Möguleikar í úrslitum 2011: Ég trúi á betra líf

Sjötti á svið er sjálfur Magni með lag Hallgríms Óskarssonar, Ég trúi á betra líf.

(mynd: ruv.is/songvakeppni)

Kostir:

  • Afskaplega þekktur, vel liðinn (og myndarlegur!) flytjandi sem skilar afbragðs flutningi á laginu.
  • Einfalt rokklag sem grípur við nánari hlustun.
  • Búningaval viðeigandi: hæfilega kæruleysislegt en samt kúl.

Gallar:

  • Ekki nógu eftirminnilegt lag sem vantar svolitla stígandi.
  • Svona lag þyrfti eiginlega hljómsveit á bak við sig – eða bakraddahóp! Það var dálítið hjákátlegt að sjá Magna og eina bakrödd á sviðinu… og bakröddin söng ekki einu sinni allan tímann!
  • Freddy Mercury standurinn er engan veginn að gera sig!

Möguleikar alls í Söngvakeppninni: Möguleikarnir eru yfir meðallagi. Það er þó aðallega fyrir hinn mikið þekkta og þaulvana flytjanda fremur en lagið sjálft.

Möguleikar í Eurovision sjálfri: Möguleikarnir eru frekar litlir, ekki nægilega grípandi lag sem gæti týnst ef lagið á undan eða eftir er sterkara. Flytjandi nánast óþekkt stærð í júróvísjon-heiminum.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s