Búlagría sendir Poli Genova til Düsseldorf

Í gærkvöldi völdu Búlgarir framlag sitt í júróvísjon þetta árið og markaði það upphaf af mikilli júróvísjon veislu næstu daga en fram á sunnudag munu níu lönd til viðbótar velja framlög sín!

Búlgarar hafa ekki riðið feitum hesti frá Júróvísjon frá því þeir hófu keppni árið 2005 þrátt fyrir að hafa reynt ýmislegt! Skemmst er að minnast sjónhverfinga Krassimirs sem keppti fyrir hönd Búlgara árið 2009 og í fyrra sendu þeir eina af sínum skærustu stjörnum, sjálfan Miro, til að keppa og gekk þrátt fyrir það ekki sem skyldi. Í ár var haldin heljarinnar undankeppni og á úrslitakvöldinu kepptu 19 lög um að fá að fara til Düsseldorf og keppa fyrir hönd Búlgaríu. Við val á laginu gilltu bæði atkvæði frá almenningi og dómnefndar sem var vandlega saman sett.

(mynd: eurovision.tv)Hlutskörpust var stúlka að nafni Poli Genova. Lagið hennar Na Inat, eða Þrjóskur, er rokkaður poppslagari og var eins og titillinn gefur til kynna sunginn á búlgörsku. Poli þessi er alls ekki óvön júróvísjon því árið 2009 reyndi hún fyrir sér í undankeppninni heima og lent í 2. sæti alls ekki löngu á eftir hinum umdeilda Krassimir. Lagi það heitir One life time is not enough og hlaut nokkrar vinsældir og fékk meira að segja sjálfa Beyoncé til að skæla yfir fegurð þess en dæmi nú hver fyrir sig!

Allt um Júróvísjon er spennt að sjá hvort Poli nái að rétta hlut Búlgara í keppninni og komast upp úr undanúrslitum, þá aðeins í annað skipti frá því Búlgaría hóf keppni! Poli stígur á sviði í seinni hluta seinna undarúrslitakvöldsins þann 12. maí.

Hér má sjá sigurlag Búlgara í ár og strax fyrir neðan má finna lag Poli frá því árið 2009.

Auglýsingar

2 athugasemdir við “Búlagría sendir Poli Genova til Düsseldorf

  1. Stefán Þór Sigfinnsson skrifar:

    Man eftir framlagi hennar 2009 í Búlgaríu. Fór í verulega fýlu því mér fannst það milljón sinnum betra en Kontraaltó falskheitin. Og því miður finns mér það milljón sinnum betra heldur en framlag hennar í ár.

    2009 framlag hennar finnst mér eitt af betri lögunum sem hafa ekki komist í aðalkepnnina.

  2. jurovision skrifar:

    Já, það var sannarlega gott lag, Stefán! Krassímír greyið ætlaði að sigra heiminn með óperuhryllingnum og lagði sig allan fram – en uppskar alls ekki eins og hann sáði! 😉

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s