Melodifestivalen!

Það er fátt meira viðeigandi en að enda undankeppnissúpuna á Melodifestivalin því líklega er það stærsta og viðamesta undankeppni sem haldin er fyrir Júróvísjon ár hvert. Það kemur fáum á óvart að  Melodifestivalen sé sænskt enda Svíjar annálaði júróvísjonaðdáendur!

En undankeppnasúpunni líkur á laugardaginn einmitt þegar lokakvöldið í Melodifestivalin verður haldið hátíðlegt í Globen höllinni í Stokkhólmi. Þar munu 10 lög keppast um að verða framlag Svíja í sjálfri Júróvísjon í ár. Þessi tíu framlög eru þó alls ekki að koma fram í fyrsta skiptið, þau hafa komist þangað ýmist beint af einu af fjórum undarkvöldunum eða gegnum krókaleiðir með þátttöku í kvöldi sem kalla mætti á íslensku Annað tækifæri. Reglurnar voru svolítið flóknar í hvernig menn komust áfram og þetta sinni og á það að verða til þess að Svíjar velji nú almennilegt framlag en það er skemmst frá því að minnast þegar sænska þjóðin fékk sjokk þegar Anna Bergendahl komst ekki áfram upp úr undankeppninni í Osló í fyrra.

Þau tíu framlög sem boðið verður upp á á laugardaginn í Globen eru misjöfn og misjafnar skoðanir á því hvað telst sigurstranglegast. Það virðist þó vera að margir hér heima að minnsta kosti séu þess fullvissir um að hinn ungi og myndalegi Eric Saade muni sigra á laugardaginn með laginu Popular. Því spá einnig norsku stallsystur okkar hér á Öllu um Júróvísjon, þær Astrid og Guri sem reka júróvísjonbloggið Good evening Europe.  En lítum nú snögglega á þessi tíu framlög.

1. Danny Saucedo – In the club
Danny þessi er fyrstu á svið og flytjur brjálað euroklúbbalag. Það byrjar rólega en brýst út í heljarinnar klúbbalag þar sem viðlagið er endurtekið oftar en þarft er. Til að poppa þetta enn meira upp eru Danny látinn rappa stuttlega um miðbik lagsins sem gerir lagið nú frekar hallærislegra en hitt! Dansararnir hans Dannys minna svolítið á hóp úr Freestyle keppnunum í Tónabæ í gamladaga með örfáum tískudanssporum inn á milli! Það verður þrátt fyrir þetta að telja Danny örlítið sigurstranglegan enda hresst lag með er algjört heilalím og passar bara ákúrat í júróvísjon!

2. Swingfly – My and my drum
Það verður nú ekki annað sagt að þetta sé svolítið undarlegt lag enda er það sambland af rappi og sænsku britpoppættuðu viðlagi. Hugmyndin með rapplag með sungnu viðlagi er alls ekki ný af nálinni en það er sjaldan sem þessi blanda heppnast. Okkur finnst hún bara ekki heppnast neitt sérlega vel hérna enda er söngvarinn (trefill með sítt hár í blaser jakka!) falskur og rappið leiðigjant og ekki batnar þegar stelpurnar byrja að rappa undir lok lagsins. Svo spyrjum við bara hver skýrir lagið sitt my and my drum, árið eftir að My and my Guitar náði langt í fyrra?

3. Sanna Nielsen – I’m in love
Sanna býður okkur upp á svolítið gamaldags en ekta sænskt popplag því miður í verri kantinum. Kannski að glimmer ermarnar bætti þetta aðeins upp en ekki nægilega mikið til að láta mann eiginlega ekki bara drepast úr leiðindnum þegar lagið er hálfnað. Við spyrjum bara hvernig var hitt fyrst þetta komst áfram?

4. Brolle – 7 days and 7 nights
Ekki batnar þetta þegar Brolle stígur á svið! Það er bara eitthvað alveg off við Elvissöng stíl og júrópopp útsetningu! Brolle – Nei takk!

5. Eric Saade – Popular
Eric Saade er mættur aftur eftir að hafa lent í 3. sæti í fyrra með hið stór góða lag Manboy. Það verður ekki annað sagt en Eric hafi allt sem þarf í júróvísjon, hann er sætur er með hóp álíka myndalegra karldansara með sér, allt er fullkomlega æft og of útsett og lagið er sannarlega júrópoppbomba! Allt gengur upp í þessu lagi og framkomunni þó það sé okkar skoðun að lagið hans frá því í fyrra hafi verið  betra. En það verður að teljast mjög líklegt að Eric komi sjái og sigri þessa keppni!

6. Playtones – The king
Annað lag í Elvisstíl en öllu betra en hörmunginn hans Brolle! Hér líka öll umgjörin í anda lagsins og kemur svo sem ágætlega út. Okkur finnst þó bakraddasöngkonurnar vera alveg úr stíl og passa ekkert inn í stemminguna í laginu og sviðinu, þær passa álíka illa inn í þetta og síðkjólaklæddu ríkisbakraddir Norðmanna í lagi Alexander Rybaks! En þrátt fyrir Elvisstílinn þá er líka júróvísjon í þessu, þríundahækkun og eldur á sviðinu, þarf nokkuð meira?

