Undankeppnum lokið

Frestinum til að skila inn lögum í Júróvísjon í ár rann út á miðnætti í gær. Það þýðir bara eitt, það er búið að velja öll lögin sem keppa munu í Düsseldorf í vor! Eins og áður hefur komið fram er það að vanda Melodifestivalen í Svíþjóð sem rekur lokahnikkinn í súpu undankeppna fyrir júróvísjon og þannig var það einnig í ár. Á laugardaginn völdu Svíjar sitt framlag og var það enginn annar en hinn ungi og myndalegi Eric Saade sem sigraði.

Svíjar voru þó ekki þeir einu sem tilkynntu framlög sín um helgina. Það gerðu einnig Rússar og Azherjbædjanar. Í Rússlandi var enginn undankeppni í ár heldur var Aleksey Vorobyov varlinn af rússneska ríkissjónvarpinu til að vera fulltrúi Rússa í ár. Lagið hans Get you var frumflutt í skemmtiþættinum Fabrika Zvyozd á laugardagskvöldið. Lagið er samið af RedOne en samkvæmt eurovision.tv hefur hann samið fjöldan allan af lögum meðal annars nokkra af hitturum Lady gaga.

Í Azherbaijan var valið lagi og flytjendum haldið í sitthvoru lagi. Í febrúar voru flytjendurnir Ell og Nikki valdir eftir langa og stranga flytjendakeppni. Lagið var hins vegar valið sér. Úr 70 lögum fimm lög valin af ríkissjónvarpinu í Azherbaijan ogvar það svo fimm manna dómnefnd sem valdi framlag Azhera í ár. Lagið heitir Running scared og er eftir sömu höfunda og sömdu framlaga Azhera í fyrra, Drip dop.

Hér má hlusta á framlag Rússa.

og hér má svo hlusta framlag Azhera.

Auglýsingar

3 athugasemdir við “Undankeppnum lokið

  1. Ýrr skrifar:

    Djísús, eru allir að missa sig í Euro-poppinu!!??
    Við kannski verðum þá eitt af „öðruvísi“ framlögunum í ár? Á góðan máta samt.
    Er reyndar bara búin að horfa á brot af framlögum, en finnst þetta mest vera í júró-popp áttina….

  2. Heiða Lind skrifar:

    Já ég bara elska Eric og lagið hans 😀 Hef ekkert meira að segja um það;)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s