Já, við elskum Sakis!

Við höfum ábyggilega lýst því yfir áður en gríska goðið Sakis Rouvas er eitt af okkar uppáhöldum!

Þess vegna misstum við okkur næstum því þegar við sáum að hann var að birta nýtt myndband. Myndbandið er við lagið I Dio Mas (Við tvö) sem er á 13. og nýjustu plötu kappans, Parafora sem kom út í desember 2010.

Við skellum því hér með inn – njótið 🙂

En hvað hefur Sakis annars verið að bardúsa eftir Eurovision-ævintýrin sín 2004 og 2009? Jah, það er von þið spyrjið og hann hefur sannarlega ekki setið auðum höndum:

– Hann hefur leikið í sjónvarpsþáttum og bíómyndum en hlutverk hans í myndinni Duress (2009) var nokkuð sérstakt því að þar spreytti hann sig sem raðmorðingi og hlaut mikið lof fyrir!
– Sakis opnaði á árunum 2009-2010 snyrtistofuna Mariella Nails Body and Mind Care ásamt unnustu sinni og tónleikastaðinn The S Club í Aþenu þar sem hann hefur sjálfur stigið á svið við rífandi undirtektir gesta! Einnig opnaði hann sushistaðinn EDO árið 2010!
– Í júní 2010 stofnaði Sakis ásamt bróður sínum Vasilis eigið kvikmyndafyrirtæki; Sakis Rouvas Kinematografos EPE.
– Í júlí 2010 startaði hann sinni eigin fatalínu, Sakis Rouvas Collection.
– Sakis hefur ásamt grísku söngkonunni og Eurovision-stjörnunni Önnu Vissi haldið tónleikaröð í vetur, sem kallast Face2Face.

Meðfram öllu þessu vinnur Sakis nú að ritun sjálfsævisögu sinnar – og tími til kominn! 🙂

Að lokum eru hér gömul og góð myndbönd fyrir áhugasama, hið síðara er ábreiða Sakisar af Elvis Presley-laginu Suspicious Minds.

Jóhanna Guðrún keppir í OGAE Second Chance-keppninni í ár!

Einn af stóru atburðunum á hverju ári sem aðdáendaklúbbar Eurovision standa fyrir er OGAE Second Change-keppnin. Þar geta aðdáendur valið sín uppáhaldslög úr undankeppnum heima fyrir sem fá að spreyta sig aftur í keppni sem venjulega fer fram eftir að Eurovision-keppninni er lokið í maí.

Við Íslendingar eigum sigurvegara í þessari keppni en Hera Björk landaði sigrinum árið 2009 fyrir lagið Someday sem hún flutti fyrir Danmörku.

Tvö skilyrði eru fyrir þátttöku í þessari keppni; að viðkomandi lag/flytjandi komi úr undankeppni heima fyrir (sé ekki handvalinn af ríkisfjölmiðlinum) og að land viðkomandi tilheyri ákveðnum aðdáendaklúbbi. Reyndar hefur fyrirkomulagið með OGAE Rest of the world séð til þess að þau lönd sem eiga ekki formlegan aðdáendaklúbb fá samt að keppa!

Í ár valdi OGAE Rest of the World sitt framlag í þessa Second Change-keppni sem fram fer í Svíþjóð í ár. Valið stóð á milli þriggja framlaga, frá Georgíu, Lettlandi og Íslandi!

Eins og flestir sem lesa þessa síðu hafa heyrt var óánægja með að Jóhanna Guðrún skyldi ekki vera valin í Eurovision í ár en hún fær heldur betur uppreist æru því að yfir 90% þeirra sem tóku þátt í valinu hjá OGAE Rest of the World kusu hana sem framlag sitt í Second Change-keppnina!

Í Svíþjóð keppir lag Jóhönnu við 18 önnur lög úr undankeppnum annarra landa sem aðdáendum finnst verðug þess að fá annað tækifæri!

Þeir sem kusu í könnun OGAE Rest of the World tilheyra þeim 150 þjóðum sem ekki geta tekið þátt í Eurovision-keppninni sökum landfræðilegrar stöðu auk 7-8 landa sem taka þátt í keppninni en eiga ekki OGAE aðdáendaklúbb, t.d. Íslands, Lettlands, Bosníu, Georgíu, San Marínó, Slóvakíu o.fl.

We are proud to announce that Yohanna Gudrun’s entry in Söngvakeppni Sjónvarpsins this year, Nótt, has been chosen to represent OGAE Rest of the World in the 2011 Second Change contest in Sweden later this year! There she will compete with 18 other entries from other national finals to win the title Winner of OGAE Second Change Contest 2011!

