Möguleikar í úrslitum 2011: Ef ég hefði vængi

Við förum yfir lögin sjö sem keppa í úrslitunum á laugardaginn, veltum upp kostum þeirra og göllum auk þess að velta fyrir okkur möguleikum þeirra bæði í Söngvakeppnin sem og í sjálfri Júróvísjon! Við tökum eitt lag fyrir í einu en ef þið missið af getið þið alltaf fundið allar færslunar í flokknum Möguleikar í úrslitum hér frekar neðarlega til hægri á síðunni!

Fyrstur á svið stígur Halli Reynis með eigið lag, Ef ég hefði vængi.

(mynd: ruv.is/songvakeppni)

Kostir:

  • Fallegt og einlægt lag með engri júróvísjon tilgerð!
  • Lag af nokkuð annarri formúlu en önnur þetta kvöld, stendur sér á báti hvað það varðar.
  • Mjög vanur flytjandi, þó hann sé ekki vanur í júróvísjon.

Gallar:

  • Ekki nægilega grípandi lag innan um formúlu júróvísjonlög.
  • Líklega minnst þekkti flytjandi kvöldsins a.m.k. hjá júróvísjonaðdáendum.
  • Of útvarpsvænt fyrir sjónvarpskeppni!

Möguleikar alls í Söngvakeppninni: Möguleikar lagsins eru litlir. Þrátt fyrir að vera fallegt og einlægt lag eru líkurnar ekki miklar enda hvorki júróvísjonlegt né nægilega grípandi eða eftirminnilegt til að skara fram úr. 

Möguleikar í Eurovision sjálfri: Litlir möguleikar í Eurovision sjálfri. Lagið er of mikið trúbadoralag til þess að geta skarað fram úr.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s