Jóhanna Guðrún vinsæl í Suður-Afríku!

Við höfum áður minnst á að vinsældir Eurovision-keppninnar ná sannarlega út fyrir Evrópu og hún er t.d. virkilega vinsæl í Ástralíu, Suður-Ameríku og Japan. OGAE Rest of the World/International er félagsskapur þjóða og landa sem hafa mikinn áhuga á keppninni og öllu sem viðkemur henni en eiga ekki opinberan aðdáendaklúbb – Ísland fellur þar undir eins og við töluðum um í þessum pósti!
Í þessum fjölþjóðlega aðdáendaklúbbi hefur mikið verið gert af því að endurútgefa þekkt Eurovision-lög – og oft á hinum ólíklegustu tungumálum. Klúbburinn er staðsettur í S-Afríku og útgáfan á afrikaans, opinberu tungumáli þar í landi, er mjög öflug!

Af hverju ættum við, íslenskir Eurovision-aðdáendur, að hafa nokkurn áhuga á þessari útgáfu?

Jú, málið er að á stuttum tíma hafa tveir ungir s-afrískir listamenn gefið út eigin útgáfur af laginu hennar Jóhönnu Guðrúnar, Is it true!! Verður það ekki að teljast nokkuð góð dreifing á íslenskri tónlist??

Þeir sem fylgdust með Öllu um Júróvisjón þegar við vorum í Osló á síðasta ári, muna e.t.v. eftir færslunni um Lee Scott sem mætti galvaskur á svæðið með nýjan disk sinn þar sem hann söng Fairytale með Alexander Rybak – og jú mikið rétt, Is it true með Jóhönnu Guðrúnu!

Drengurinn Lee Burton Scott er 22 ára gamall og hafði áður slegið í gegn á s-afrísku tónlistarsenunni með strákabandinu Hi5. Sú grúppa gaf árið 2006 út vinsæla plötu, Versoeking, þar sem meðal annars var að finna Eurovision-lögin Invincible (Carola) og My Number One (Helena Paparizou). Hérna er örlítið tóndæmi þar sem þeir flytja lag söngvarans Arash sem keppti fyrir Azerbaídjan 2009 með Aysel, en þetta lag heitir á frummáli Temptation (flutningurinn náttúrulega eldheitur og up to date :)):

Lee vill nú hasla sér völl sem sólóartisti og gaf út fyrstu plötuna sína í fyrra, Die Enigste Manier (ísl. Eina leiðin) og þar er að finna lagið hennar Jóhönnu Guðrúnar undir heitinu Wens Ek kon (ísl. Ég óska að ég gæti) – hægt er að hlusta hér!

Við fengum fregnir af því fyrir stuttu að annar ungur tónlistarmaður, Candy Benson, hefði einnig gefið út lagið hennar Jóhönnu – og það bæði á afrikaans og spænsku! Allt um Júróvisjón hafði að sjálfsögðu áhuga á því og við komumst í samband við söngkonuna.

Stúlkan sú er nýorðin tvítug og syngur og semur einnig eigin tónlist. Hún hefur sungið frá unga aldri (svipað og JGJ!) Hún vann sér það helst til frægðar að hafa að gamni sínu tekið þátt í American Idol-áheyrnarprufum í Hollywood Studios þegar hún var í Bandaríkjunum á ferðalagi og lenti í topp 7 á því kvöldi – hins vegar komst hún ekki áfram vegna þjóðernis síns!

Eftir að við höfðum samband við hana fengum við að vita að Is it true heillaði Candy strax og hún hafði trú á því að lagið myndi hljóma sérlega vel sem ballaða á afrikaans! Candy segist einnig hafa svipað tónsvið og Jóhanna og því hafi lagið hentað vel. Hún segir einnig að þetta lag hafi strax komið til greina þegar henni bauðst að gera spænska útgáfu – og þeir sem hafi heyrt hana fíli hana í tætlur!

Við spurðum Candy hvort hún hefði heyrt Nótt, lag Jóhönnu Guðrúnar í undankeppninni 2011 og hún sagði að það höfðaði einkar vel til sín. Og bætti við að flest íslensku lögin sem hún hefði heyrt væri virkilega góð – og kæmu vel til greina sem lög á næstu plötu hennar!

Hægt er að hlusta á útgáfur Candy á síðunni hennar undir Music. Afrikaans-útgáfan heitir Is Dit Waar!

Hér er eitt tóndæmi með Candy og bandi sem hún hefur sungið með, Chicas – og þeirra útgáfa af Bleeding Love:


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s