Fjórar af Stóru þjóðunum búnar að velja framlög 2011!

Nú hellast framlög landanna inn og eins og venjulega marka úrslit í Melodifestivalen hinni sænsku lokin á þessari undankeppnasúpu. Við erum á haus að fara yfir öll lögin og ætlum að reyna að færa ykkur þetta á silfurfati! 🙂

Fjórar af fimm stórþjóðunum (Big Five) hafa valið sér framlög. Langmest spenna var fyrir framlagi Ítala eins og við höfum minnst á hér áður. San Remo-keppnin kom og fór en sigurvegarinn í henni var þó ekki valinn heldur piltur að nafni Raphael Gualazzi sem flytur lagið Follia d’amore eða Ástarbrjálæði. Hérna getið þið hlýtt á það.

Frakkar völdu einnig ungan söngvara, meira að segja óperusöngvara, að nafni Amaury Vassili sem átti að syngja framlag þeirra. Í morgun var svo lagið Sognu lekið á netið – hlustið endilega á það hér. Nokkuð sérstakt lag miðað við önnur í keppninni í ár!

Spánverjar völdu lag eftir mikla netkosningu og sjónvarpsundankeppni og var það hin eiturhressa Lucía Pérez sem syngur hástöfum Que Me Quiten Lo Bailao sem útleggst eitthvað á þá veru að henni finnist gaman að dansa. Hlustið á lagið og flutninginn heima fyrir hér!

Að lokum hefur þýska þjóðin valið besta lagið fyrir hana elsku Lenu sína. Hún fékk það hlutverk að syngja 6 lög á sviði í nokkurs konar undanvali heima fyrir og svo valdi þjóðin sitt uppáhald. Einnig voru fengnir álitsgjafar í sal sem dæmdu lögin hvert fyrir sig. Óánægjuraddir hafa heyrst um að Stefan Raab, lagahöfundur og einn kynnanna í Dusseldorf í vor, hafi verið álitsgjafi þar sem hann lýsti mjög sterkum skoðunum; hélt því t.d. fram á lokakvöldinu að lagið sem var valið væri það allra besta og hin ekki þess virði að hlusta á. Lagið sem varð fyrir valinu var síðast á svið og heitir Taken by a Stranger. Það má hlusta á það á heimasíðunni hennar Lenu.

Æ, já – svo er víst Bretland eftir… Við höfum minnst á það að strákasveitin Blue eigi að flytja framlag þeirra í ár, en eiginlega erum við ekkert spenntar fyrir því 🙂 Bretar hafa verið hálfklaufalegir við þetta undanfarin ár – og árið í ár stefnir í að verða alveg eins!!

Fylgist þið annars vel með, við ætlum að halda áfram að fara yfir þau framlög sem liggja fyrir!

Auglýsingar

2 athugasemdir við “Fjórar af Stóru þjóðunum búnar að velja framlög 2011!

  1. Inga skrifar:

    Ég er einmitt mjööög spennt fyrir Blue enda gamall aðdáandi þeirra. Vona að lagið sé gott!

    • jurovision skrifar:

      Ég vona líka að við höfum rangt fyrir okkur, Inga og Blue taki þetta með trompi í Dusseldorf! 😉 Þeir voru nú ansi flottir hérna í dentid…

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s