Nánar um undankeppnina á Möltu

Eins og áður hefur verið sagt frá hér á Öllu um Júróvísjon þá völdu Maltverjar framlag sitt á laugardaginn var. Sigurvegarinn var Glen Vella. Glen þessi  er 27 ára gamall og hefur lengi reynt að komast að sem fulltrúi Möltu í Júróvísjon enda hefur hann fjórum sinnum áður tekið þátt í undankeppninni á Möltu. Lengst komst hann árið 2010 þegar hann varð í öðru sæti með lagið Just a little more love. Draumur Glen hefur nú loksins ræst og mun hann flytja europopplagið One life í Düsseldorf á fyrra undanúrslitakvöldinu þann 10. maí.

Þrátt fyrir að keppnin á Möltu sé búin er ekki úr vegi að velta sér aðeins upp úr þeim möguleikum sem Maltverjum stóðu til boða. Á úrslitakvöldinu á Möltu var nefnilega að finna 16 lög með hinum ýmsu flytjendum. Hjá okkur hér á Öllu um júróvísjon stóð eitt nafn sérstaklega út af þessum 16 flytjendum, nefninlega hin geysivinsæli Fabrizio Faniello sem einmitt hefur keppt tvisvar fyrir hönd Maltverja í Júróvísjon. Faniello hafði þó ekki erindi sem erfiði að þessu sinni í undankeppninni og náði ekki einu sinni inn í topp þrjá í keppninni. Maður veltir fyrir sér hvort Maltverjar séu kannski komnir með leið á honum! Hér fyrir neðan má hins vegar sjá hann flytja lagið sitt í ár og dæmi nú hver fyrir sig hvort það eða sigurlagið sé betra!

Annað nafn sem vakti athygli okkar í undankeppninni var Claudia nokkur Faniello. Það var einkum vegna kunnuglegs eftirnafns (nú eru líklega flestir lesendur búnir að fatta að Claudia þessi og sjálfur Fabrizio bera sama eftirnafn!). Við fórum því á stúfana og kynntum okkur þessa konu. Það vill svo skemmtilega til að Claudia er systir Fabrizio svo það var heldur betur systkinakeppni á Möltu! Hún hefur líkt og bróðir sinn tekið nokkrum sinnum þátt í undankeppnunum á Möltu en aldrei náð svo langt að vinna. Í ár tókst henni að komast alla leið á úrslitakvöldið sjálft á Möltu en náði eingöngu 8. sæti af þeim 16 lögum sem kepptu og var þar nokkur eftirbátur bróður síns sem lenti í 4. sæti. Claudia hefur sungið frá 12 ára aldri en er einkum þekkt á Möltu fyrir að syngja í ýmsum sjónvarpsþáttum. Hún hefur gefið út eina plötu sem hægt er að hlusta á brot af á heimasíðu hennar.

Hér má líta framlag hennar til undankeppninar á Möltu í ár og það er ekki hægt að segja annað en hún sé í aðeins rokkaðri kantinum en bróðir hennar!

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s