Eurovision-stjörnur í undankeppninni á Möltu!

Oh, þau voru í algjöru uppáhaldi í fyrra í Osló! Við hér á Allt um Júróvisjón urðum vitni að samruna tveggja Eurovision-stjarna á keppninni í fyrra. Nefnilega þeirra Marcin Mrozinski frá Póllandi og Theu Garrett frá Möltu!

Í vikunni fyrir keppnina voru þau einna hressust keppenda, mættu í partí og á Euro-klúbbinn eins og þau gátu og voru hjartanlega almennileg við brjáluðu aðdáendurna. Thea lítil og krúttleg (og töluvert sætari) útgáfa af Lizu Minnelli og Marcin hress og skemmtilegur gaur – sem minnir okkur vinkonurnar óendanlega mikið á Michał pólskan vin okkar 🙂

Eðalfólk, Pólverjar – við elskum þá! 😉 (Witam narodu polskiego, kochamy cię!)

Hvorugt þeirra komst reyndar upp úr undankeppninni sem var afar leiðinlegt, og Thea tók það sérstaklega nærri sér… Hún brotnaði saman á Euroklúbbnum og þá var Marcin til staðar til að hugga hana! Eftir undankeppnina (og á aðalkeppninni) sáust þau æ oftar saman og greinilegt að gott vinasamband var í mótun. Þau deila líka einlægum áhuga á „showtunes“ og stórum ballöðum…

Í undankeppninni á Möltu komu þau svo saman fram og sungu lag sem þau hafa tekið upp í sameiningu: In Our Love.

Er þetta kannski upphaf einhvers meira??

Auglýsingar

Ein athugasemd við “Eurovision-stjörnur í undankeppninni á Möltu!

  1. Stefán Þór Sigfinnsson skrifar:

    Thea Garrett átti einn allra besta flutninginn í fyrra og voru allir heima steinhissa á því að hún komst ekki áfram. Hinsvegar áttum við ekki orð til yfir það að Bosnía færi áfram. Hrikalega lélegt lag og enn verri framburður á ensku. Jésús pétur það þarf að fara að senda þetta lið í enskunám.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s