Við höfum ábyggilega lýst því yfir áður en gríska goðið Sakis Rouvas er eitt af okkar uppáhöldum!
Þess vegna misstum við okkur næstum því þegar við sáum að hann var að birta nýtt myndband. Myndbandið er við lagið I Dio Mas (Við tvö) sem er á 13. og nýjustu plötu kappans, Parafora sem kom út í desember 2010.
Við skellum því hér með inn – njótið 🙂
En hvað hefur Sakis annars verið að bardúsa eftir Eurovision-ævintýrin sín 2004 og 2009? Jah, það er von þið spyrjið og hann hefur sannarlega ekki setið auðum höndum:
– Hann hefur leikið í sjónvarpsþáttum og bíómyndum en hlutverk hans í myndinni Duress (2009) var nokkuð sérstakt því að þar spreytti hann sig sem raðmorðingi og hlaut mikið lof fyrir!
– Sakis opnaði á árunum 2009-2010 snyrtistofuna Mariella Nails Body and Mind Care ásamt unnustu sinni og tónleikastaðinn The S Club í Aþenu þar sem hann hefur sjálfur stigið á svið við rífandi undirtektir gesta! Einnig opnaði hann sushistaðinn EDO árið 2010!
– Í júní 2010 stofnaði Sakis ásamt bróður sínum Vasilis eigið kvikmyndafyrirtæki; Sakis Rouvas Kinematografos EPE.
– Í júlí 2010 startaði hann sinni eigin fatalínu, Sakis Rouvas Collection.
– Sakis hefur ásamt grísku söngkonunni og Eurovision-stjörnunni Önnu Vissi haldið tónleikaröð í vetur, sem kallast Face2Face.
Meðfram öllu þessu vinnur Sakis nú að ritun sjálfsævisögu sinnar – og tími til kominn! 🙂
Að lokum eru hér gömul og góð myndbönd fyrir áhugasama, hið síðara er ábreiða Sakisar af Elvis Presley-laginu Suspicious Minds.