminn 🙂

 3. Heiða Lind skrifar:

  Ég heyri nú ekki neitt líkt með þessum lögum. En af öllum lögum í heiminum, ef það væri ekkert lag sem væri eitthvað líkt einhverju örðu, væri það ekki doldið skrýtið???

 4. jurovision skrifar:

  Það er nokkuð til í því, Heiða – eins og einhver góður maður benti á þá eru öll lög byggð upp af sömu 8 nótunum 🙂
  Svona slúður er bara til gamans gert – ótrúlegt hugmyndaflug sem fólk hefur að tengja lög saman!

 5. Heiða Lind skrifar:

  Já, það er svo fyndið þegar fólk gerir svona mikið mál úr þessu. Eins og allir eru að tala um t.d. hvað byrjunin í Popular er lík Rasputin með Boney-M. Það er kannski e-ð líkt með þeim, en það er nú óþarfi að gera svona rosa mikið mál úr því 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s