Írska tilraunin!

Á föstudaginn var valdi sigursælasta þjóð Eurovision-keppninnar, Írar, sitt framlag í keppnina í vor. Þeim hefur nú ekki gengið vel undanfarið, voru síðast í topp 10 árið 2000 og sigruðu árið 1996. Eftir að tungumálaákvæðið var fellt niður í keppninni og fleiri fóru að syngja á ensku hefur hinum engilsaxnesku þjóðum nefnilega gengið verr.

Í ár var stokkað dálítið upp í þessum Eurovision-málum hjá ríkissjónvarpinu írska, RTÉ. Í keppninni sem kallaðist ‘Eurosong 2011’ var fylgst með framgangi og keppni fimm atriða og laga sem fimm þekktir og vinsælir einstaklingar í tónlistarbransanum „fóstruðu“ og þróuðu. Valið fór svo fram með símakosningu og dómnefndum.

Yfirlýst markmið með þessu nýja fyrirkomulagi er auðvitað að rétta hlut Íra sem finnst þeir bera skarðan hlut frá borði þegar kemur að sigri í Eurovision.

Hver og einn „mentor“ sá um allt í tengslum við atriðið; lag, útsetningu, hljóðblöndun og val á söngvurum og öðrum flytjendum. Flest af þessu fólki er lagahöfundar, tónlistarráðunautar og annað í tengslum við tónlist; Caroline Downey-Desmond, Ronan Hardiman, David Hayes, Willie Kavanagh og Liam Lawton.

Afraksturinn var svo kunngjörður á föstudag, eins og fyrr segir. Skemmst er frá því að segja að dýnamískt dúó sem kallar sig Jedward urðu hlutskarpastir en heldur var mjótt á mununum því að sú sem lenti í öðru sæti fékk einungis 2 stigum færri, með 96 á móti 98 stigum Jedward.

Hverjir eru svo þessir undarlegu drengir sem eru greiddir eins og Coneheads? Jú, þeir eru tvíburar fæddir árið 1991 og stigu fyrst fram á sjónsviðið árið 2009 í X-factor í Írlandi þar sem þeir lentu í 6. sæti. Þeir eru nokkuð vinsælir í heimalandinu sem og í Bretlandi, einkum fyrir líflega sviðsframkomu og fyrir að taka gamla slagara, t.d. með Vanilla nokkrum Ice.

Lagið þeirra verður að teljast nokkuð hressandi og undir áhrifum frá Lady GaGa. Þeir hafa verið óðir og uppvægir að taka þátt í Eurovision og eru virkilega spenntir að taka þátt í vor! Hér má sjá flutninginn á föstudaginn á laginu Lipstick:

Ein athugasemd við “Írska tilraunin!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s