Undankeppnir á fullu!

Það má með sanni segja að undankeppnir fyrir Júróvísjon séu á fullu um alla Evrópu þess daganna. Í gærkvöldi völdu fimm þjóðir framlög sín auk þess sem nokkur undanúrslitakvöld voru haldinn.

Eins og við vitum öll fór að sjálfsögðu úrslitakvöldið í Söngvakeppni sjónvarpsins fram þar sem lag Sjonna Brink, Aftur heim, sigraði og mun því verða framlag okkar í Dusseldorf í vor.  Auk okkar völdu Norðmenn, Finnar, Belgar og Maltverjar framlög sín.

Mikil stemmning var í Noregi yfir undanúrslitakvöldin og veðjuðu flestir á að Stella Mwangi myndi hafa sigur úr bítum með stuðlagið Haba haba. Sú varð svo raunin eftir mikla spennu og keppni milli hennar og The Black Sheeps með lagið Dance tonight. Stella var mjög hrærð með sigurinn og þurfti að þurkka tár af vöngum sínum þegar úrstlin voru ljós! Hér má sjá Stellu syngja um ráð og visku frá ömmu sinni í laginu Haba haba!

Finnar völdu einnig sitt framlag í gærkvöldi. Lagið heitir Da da dam og er flutt af Paradise Oskar. Kosning fór þannig fram að fyrst  var kosið á milli allra laganna tíu en svo var kosið aftur milli þriggja efstu laganna. Þar vann Da da dam nokkuð öruggan sigur með rúmlega 46% atkvæða.

Lögin þrjú sem búið er að velja á Norðurlöndunum eru öll mjög ólík og má því búast við spennandi og fjölbreyttu fyrra undanúrslitakvöldi í Düsseldorf þann 10.maí en þar munu öll þessi þrjú lög keppa!

Eins og áður segir þá völdu Maltverjar og Belgar einnig framlög sín í gærkvöldi. Þið getið hlustað á þau lög með því að klikka á nöfn landana hér fyrir neðan!

Malta

Belgía

Auglýsingar

4 athugasemdir við “Undankeppnir á fullu!

 1. Heiða skrifar:

  Úff, rosalega er mikil reiði finnst mér í samfélaginu með þetta lag(Aftur Heim), sem og út í heimi ef maður skoðar erlendar síður. Veit ekki alveg hvað mér sjálfri finnst :S

 2. jurovision skrifar:

  Já, Heiða, það er sérstakt ástand. Erlendir aðdáendur kalla nú líka oft bara eftir því sem þeir þekkja fyrir, en ég held að Íslendingar hafi kosið með hjartanu 🙂 Lagið er líka bara gott, létt og leikandi – og gengur vonandi vel í evrópska aðdáendur með enskum texta! 🙂

 3. Heiða Lind skrifar:

  Ég er sátt með íslenska og norska lagið 😀 Veit ekki með hin… en ég bara algjörlega elska Haba Haba!! 😀

 4. Stefán Þór Sigfinnsson skrifar:

  Haba haba á eftir að gera góða hluti í Dusseldorf en við munum ekki ná að deila þeirri stemmingu sem við sameinuðumst um í kringum Aftur heim til restinar af Evrópu. Kann aldrei góðri lukku að stýra að sameinast um eitthvað svona.

  Á bara að velja besta lagið í flytjandan og í okkar tilviki gáfum við honum puttan.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s