Nótt was chosen with over 90% votes from fans from the 150 countries who are included in OGAE Rest of the world but cannot compete in Eurovision along with the Eurovision countries that currently don’t have an OGAE club.

We are very happy to have another Icelandic contestant compeeting on the Eurovision field this year! Good luck Yohanna!


Viltu veðja?? Veðbankar Eurovision hafa verið opnaðir!

(mynd: esckaz.com)

Um leið og lögin 43 hafa verið fest á blað er komið að næsta lið í Eurovision-undirbúningnum, a.m.k. fyrir suma. Og það eru veðbankarnir.

Við vitum nú öll sömul að það hefur verið voðalega lítið að marka þá, sérstaklega í mars þegar enn eru um tveir mánuðir til stefnu fram að keppni. Sumir aðdáendur taka þessu þó mjög alvarlega og spá heilmikið og spekúlera í vinsældum laga út frá veðbankagengi.

Það verður líka að segjast eins og er að veðbankarnir hafa spáð fyrir um sigurvegarann undanfarin tvö ár, þ.e. velgengni Fairytale og Satellite. En auðvitað byggja þessar tölur á smekk þeirra sem veðja fyrst og fremst 🙂

Hérna fyrir neðan höfum við tekið saman nokkrar veðbankaspár fyrir fimm efstu sætin – eins og staðan er í dag! (það þarf enginn að minnast á það sérstaklega að staðan getur og mun breytast þegar á líður, við gerum okkur fullkomlega grein fyrir því. Og þetta er bara til gamans gert!)

Veðbanki 1. 2. 3. 4. 5.
Oddschecker.com Frakkland (6) Eistland (13/2) Bretland (10) Svíþjóð (12) Þýskaland (12)
Online Betting Guide.co.uk Eistland (7,5) Frakkland (7,5) Bretland (8) Noregur (11) Svíþjóð (11)
Paddypower.com Eistland  (5/1) Frakkland (11/2) Bretland (6/1) Bosnía-Hersegóvína (8/1) Noregur (8/1)
Eurovision-betting.com Eistland Frakkland Bretland Svíþjóð Bosnía-Hersegóvína
William Hill Frakkland (5/1) Bretland (5/1) Eistland (5/1) Noregur (10/1) Azerbaídjan (10/1)
ESC stats.com Ungverjaland Frakkland Eistland Bretland Svíþjóð
Nicerodds.co.uk Eistland Frakkland Bretland Svíþjóð Noregur

Það er líka áhugavert svona í upphafi kynningarherferðarinnar hjá íslenska hópnum að sjá hver staða íslenska framlagsins er. Eins og stendur er Ísland nokkuð aftarlega og getur því spyrnt vel í botninn á leiðinni upp listann! 🙂

Veðbanki Sæti Íslands
Oddschecker.com 33. sæti
Online Betting Guide.co.uk 38. sæti
Paddypower.com 24. sæti
Eurovision-betting.com 38. sæti
William Hill 33. sæti
ESC stats.com 35. sæti
Nicerodds.co.uk 29. sæti

Nú væri gaman að heyra hvað ykkur finnst! Kemur þetta á óvart – eða eru þessi topp 5 lög líka ykkar uppáhalds? Eru raunverulegar líkur á því að svona verði úrslitin í maí nk.?

Þau sem snúa aftur í Eurovision 2011!

Þið hafið örugglega tekið eftir því að nokkrir flytjendur í ár hafa gert það gott áður í Eurovision. En vitið þið hversu margir það eru allt í allt? Það eru nefnilega 6 flytjendur sem snúa aftur á stóra sviðið í Eurovision og spreyta sig við að skila heim sigrinum. Misjafnt er þó hversu vel hefur gengið áður, sumir hafa sigrað – en aðrir þurft að snúa aftur heim með skottið á milli lappanna.

Árið 2011 virðist því vera ár bjartsýninnar – því að auðvitað ætla allir þessir flytjendur að vinna!!

Við skulum renna yfir þessa flytjendur:

Auðvitað er varla hægt annað en að minnast fyrst á hana Dönu International sem mætir galvösk á sviðið eftir frækilegan (og sögulegan) sigur í keppninni 1998 – allir muna eftir fjaðraermunum og Divu!! Hún stal sigrinum af hinni bresku Imaani og Chiöru frá Möltu. Í ár var haldin undankeppni í Ísrael og þar keppti Dana með frumsamið lag og texta, Ding Dong. Hún fékk atkvæði dómnefndar og varð önnur í símakosningu og með það varð hún valin sem framlag Ísraela í ár! Hér má sjá flutninginn á lokakeppninni en Dana keppir á undankvöldinu 12. maí. Dana var einnig meðhöfundur lagsins The Fire in Your Eyes sem Boaz söng árið 2008 og hafnaði í 9. sæti.

