Ítalir og Georgíumenn velja framlög sín í kvöld!

Í kvöld er söguleg stund í júróvísjon því Ítalir velja framlag sitt til Júróvísjon eftir margra ára hlé frá keppninni. Ítalir eru ein af stóru þjóðunum í júróvísjon og tóku þátt samfleytt frá fyrstu keppninni 1956 til ársins 1993 og eiga tvö sigurlög auk fjöldans alls af þekktum lögum úr keppninni enda hafa þeir sjö sinnum lent í 2. og 3. sæti. Ítalía tók aftur þátt í keppninni árið 1997 og lenti þá í 4. sæti en síðan þá hafa Ítalir ekki verið með. Sagan segir að ástæða fyrir fjarveru Ítala sé sú að þeir hafi verið móðgaðir yfir að hafa ekki unnið árið 1997 þegar þeir komu aftur eftir stutt hlé en það er saga sem við seljum ekki dýrari en við keyptum hana!!

Síðan Ítalir tóku síðast þátt hefur keppnin breyst mikið, fjöldi þjóða sem tekur þátt hefur aukist all verulega og kosningakerfið einnig breyst. Það hefur verið ákveðið að Ítalía teljist sem ein af stóru þjóðunum sem ekki keppa í undankeppnunum tveimur og mun því framlag Ítala eingöngu taka þátt á úrslitakvöldinu í Düsseldorf þann 14. maí.

Ítalir fara hefbundnar leiðir við val á framlagi sínu því framlagið mun koma úr hinni sögulegu söngvakeppni Ítala Festival di Sanremo en sjálf Júróvísjon byggir einmitt á hugmynd þessarar keppni sem rekur sögu sína allt aftur til ársins 1951. Það er þó ekki þannig að sigurvegarinn í Sanremo keppninni í kvöld fái sjálfkrafa þátttökurétt í Düsseldorf heldur mun dómnefnd á vegum Rai sjónvarpstöðvarinnar velja framlagið úr því 21 lagi sem keppa í kvöld!

Til gaman setjum við inn síðasta lag sem keppti fyrir hönd Ítala í Júróvísjon. Lagið heitir Fiumi Di Parole, flutt af Jalisse og lenti sem áður segir í 4. sæti.

Ítalir eru þó ekki einir um að velja framlag sitt í kvöld því það gera einnig Georgíumenn. Sjö lög keppa til úrslita. Upphaflega átti þó keppnin að vera milli tíu laga en þrír hafa sagt sig frá keppninni af ýmsum (og aðallega óþekktum) ástæðum.

Hér má heyra brot úr öllum lögunum sem keppa í kvöld!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s