Möguleikar í úrslitum 2011: Ég lofa

Fimmti á svið er enginn annar en Jógvan Hansen en hann flytur sitt eigið lag og Vignis Snæ Vigfússonar, Ég lofa.

(Mynd: ruv.is/songvakeppni)

Kostir:

  • Grípandi lag með góðri stígandi í frábærri útsetningu sem hefur allar júróvísjon-formúlur sem þarf!
  • Einn allra vinsælasti flytjandi í Söngvakeppninni (og sykursætur!)
  • Pottþéttur bakraddahópur sem gefur laglínunni heilmikið.

Gallar:

  • Jógvan er ekki alltaf nógu traustur og öruggur flytjandi. Hann var t.d. ekki nógu öruggur á lokakvöldinu í Söngvakeppninni í fyrra, sem getur hafa haft áhrif á útkomu atriðisins í heild sinni!
  • Kannski helst til tilgerðarlegar bakraddaheyfingar.
  • Botnum ekkert í hverju Jógvan er að lofa!

Möguleikar alls í Söngvakeppninni: Möguleikarnir eru vel yfir meðallagi – hann á eftir að bítast um efsta sætið ef flutningurinn verður góður, lagið hefur bara allt sem þarf!

Möguleikar í Eurovision sjálfri: Þar sem hann er Færeyingur (og þar með tengdur Danmörku) má gera ráð fyrir góðu gengi á Norðurlöndunum. Hann er nú líka einn af þeim sem á svo sannarlega eftir að slá í gegn hjá erlendum aðdáendum *blikkblikk*

Auglýsingar

4 athugasemdir við “Möguleikar í úrslitum 2011: Ég lofa

  1. Heiða Lind skrifar:

    Ég elska Jógvan (að hluta til því ég er 1/4 Færeyingur og svo er hann bara æðislega sætur og góður söngvari!) og ég elska lagið! Hann á alveg skilið að fara, enda er hann búinn að taka þátt tvisvar áður í Söngvakeppninni, og þetta er flott lag og hann syngur það bara frábærlega 😀

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s