Eins og flestir vita tefla þýsku gestgjafarnir aftur fram sigurvegara síðasta árs, Lenu. Hún heillaði Evrópu með krúttlegheitunum í Satellite í fyrra og við erum bara nýhætt að fá það lag á heilann! Það var strax ákveðið þegar hún sneri aftur til Þýskalands með pálmann í höndunum í maí að hún myndi verja titilinn árið 2011. Eftir undankeppni heima fyrir var lagið Taken by a Stranger valið fyrir hana og flytur hún það á lokakvöldinu 14. maí!

Þriðju ber að nefna til sögunnar moldóvsku hljómsveitina Zdob şi Zdub. Ef nafnið klingir engum bjöllum duga sennilega þrjú orð: Amma með trumbu! Þeir kepptu fyrir hönd Moldóvu þegar landið tók fyrst þátt árið 2005 með lagið Boonike Bate Doba um ömmuna sem sló trumbu en sat þess á milli makindalega í ruggustól! Með því stórgóða lagi lentu þeir í 6. sæti sem er besti árangur Moldóvu hingað til. Þeir tóku þátt í undankeppninni heima fyrir 2007 en höfðu ekki erindi sem erfiði. Í ár kepptu þeir svo aftur með lagið So Lucky og þrátt fyrir að hafa hvorki sigrað í dómarakosningu né símakosningu voru þeir valdir sem framlag Moldóvu í ár. Hér er lagið í undankeppninni heima fyrir og þeir keppa á öðru undankvöldinu 12. maí!

Fjórði flytjandinn sem snýr aftur er Dino Merlin sem er hress náungi um fimmtugt og keppir fyrir Bosníu-Hersegóvínu í ár. Þetta er í annað skipti sem hann tekur þátt í aðalkeppninni en árið 1999 flutti hann lagið Putnici ásamt frönsku söngkonunni Béatrice Poulot. Þau lentu í 7 sæti af 23. Hann samdi einnig lagið – og hefur samið fleiri lög því að hann samdi lagið sem Bosnía tók þátt með í fyrsta sinn Sva Bol Svijeta, sem var flutt af Fazla. Hann stekkur á sviðið í ár á öðru undankvöldi 12. maí með lagið Love In Rewind og syngur í fyrsta sinn á ensku!

Aðrir tvíburarnir sem stíga á svið í Eurovision í ár, hinar slóvakísku TWIINS, eru einnig að koma aftur á Eurovision-sviðið – og nú sem flytjendur! Þær voru í bakröddum fyrir tékkneska flytjandann Terezu Kerndlová árið 2008 þegar hún flutti lagið Have Some Fun og lenti í 18. sæti en komst ekki í aðalkeppnina. Slóvakía ætlaði að draga sig út úr Eurovision í ár vegna fjárhagslegra örðugleika en að lokum voru tvíburarnir Veronika og Daniela valdar og flytja þær lagið I’m still Alive á öðru undankvöldinu 12. maí.

Síðastan en alls ekki sístan má svo nefna okkar eigin Gunna Óla! Hann tók eins og alkunna er þátt árið 2001 með Kristjáni Gíslasyni sem dúóið Two Tricky og söng Angel. Þá lentu þeir í neðsta sæti með þrjú stig. Í ár fer hann með fríðum flokki og flytur lagið Coming Home sem hluti af Vinum Sjonna. Eins og við höfum minnst á áður verða strákarnir 14. atriðið á svið þriðjudaginn 10. maí!

– Uppfærsla: Það má ekki gleyma því að tveir aðrir af strákunum í Vinum Sjonna hafa tekið þátt áður! Benni Brynleifs trommaði fyrir Birgittu árið 2003 og fyrir Eirík Hauksson 2007 og Vignir Snær fór einnig með Birgittu árið 2003! Auðvitað höldum við þessu öllu til haga 🙂

Lögin 43 tilbúin!

