Söngvakeppni Sjónvarpsins 2011: Spá HTF

Stóri dagurinn er á morgun en þá keppa sjö lög um að verða framlag Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva! Við hér á Öllu um Júróvísjon vorum nokkuð sannspáar í fyrra, spáðum báðar Heru fyrsta sætinu. EEV spáði raunar hárrétt um fyrstu þrjú sætin þá en undirrituð einungis um fyrsta sætið, en spáði þó Jógvani inn í topp þrjá. Okkur finnst því spennandi að sjá hversu sannspáar við verðum í ár og því ekki seinna vænna en að skella fram spá fyrir annað kvöld. Eins og áður spáum við í sitthvoru lagi!

Eftir nokkuð miklar pælingar og heilabrot spái ég að þrjú efstu sætin fari svona:

3. Nótt í flutningi Jóhönnu Guðrúnar.

2. Ég lofa í flutningi Jógvans.

1. Aftur heim í flutningi Hreims, Benna, Gunna, Matta, Pálma og Vignis.

Í raun er það eina sem ég er nokkuð viss um að þessi þrjú lög raði sér í þrjú efstu sætin en það gæti farið á hvern veg sem er hvaða lag lendir í hverju sæti! Þetta gerir keppnina meira spennandi en oft áður og líklega verður mjótt á munum alveg niður í 4.-5. sæti.  Ástæðan fyrir spánni um gott gengi Nætur og Ég lofa er einkum byggt á gríðarlegum vinsældum flytjenda þessara laga auk þess sem lögin bæði nokkuð grípandi og vel út sett fyrir Júróvísjon. Lagið Aftur heim er svo mitt uppáhalds lag í þessari keppni en er auk þess vel útfært og hefur fengið mikla umfjöllun.

Ég tel svo að lagið Ég trúi á betra líf með Magna komi fast á hæla þessara þriggja og í kjölfarið nokkuð þétt raðist svo Eldgos, Ástin mín eina og loks Ef ég hefði vængi.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s