Möguleikar í úrslitum 2011: Eldgos

Fjórða lag á svið á laugardaginn er lag Matthíasar Stefánssonar, Eldgos, í flutningi Matta Matt og Erlu Bjargar.

(mynd: ruv.is/songvakeppni)

Kostir:

  • Traustur flytjandi sem er þaulvanur Söngvakeppninni – og framkomu almennt.
  • Eina lagið af þessari stærðargráðu í keppninni og auk þess með smá þjóðalagastíl í sér!
  • Óður til íslenskrar náttúru og lag sem allir Íslendingar ættu að geta sameinast um – eldfjöllin er jú rauði liturinn í þjóðfánanum!

Gallar:

  • Bara  einum of mikið!! Er þetta þjóðlagarokk, er þetta pönk, er þetta þungarokk, er þetta ópera, er þetta eldgos… eða er þetta Súperman?
  • Óperusöngur hefur bara aldrei virkað í Júrovísjon svo að líklega virkar hann ekki í Söngvakeppninni núna.
  • Búningar og sviðssetning mættu vera dramatískari og í takt við lagið! Við viljum glóandi hraun og öskuský!

Möguleikar alls í Söngvakeppninni: Alveg óráðnir! Fer allt eftir stuði og stemningu Íslendinga á laugardagskvöldið.

Möguleikar í Eurovision sjálfri: Möguleikarnir í Júróvísjon eru jafn óráðnir og í Söngvakeppninni. Þegar kemur að svona lögum eru þau ýmist algjört flopp – eða ná langt en það fer allt eftir stemningu Evrópubúa í þær þrjár mínútur sem lagið fær í sjónvarpi. Möguleiki á að komast upp úr undankeppni gæti þó verið fyrir hendi  því að aðdáendur gætu kannast við Matta sem hefur oft tekið þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s