(mynd: eurovision.tv)

Dagana 14.-15 mars s.l. var árlegur fundur yfirmanna sendinnefnda (e. Head of delegation) keppenda í Eurovision haldinn. Fundurinn var að sjálfsögðu í Düsseldorf ! Á fundinum var sagt frá því hvers vegna Düsseldorf varð fyrir valinu auk þess sem aðstaðan í Athletics Sports Hall, þar sem keppnin verður haldin, var kynnt. Sviðið verður að þessu sinni frekar lítið en það var gert að ástæðu að sögn skipuleggjenda en hún er að halda athyglinni á því sem er að gerast á sviðinu. Græna herbergið verður staðsett beint fyrir aftan sviðið. 700 starfstöðvar fyrir blaðamenn verða á svæðinu en það verður í tjaldi við hliðina á höllinni sjálfri líkt og í Osló í fyrra.

Skilafrestur til að skila inn lögum í keppnina rann út á miðnætti þann 13. mars sem þýddi bara eitt; Á þessum fundi voru öll framlögin sem keppa í vor tilbúin og opinber! Á fundinum voru framlögin kynnt og var mikið klappað fyrir Ítalíu sem snýr nú aftur til keppni eftir 14 ára Eurovisionhlé! Skipuleggjendur keppninar hafa lagt sig fram við að gera aðgengi að lögunum sem best. Á vefsíðurnni, http://www.eurovision.tv, sem er opinber síða keppninnar er að finna allar upplýsingar um hvenær hver keppir. Linkar á hverja keppni fyrir sig eru hér:

Fyrra undaúrslitakvöld, 10. maí

Seinna undaúrslitakvöld, 12. maí

Úrslitakvöldið, 14. maí

Einnig hefur verið settur upp svokallaður preview player á síðunni en þar er hægt að hlusta á öll lögin og skoða myndböndin við þau. Spilarann er að finna hér. Að lokum er keppnin með síðu á Youtube en þar er hægt að skoða öll lögin auk allskonar annars aukaefnis sem er skemmtilegt að skða! Slóðina á Youtube síðuna er http://www.youtube.com/eurovision.

Svo nú er ekki eftir neinu að bíða og tími til komi að hella sér í að hlusta á öll framlögin og spá og spegúlera í gengi þeirra í vor!

Sumir koma aftur – Wind

Í ljósi þess að Eurovision verður í Þýskalandi í ár er ekki úr vegi að taka upp þráðinn í liðnum Sumir koma aftur og fjalla um þýska flytjendur!

Hljómsveitin Wind er í hópi þeirra flytjenda sem hafa oftar en einu sinni tekið þátt í Eurovision í gegnum tíðina. Wind hefur alls tekið þrisvar þátt í keppninni og þar af lent tvisvar í öðru sæti. Hljómsveitin var stofnuð árið 1985 af fimm vinum en fjögur af þeim höfðu á þessum tíma starfað saman í acapella-bandinu Voices in Touch. Fljótlega bættust forsöngvarinn Rainer  Hoeglmeier í hópinn og lagið Für alle (gæti útlagst á íslensku Fyrir alla eða Handa öllum) varð til.

Wind keppti með Für alle í Eurovisin í Gautaborg árið 1985 og náði þar gríðarlega góðum árangri og varð í 2. sæti á eftir norsku skvísunum í Bobbysocks. Líklega hefur einlægnin og fallegur boðskapur textans náð til Evrópubúa umfram annað því ekki var mikið fyrir hressilegri sviðsframkomu að fara þrátt fyrir að allir væru klæddir samkvæmt nýjustu tísku ársins 1985! Í kjölfar þessa góða árangurs í Eurovision var Für alle mikill smellur í Þýskalandi og Wind varð þekkt hljómsveit í kjölfarið.

Þrátt fyrir þennan góða árangur í Eurovision yfirgaf Rainer bandið ásamt einum af stofnendum þess, Willie, fljótlega eftir Eurovision. Inn í bandið kom nýr aðalsöngvari, Andreas Lebbing og árið 1987 var aftur kýlt á Eurovision og í þetta skiptið með lagið Lass die Sonne in dein Herz eða Hleyptu sólinni að hjarta þínu. Sviðsframkoma Wind-meðlima var í þetta skiptið öllu líflegri og áfram sýndu þau hátísku ársins á sviðinu. Það var heldur ekki að spyrja að árangrinum, Wind lenti aftur í 2. sæti, núna á eftir engum öðrum en Johnny Logan með lagið Hold me know. Líkt og Für alle varð Lass die Sonne in dein Herz gríðarlega vinsælt í kjölfar keppninnar og er enn þann dag í dag stærsti ,,hittari“ Wind.

