Söngvakeppni Sjónvarpsins 2011: Spá EEV

Uppáhaldshátíðin okkar er að sigla af stað! Annað kvöld verður valið hver fer fyrir Íslands hönd til Düsseldorf – og það þýðir bara að Eurovision sjálf er á næsta leiti! 🙂

Eins og Hildur benti á ætlum við að spá í spilin fyrir laugardagskvöldið. Búast má við jafnri og spennandi keppni þar sem margir sterkir flytjendur takast á og leggja örugglega allt sitt að veði.

Það þýðir þó ekki að líta fram hjá því að það skiptir heilmiklu máli í hvaða röð lögin eru spiluð. Þetta er ein helsta ástæða þess að það er alltaf dregið í riðla og innan riðlanna í aðalkeppninni, allir vilja vera á besta staðnum í dagskránni! Þetta hefur e.t.v. e-ð breyst þegar hægt var að byrja að kjósa um leið og fyrsti keppandi stígur á svið – og ég held að þannig sé það einnig á morgun. Engu að síður hefur það yfirleitt mikið að segja a.m.k. að vera síðastur á svið!

Ef við lítum á úrslitin í fyrra: 1. sæti = Hera, 2. sæti= Jógvan og 3. sæti= Sjonni Brink má sjá að þá var Hera síðust á svið, á undan henni Jógvan og Sjonni á undan honum (!!) Ef þetta er skapalón sem má áætla að hægt sé að fara eftir ættu úrslitin á morgun að vera 1. sæti= lag Sjonna, 2. sæti=Magni og 3. sæti= Jógvan… því að þetta eru síðustu þrír flytjendurnir á svið. Við skulum nú samt vona að þetta verði ekki aaaaalveg svona fyrirsjáanlegt!!

Önnur skemmtileg staðreynd er að Jógvan og Sjonni, sem báðir eru/eiga lag í keppninni í ár, voru í efstu sætunum á eftir Heru í fyrra. Ætli örlögin skipi þeim í sömu sæti aftur í ár??

Mín spá er í öllu falli þessi:

3. sæti: Vinir Sjonna

2. sæti: Jóhanna Guðrún

1. sæti: Jógvan

Ég hef trú á að lagið hans Jógvans sé sterkara en lagið sem Jóhanna syngur, og að hann heilli áhorfendur með flutningi sínum á morgun. Þó er mjög líklegt að Jóhanna lendi ofan á ef þau bítast um þetta efsta sæti – fólki er enn í fersku minni stoltið og stemmingin í kringum Is it true á sínum tíma! Bæði þessi lög eiga eftir að sóma sér vel á stóra sviðinu í Þýskalandi því að þau eru mjög Eurovision-væn, bæði flutningur og útsetningar. Ég held að það verði mjótt á mununum með vinum Sjonna og þeir gætu hæglega líka unnið! Strax á hæla þeirra held ég að Magni komi en lagið hans er kannski helst til litlaust til að komast alla leið, held ég.

Svo segi ég bara: Góða skemmtun á morgun –  og ÁFRAM ÍSLAND! 🙂

2 athugasemdir við “Söngvakeppni Sjónvarpsins 2011: Spá EEV

  1. jurovision skrifar:

    Alveg sammála, Heimir – hann mun mjög líklega blanda sér í toppbaráttuna. Þetta ræðst auðvitað allt á framkomunni á morgun 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s