7. Linda Bengtzing – E det fel på mig
Eurodanspopp lag á sænku og verður að teljast mjög dæmigert lag í Melodifestivalen. Sérstaklega þar sem það er sungið af sænskri bombu á miðjum aldri í stuttum kjól og hefur líklega látið sprauta í sig bótoxi nokkrum sinnum! Meira sænkst bara gerist Melodifestivalen ekki! En Svíjar hafa nú oftar en ekki séð sóma sinn í því að sleppa Evrópu við þessar menningu sinni og vonandi gera þeir það líka í ár.

8. Nicke Borg – Leaving Home
Nicke Borg lítur út eins og þungarokkari í of stórum sparifötum af pabba sínum. Hann syngur fyrir okkur lag sem líklegast mætti flokka sem rokkballöðu. Eins mikill áðdándi rokkballaða og sá helmingur Alls um Júróvísjon sem hér skrifar er þá er þetta algjör hörmung. Lagið er kannski ekki allslæmt ef maður reynir að leiða hjá sér óþolandi rödd og herra Borg og þarf ekki að horfa á hann en er samt bara hellst til allt of leiðinlegt!

9. The Monkier – Oh my god!
Grín er ekki algent í Melodifestivalen en það er eitthvað grínlegt við þetta! Hér er á ferðinni hressandi popplag í Mika stíl sem er furðulega gott og furðulega skemmtilegt bæði afhlustunar og áhorfs! Svo ekki sé talað um að viðlagið er heilalím sem erfitt er að losna undann. Innan um fjöldan allan af hörmungum í þessari keppni munu The Monkier án efa standa upp úr og ná langt.

10. Sara Varga – Spring for livet
Sara býður upp á lag sem algjörlega sér á báti í þessari keppni, það er nefninlegla laust við að reyna, það er bara fallegt í einfaldleika sínum og þarf ekki á brotnu gleri, dillandi bakröddum eða ofur pródúseringur að halda. Textinn er einnig örlítið innihalds meiri en gengur og gerist en lagið fjallar um það erfiða að flýja úr sambandi ofbeldisfullt samband.  Það virðist þó á rödd Söru að hún sé stressuð á sviðinu og tekur aðeins frá annars þessu fína og fallega lagi.

Lokakvöld Meldoifestivalen hefur oft verið sterkara og meira spennandi en það sem búast má við á laugardaginn en þrátt fyrir það má búast við hörku showi enda Svíjar ekki þekktir fyrir það að spara þegar kemur að Júróvísjon!

Auglýsingar

9 athugasemdir við “Melodifestivalen!

 1. Heiða Lind skrifar:

  Eins og ég sagði hér fyrir neðan þá vona ég að Eric vinni 🙂 Ég er sammála með að Manboy hafi verið betra, en Popular er samt flott. Fyrir utan hann finnst mér Sara Varga flottust, einfalt og falleg lag með góðri söngkonu. En ef marka má spár og könnun á síðu Melodifestivalen á SVT þá vinnur Eric 😀

 2. Anna Ólafsd. skrifar:

  Ég vona að Eric Saade fari fyrir Svíja. Mér finnst annars „Sara Varga–Spring for livet“, „Linda Bengtzing–E det fel på mig“, „Danny Saucedo–In the club“, og „Sanna Nielsen–I’m in love“ nokkuð góð líka. Annars finnst mér núna vanta kraftballöðu núna of mikið var af þeim í fyrra núna ekki nein sem slík.

  Er ég voða skrýtin að ég fíla franska lagið?

 3. Heiða Lind skrifar:

  Já þetta eru einmitt lögin sem ég myndi vera sátt við ef Eric vinnur ekki 🙂 En nei þú ert ekkert skrýtin, mér finnst það nefnilega rosa flott og þetta er góður söngvari. Bara fyndið hvað franska lagið í fyrra og lagið núna eru ólík!

 4. Anna Ólafsd. skrifar:

  Takk Heiða Lind. Sýnir bara hvað Frakkar eru fjölbreytilegir hvað varðar tónlist.
  Núna vona ég að Frakkar vinni keppnina.
  Áfram Eric.

 5. Heiða Lind skrifar:

  Já einmitt 🙂 Btw, ef þú ert ekki búin að fatta það þá elska ég þessa síðu! Þessar ensku Eurovision síður eru fínar en það vantaði eina svona alvöru íslenska Eurovision síðu 😀

  • jurovision skrifar:

   Takk, Heiða – frábært að fá svona gott komment. Við viljum einmitt hafa síðuna á íslensku, það er svo miklu skemmtilegra! Við erum líka þvílíkt spenntar fyrir kvöldinu – og svei mér þá ef franska lagið er ekki nokkuð sigurstranglegt, það skorar alla vega hátt á veðbankasíðunum 🙂

 6. Heiða Lind skrifar:

  Já það var ekkert 🙂 Þetta lítur vel út fyrir Eric, hann vann allavega í dómaraatkvæðunum 😀

 7. Heiða Lind skrifar:

  Og hann vann!! 😀 Gaman að sjá Önnu aftur, það var svo sætt þegar þau föðmuðust, enda kepptu þau bæði í fyrra 🙂 Og gaman að sjá íslensku fánana! Íslenska liðið sem var þarna hélt greinilega með Eric, voru með „skilti“ og allt 😀

 8. Þröstur skrifar:

  Heiða, ég held að íslensku fánarnir hafi nú örugglega verið frá Álandseyjum. Sá fáni er eins og sá íslenski nema hvíti liturinn er gulur.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s