Á næstu árum urðu talsverðar mannabreytingar í Wind, menn komu og fóru en árið 1992 sama stóð bandið af tveimur stofnendum þess auk þriggja nýrra meðlima. Enn og aftur var stefnan sett á Eurovision og árið 1992 steig Wind í þriðja skipti á Eurovision-sviðið, núna með lagið Träume sind für alle da sem má kannski útleggja á íslensku sem Draumar eru fyrir alla. Núna var kona forsöngvari en hvort það hafði áhrif á gengi lagsins skal ósagt látið en árangurinn var ekki upp á marga fiska, 16. sætið var staðreynd.

Þrátt fyrir að hafa komið þrisvar sinnum fram í Eurovision eru það ekki stærstu afrek hljómsveitarinnar Wind. Samkvæmt heimasíðu hljómsveitarinnar hefur hún gefið út samtals 29 plötur á þeim 25 árum sem hún hefur starfandi  og geri aðrir betur! Wind er enn starfandi, nú með þremur meðlimum. Enginn stofnmeðlimana er þó lengur í bandinu en Andreas Lebbing gekk aftur til liðs við Wind og er enn í bandinu en hin tvö koma inn í bandið eftir Eurovision-ævintýri Wind. Lengst af eftir þátttökuna í Eurovision 1992 voru þau þó fjögur í bandinu en svo virðist vera sem samstarfsörðugleikar hafi hrjáð bandið all lengi og yfirgaf því einn meðlimanna bandið árið 2008.   Wind reyndi nokkrum sinnum á 10. áratugnum að komast aftur í Eurovision en með litlum árangri.

Lagastuldur 2011 – framhald!

Við höfum alveg sérstaklega gaman af öllu slúðri og sögusögnum um að þetta lag og hitt sé stolið eða ekki! 🙂

Svoleiðis raddir heyrast ALLTAF fyrir hverja Eurovision-keppni, og eru sjálfsagður hlutur í að byggja upp spennu í undirbúningsferlinu!

Við höfum áður fjallað um líkindi danska lagsins og sænsks lags frá 2006 en nú heyrast raddir um að sænska lagið í ár, Popular, sé í raun stolið líka!

Minnugir Svíar hafa nefnilega grafið upp lagið Oh, mama með sænska dúóinu Lili & Susie frá árinu 1987 – og fullyrða að líkindin séu yfirgengileg. Reyndar er einnig minnst á Boney M-lagið Rasputin í þessu samhengi…

Við leyfum ykkur að dæma, eru þessi tvö lög Popular og Oh, mama svona svakalega lík??

Coming home

Myndbandið við framlag okkar Íslendinga í Júróvísjon í ár var frumflutt í Kastljósinu nú fyrr í kvöld auk þess sem þetta var frumflutningur á laginu á ensku! Myndbandið og lagið má sjá og heyra hér:

Undankeppnum lokið

Frestinum til að skila inn lögum í Júróvísjon í ár rann út á miðnætti í gær. Það þýðir bara eitt, það er búið að velja öll lögin sem keppa munu í Düsseldorf í vor! Eins og áður hefur komið fram er það að vanda Melodifestivalen í Svíþjóð sem rekur lokahnikkinn í súpu undankeppna fyrir júróvísjon og þannig var það einnig í ár. Á laugardaginn völdu Svíjar sitt framlag og var það enginn annar en hinn ungi og myndalegi Eric Saade sem sigraði.

Svíjar voru þó ekki þeir einu sem tilkynntu framlög sín um helgina. Það gerðu einnig Rússar og Azherjbædjanar. Í Rússlandi var enginn undankeppni í ár heldur var Aleksey Vorobyov varlinn af rússneska ríkissjónvarpinu til að vera fulltrúi Rússa í ár. Lagið hans Get you var frumflutt í skemmtiþættinum Fabrika Zvyozd á laugardagskvöldið. Lagið er samið af RedOne en samkvæmt eurovision.tv hefur hann samið fjöldan allan af lögum meðal annars nokkra af hitturum Lady gaga.

Í Azherbaijan var valið lagi og flytjendum haldið í sitthvoru lagi. Í febrúar voru flytjendurnir Ell og Nikki valdir eftir langa og stranga flytjendakeppni. Lagið var hins vegar valið sér. Úr 70 lögum fimm lög valin af ríkissjónvarpinu í Azherbaijan ogvar það svo fimm manna dómnefnd sem valdi framlag Azhera í ár. Lagið heitir Running scared og er eftir sömu höfunda og sömdu framlaga Azhera í fyrra, Drip dop.

Hér má hlusta á framlag Rússa.

og hér má svo hlusta framlag Azhera.