Danska lagið í ár stolið?

Þann 26. febrúar sl. völdu Danir sitt framlag í DMGP; lagið A New Tomorrow með hljómsveitinni A Friend in London en tíu lög kepptu um hnossið og valið stóð á milli tveggja í lokin.

Hljómsveitin A Friend in London var stofnuð af fjórum skólapiltum í lýðháskóla í Vostrup árið 2005. Árið 2008 slógu þeir í gegn og komust í úrslit evrópsku keppninnar Bodog Million Dollar Battle of the Bands. Það ýtti undir vinsældir fyrir þá í Kanada og hafa þeir farið marga farsæla túra þangað síðan – eru einmitt á einum slíkum akkúrat núna!

Þið hafið væntanlega heyrt þessu fleygt en lagið A New Tomorrow var ekki fyrr valið sem framlag Dana en fólk fór að tala um líkindi þess og lags úr sænsku Melodifestivalen frá árinu 2006, Sing For Me. Reyndar sagði í frétt á mbl.is að það hefði verið framlag Svía það ár – en við vitum nú betur!

Það lag flutti Andreas Johnson, sem er jafnþaulreyndur í undankeppni Melodifestivalen og Jógvan og Magni eru hér heima.

Þið getið sjálf borið lögin saman hér fyrir neðan. Líkindin eru vissulega fyrir hendi, sérstaklega í upphafi og í viðlaginu:

 

DMGP (Dansk Melodi Grand Prix) 2011 er hins vegar merkileg fyrir margra hluta sakir því að eftir keppnina 26. febrúar ákvað DR (danska ríkissjónvarpið) að aðeins danskir flytjendur/lagahöfundar mættu taka þátt. Fyrir nokkrum árum síðan var gefið frjálst að hver sem er mætti senda inn lag í keppnina og/eða velja allra þjóða listamenn til að flytja lagið sitt fyrir sig. Skemmst er að minnast þess að Hera Björk okkar tók þátt árið 2009 og lenti í öðru sæti. Fyrst voru reglurnar hins vegar þannig að tengslin við Danmörku urðu að vera einhver – og Hera bjó jú í Danmörku og talar dönsku reiprennandi!

Þessi skilyrði fóru hins vegar að víkja fyrir „stórum nöfnum“ bæði í lagahöfundum og flytjendum og Danir voru handvissir um að slíkt myndi gulltryggja þeim sigur í Eurovision sjálfri! Í fyrra þegar N’Evergreen tók þátt var reynt að sannfæra dönsku þjóðina um að með tengslum hans við Austur-Evrópu (hann býr í Moskvu) myndu austantjaldsþjóðirnar dæla í hann 12 stigunum! Raunin var svo sú að In a Moment Like This hafnaði í 4. sæti en af austantjaldslöndunum svokölluðu voru það aðeins Pólland og Rúmenía sem stuðluðu að því með því að gefa 12 stig og Lettland með 10 stigum.

Í ár var það þannig að af 10 lögum hafði helmingurinn einhver erlend tengsl. T.d. voru fengnir inn flytjendur frá Bandaríkjunum, Bretlandi og Svíþjóð og lagahöfundar hvaðanæva. Eftir fyrstu síun máttu þó allir erlendu flytjendurnir sitja eftir með sárt ennið og að lokum stóð valið milli tveggja laga sem voru „hreinræktuð“ dönsk lög. Og þetta var eftir símakosningu – sem sýnir það að danska þjóðin vill helst fá Dani til að flytja sín lög!

Við höfum svipaðar reglur hér, en þó sýndi það sig að erlendir lagahöfundar geta tekið þátt hér með góðum árangri (bæði lag Jóhönnu Guðrúnar og Magna höfðu erlenda meðhöfunda)…

Auglýsingar

3 athugasemdir við “Danska lagið í ár stolið?

 1. Heiða Lind skrifar:

  Ég er ekkert rosa hrifin af danska laginu í ár… þetta er ekki slæmt lag og þeir eru góðir flytjendur og virðast vera rosa vinsælir þarna, en ég mun ekki kjósa þetta. Ég hefði frekar viljað sjá þá sem varð í 2.sæti, Anna Noa með Sleepless. Reyndar fannst mér lögin í DMGP þetta ár ekkert spes… það var helst Sleepless eða 25 Hours A Day, að mínu mati.
  Ég er heldur ekkert rosa hrifin af finnska laginu, einhver Tom Dice wannabe en lagið er ekki eins gott og Me and my guitar. Svíþjóð á eftir að velja en ég vona að Eric Saade vinni með Popular og svo elska ég norska lagið, Haba Haba! Ég mun pottþétt kjósa Noreg í fyrri undankeppninni 😀

  • jurovision skrifar:

   Við hér á AUJ höldum líka með Saade í sænsku keppninni eða amk annar helmingur okkar, sú sem nú skrifar ;o). Lagið er svo mikið ekta sænkst júróvísjon og Eric svo mikill ungsjarmör að það er ekki hægt annað en að heillast af þessu öllu saman! – /Hildur

 2. Heiða Lind skrifar:

  Já ég verð líka frekar hissa ef hann vinnur ekki því hann er bara svo rosa vinsæll þarna og eins og þú sagðir er þetta alveg ekta sænskt Euro-lag. Mér fannst Anna með This is my life í fyrra góð, en það hefði verið gaman að sjá Eric fara út með Manboy, hann var í 3.sæti. Ég „uppgötvaði“ hann í Melodifestivlaen í fyrra sko, ég man að mér fannst hann og Anna langbest. Manboy er svo catchy lag (eins og Popular) og svo er hann bara svo ógeðslega sætur 🙂 Ég er búinn að vera að horfa á alls konar video af honum á youtube, að syngja lög úr High School Musical og svo af plötunni hans, Masquerade, sem er bara æðislæeg plata btw! Hún verður að koma út hérna á Íslandi, sérstaklega ef hann vinnur MF á laugardaginn.
  Ég vona svo innilega að hann vinni MF og hann komist allavega í aðalkeppnina 14.maí, líka svo ég geti kosið hann því Svíþjóð er ekki í sömu undankeppni og við 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s